Móðurfyrirtæki ÍE segir upp 300

Íslensk erfðagreining. Móðurfyrirtækið Amgen segir upp fólki í Bandaríkjunum.
Íslensk erfðagreining. Móðurfyrirtækið Amgen segir upp fólki í Bandaríkjunum. mbl.is/Júlíus

Lyfjaframleiðandinn Amgen, móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar, tilkynnti í dag um uppsagnir 300 starfsmanna sinna í Bandaríkjunum sem gerir um 1,2 prósent alls mannauðs fyrirtækisins. Skýringu þessarar fækkunar segir Amgen vera skipulagsbreytingar.

Við árslok 2021 voru starfsmenn Amgen 24.200 í rúmlega fimmtíu löndum en uppsagnir fyrirtækisins eru langt frá því að vera einsdæmi þessa dagana þar sem fjöldi stórra bandarískra tæknifyrirtækja og annarra vinnuveitenda, sem áberandi eru á hlutabréfamarkaði, hafa tilkynnt um fækkun í starfsliði sínu undanfarnar vikur.

Skrifar Reuters-fréttastofan að af uppsögnum Amgen megi glöggt sjá að fyrirtæki í heilbrigðisgeiranum eigi á brattann að sækja samhliða minnkandi eftirspurn í rénun heimsfaraldursins.

Reuters

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK