Vill vörumerkjavæða íslenskan fisk

Mark Ritson hefur unnið sem ráðgjafi fyrir fyrirtæki á borð …
Mark Ritson hefur unnið sem ráðgjafi fyrir fyrirtæki á borð við McKinsey, Subaru og Johnson & Johnson.

Getur íslenskur þorskur orðið lúxusvörumerki á borð við Gucci?

Þetta var meðal þess sem Mark Ritson, vörumerkjaráðgjafi og fyrrverandi prófessor við London Business School, fjallaði um í fyrirlestri sínum á ársfundi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, sem haldinn var í síðustu viku undir yfirskriftinni „Auður hafsins – lífskjör til framtíðar“. Þar mátti hlýða á mörg fróðleg erindi en erindi Ritsons stóð vafalaust upp úr og var á allra vörum að loknum fundi.

Hugmyndin sem Ritson kynnti grundvallast á því að í dag sé íslenskur fiskur vara sem er ekki sérstaklega aðgreind frá fiski annarra þjóða og keppi því fyrst og fremst í verði. Með því að skapa verðmætt vörumerki um íslenskar sjávarafurðir megi aftur á móti verðleggja vöruna hærra og hafa meira upp úr krafsinu, enda ráðist eftirspurn af styrkleika vörumerkisins fremur en verði.

Hann mælir eindregið með því að Íslendingar skoði þann möguleika að vörumerkjavæða íslenskan fisk. „Með þeim fyrirvara að það er auðvelt fyrir mig að segja þetta, því þetta snýst ekki um mína peninga, þá mæli ég eindregið með því að þið skoðið þetta nánar, með öllum þeim kostum og göllum sem við höfum rætt.“

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK