Musk í höfuðstöðvum Apple

Cook bauð Musk í göngutúr um hallargarðinn.
Cook bauð Musk í göngutúr um hallargarðinn. Samsett mynd

Elon Musk, eigandi Twitter, segist hafa hitt Tim Cook, forstjóra Apple, í gær og „leyst misskilninginn“ sem varð til þess að hann lýsti yfir stríði gegn smáforritaverslun Apple, App-Store.

„Takk [Tim Cook] fyrir að taka mig í skoðunarferð í fallegu höfuðstöðvunum ykkar í Apple,“ tísti Musk á Twitter og lét fylgja með stutt myndskeið af tjörn hallargarðsins, þar sem glöggir geta séð glitta í skugga milljarðamæringanna tveggja á botni tjarnarinnar.


Heimsókn Musks í Cupertino í Kaliforníu ætti ekki endilega að koma mikið á óvart í ljósi því sem hann hefur tjáð sig um á Twitter undanfarna tvo daga, en í fyrradag virtist Musk ætla í hart gegn Apple, er hann lýsti yfir vanþóknun sinni á tæknirisanum.

Þar fór hann geyst fram og kvartaði yfir að Apple hefði farið að ráðum auglýsanda síns og dregið úr auglýsingum á samfélagsmiðlinum, sem Musk keypti fyrir skemmstu.

Gagnrýndi hann fyrirtækið hið harðasta og gekk svo langt að spyrja Tim Cook beint hvort þau hjá fyrirtækinu „hötuðu málfrelsi Bandaríkjanna“.

Þá sakaði Musk Apple um að hafa hótað að fjarlægja Twitter af App-Store auk þess sem hann hvatti fyrirtækið til að birta allt það efni sem hefur verið fjarlægt vegna ritstkoðunar í gegnum tíðina.

Stefna Apple hefur í mörg ár verið sú að fjarlægja skuli efni, ekki síst það sem flokkast gæti undir hatursorðræðu. Sagði Cook að vissir aðilar hefðu ekkert erindi á slíka miðla.

Twitter átti aldrei að fara út

Um tveimur klukkustundum síðar tísti Musk: Gott samtal. Meðal annars leystum við þann misskilning að Twitter yrði mögulega fjarlægt af App Store. Tim var skýr um það að Apple hefði aldrei haft neitt slíkt í hyggju.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK