Hækka laun starfsfólks um 40%

Uniqlo er vinsæl japönsk fatakeðja þar sem einfaldleikinn er í …
Uniqlo er vinsæl japönsk fatakeðja þar sem einfaldleikinn er í fyrirrúmi. AFP/China Out

Móðurfyrirtæki japönsku fataverslunarinnar Uniqlo tilkynnti í morgun um launahækkanir sem ná munu til þúsunda starfsmanna um allt að 40 prósent til þess að verða alþjóðlega samkeppnishæfur vinnustaður. 

Hækkunin mun ná til um 8.400 starfsmanna í fullu starfi en alls starfa um 56.000 manns fyrir móðurfyrirtækið Fast Retailing í Japan. 

Hækkunin mun dreifast mismikið á starfsfólk eftir starfsaldri. Minnst verður hún hjá nýráðnu fólki og mest hjá reyndum starfsmönnum í stjórnunarstöðum.  

Í tilkynningu frá Fast Retailing segir að vonir séu bundnar við að „launapakkarnir“ muni leiða til vöxt starfsmanna og í kjölfarið „enn meiri samkeppnishæfni á alþjóðasviðinu“.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK