Telur rekstur Rolls Royce ósjálfbæran

Tufan Erginbilgic, framkvæmdastjóri Rolls Royce.
Tufan Erginbilgic, framkvæmdastjóri Rolls Royce. Ljósmynd/Rolls Royce

Tufan Erginbilgic, nýr framkvæmdastjóri Rolls Royce hefur verulegar áhyggjur af stöðu breska félagsins. Erginbilgic, sem tók við stöðunni í janúar segir félagið standa á brennandi grunni og að rekstur félagsins sé ósjálfbær. Financial Times greinir frá.

Sagði framkvæmdastjórinn við starfsfólk sitt á dögunum að frammistaða félagsins hafi um árabil verið ófullnægjandi og hefðu rekstrarörðugleikarnir ekkert með heimsfaraldur Covid að gera.Hagnaðarhlutföll breska tæknifyrirtækisins hafa verið langtum lægri heldur en hjá samkeppninni svo árum skipti.  

Framundan sé breytingarfasi þar sem áhersla verði lögð á aukna skilvirkni og hagkvæmni. Sagði hann tímann vera nauman og þolinmæði fjárfesta á þrotum. Starfsmenn fyrirtækisins þyrftu að  hugsa öðruvísi, haga sér öðruvísi og gera breytingar svo reksturinn rétti sig af.”

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK