Tryggvi Þór fer í nýtt starf hjá Qair Group

Tryggvi Þór Herbertsson.
Tryggvi Þór Herbertsson. mbl.is/Árni Sæberg

Tryggvi Þór Herbertsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri vetnisþróunarviðskipta hjá franska orkufyrirtækinu Qair Group. Félagið er með starfsemi í yfir 20 löndum í Evrópu, Afríku, Suðaustur-Asíu og Suður-Ameríku og mun Tryggvi Þór leiða starfsemi félagsins í þróun vetnis.

Hann hefur frá 2018 verið stjórnarformaður dótturfélags samstæðunnar á Íslandi, Qair Iceland. Í ViðskiptaMogganum í vikunni var greint frá því að félagið væri að hefja uppbyggingu vindorkuvers á Sólheimum á Laxárdalsheiði og undirbúning vetnisvinnslu á Grundartanga.

Tryggvi Þór sat á Alþingi á árunum 2009-2013, var forstjóri Askar Capital 2006-2009 og þar áður forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands og prófessor í hagfræði við sama skóla og loks prófessor við Háskóla Reykjavíkur frá 2009.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK