Eyjarnar með rúmlega þúsund tonn í júlí

Bergey VE við bryggju.
Bergey VE við bryggju. mbl.is/Sigurður Bogi

Vestmannaey VE og Bergey VE náðu að veiða rúmlega eitt þúsund tonn í júlímánuði, en nær allan mánuðinn voru skipin að veiðum vestur af landinu. Var aflinn mestmegnis ýsa en auk þess veiddu þau helst þorsk og karfa, en landað var í Vestmannaeyjum og á Grundarfirði.

Á vef Síldarvinnslunnar kemur fram að þetta sé mun betri afli en í júlímánuði í fyrra, en þá fluttu Eyjarnar tvær um sjö hundruð tonn að landi.

„Aflinn af skipunum fer víða. Ufsinn er unninn í Eyjum, ýsan fer að drjúgum hluta til vinnslu á Dalvík og þorskurinn á Akureyri. Annars er aflinn fluttur út í gámum og fer í ríkum mæli til Englands en karfinn fer til Þýskalands,“ segir á vef útgerðarinnar.

„Í byrjun júlímánaðar var tekið fjögurra sólarhringa helgarfrí vegna goslokahátíðar og síðan var að sjálfsögðu tekið sex sólarhringa þjóðhátíðarfrí um verslunarmannahelgina. Að sögn Arnars Richardssonar rekstrarstjóra héldu Eyjarnar til veiða á mánudagskvöld og lönduðu góðum afla í gær, mestmegnis ýsu og karfa. Ýsan fékkst austur á Höfða en karfinn var tekinn við bæjardyr Eyjamanna, í Reynisdýpi og Háfadýpi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.9.24 606,32 kr/kg
Þorskur, slægður 19.9.24 383,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.9.24 279,12 kr/kg
Ýsa, slægð 19.9.24 249,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 253,40 kr/kg
Ufsi, slægður 19.9.24 322,53 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 19.9.24 329,86 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.9.24 Kristján HF 100 Lína
Keila 309 kg
Þorskur 268 kg
Karfi 111 kg
Steinbítur 38 kg
Ufsi 16 kg
Ýsa 5 kg
Samtals 747 kg
19.9.24 Særif SH 25 Lína
Þorskur 1.488 kg
Keila 367 kg
Ýsa 62 kg
Steinbítur 58 kg
Karfi 25 kg
Samtals 2.000 kg
19.9.24 Elli P SU 206 Línutrekt
Þorskur 3.183 kg
Ýsa 1.120 kg
Keila 155 kg
Langa 50 kg
Steinbítur 37 kg
Samtals 4.545 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.9.24 606,32 kr/kg
Þorskur, slægður 19.9.24 383,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.9.24 279,12 kr/kg
Ýsa, slægð 19.9.24 249,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 253,40 kr/kg
Ufsi, slægður 19.9.24 322,53 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 19.9.24 329,86 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.9.24 Kristján HF 100 Lína
Keila 309 kg
Þorskur 268 kg
Karfi 111 kg
Steinbítur 38 kg
Ufsi 16 kg
Ýsa 5 kg
Samtals 747 kg
19.9.24 Særif SH 25 Lína
Þorskur 1.488 kg
Keila 367 kg
Ýsa 62 kg
Steinbítur 58 kg
Karfi 25 kg
Samtals 2.000 kg
19.9.24 Elli P SU 206 Línutrekt
Þorskur 3.183 kg
Ýsa 1.120 kg
Keila 155 kg
Langa 50 kg
Steinbítur 37 kg
Samtals 4.545 kg

Skoða allar landanir »