Lax ekki settur í sjókví nema áhrifin verði tímabundin og afturkræf

Fiskeldi í sjó verður ekki byggt upp nema tryggt sé að áhrifin af umsvifunum verði tímabundin og afturkræf. Þetta segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi en hún er gestur í Dagmálum.

„Það er grunngildið í allri löggjöfinni að það verður ekki settur lax í sjókví nema áhrifin af því verði tímabundin og afturkræf og allar aðgerðir miða að því. Þannig að tala hér um að verið sé að setja lax í sjó og að skeyta engu um mögulega erfðablöndun eða mögulega mengun er einfaldlega ekki rétt,“ segir Heiðrún.

Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, segir að það sama eigi við nú í fiskeldinu og í sjávarútveginum til lengri tíma. Fyrirtækin í landinu kveinki sér ekki undan þeim kvöðum sem á þau eru lögð. Þau hafi hins vegar áhyggjur af þeirri tortryggni sem kerfið getur myndað. Slíkt dragi úr möguleikum greinanna til vaxtar.

Hagræðing í sjávarútvegi dýru verði keypt

Elliði bendir á að uppbygging fiskeldisins sé mjög kærkomin viðbót við atvinnulíf í kringum landið. Það eigi t.d. við í hans gamla sveitarfélagi, Vestmanneyjum þar sem hann var bæjarstjóri á árum áður. Það samfélag hafi greitt fyrir hagræðingu í sjávarútvegi dýru verði með 20% fækkun starfa. Nú sé að skapast tækifæri til sóknar að nýju í eldismálum og að það sé ekki hægt að taka undir sjónarmið þeirra sem vilja stöðva uppbygginguna.

Viðtalið við Heiðrúnu Lind og Elliða er hægt að nálgast í heild sinni hér:

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK