Aukningin ekki gengið til baka hér

Viðskiptaráð og Samtök iðnaðarins gagnrýna fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar.
Viðskiptaráð og Samtök iðnaðarins gagnrýna fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Árni Sæberg

Þegar heimsfaraldurinn skall á voru útgjöld ríkissjóðs aukin verulega. Breið samstaða ríkti um þær aðgerðir á þeim forsendum að þær væru tímabundnar. Aukningin hefur hins vegar enn ekki gengið til baka á Íslandi, öfugt við hin norrænu löndin.

Þetta segir Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, í samtali við ViðskiptaMoggann.

Lágt aðhaldsstig

Tilefnið er umsögn ráðsins um fjármálaáætlun stjórnvalda fyrir árin 2025 til 2029, en þar segir m.a. að aðhaldsstig sé lágt og illa hafi gengið að draga úr útgjöldum ríkissjóðs.

Spurður nánar að þessu segir Björn Brynjúlfur að Ísland sé með hærri ríkisútgjöld heldur en fyrir faraldurinn. Viðskiptaráð hefði viljað sjá stjórnvöld vinda ofan af þessu í fjármálaáætluninni. Í staðinn er áformað að reka ríkissjóð með halla áfram næstu þrjú til fjögur árin.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK