30 manns sagt upp í Ólafsvík

Ólafsvík. Útgerð og fiskvinnsla eru meginstoðir í atvinnulífinu.
Ólafsvík. Útgerð og fiskvinnsla eru meginstoðir í atvinnulífinu. mbl.is/Sigurður Bogi

Þrjátíu starfsmönnum Fiskiðjunnar Bylgju í Ólafsvík var sagt upp störfum fyrir síðustu mánaðamót. Uppsagnirnar taka gildi eftir 1-3 mánuði, misjafnt eftir starfstíma, en á næstu vikum verður unnið að lausn á rekstrarvanda fyrirtækisins.

Baldvin Leifur Ívarsson framkvæmdastjóri staðfesti uppsagnirnar í samtali við Morgunblaðið í gær, en vildi ekki tjá sig um stöðuna að svo stöddu. Baldvin Leifur er aðaleigandi fyrirtækisins á móti belgískum aðilum.

Samkvæmt upplýsingum blaðsins hefur víða harðnað á dalnum hjá minni fiskvinnslufyrirtækjum á þessu ári. Fyrst og fremst hefur gengið sett strik í reikninginn, auk þess sem sjómannaverkfall í tíu vikur um síðustu áramót hafði veruleg áhrif á afkomuna og viðskipti í sjávarútvegi.

Áður hefur verið greint frá uppsögnum 57 starfsmanna Frostfisks í Þorlákshöfn.

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.3.18 210,42 kr/kg
Þorskur, slægður 16.3.18 262,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.3.18 235,40 kr/kg
Ýsa, slægð 16.3.18 239,53 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.3.18 75,81 kr/kg
Ufsi, slægður 16.3.18 39,57 kr/kg
Djúpkarfi 5.3.18 33,00 kr/kg
Gullkarfi 16.3.18 165,92 kr/kg
Litli karfi 14.2.18 18,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 9.3.18 326,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.3.18 Þorlákur ÍS-015 Dragnót
Ýsa 236 kg
Grásleppa 95 kg
Steinbítur 35 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 9 kg
Hlýri 8 kg
Samtals 383 kg
17.3.18 Fríða Dagmar ÍS-103 Landbeitt lína
Þorskur 243 kg
Ýsa 26 kg
Hlýri 4 kg
Skarkoli 3 kg
Samtals 276 kg
17.3.18 Eskey ÓF-080 Línutrekt
Þorskur 4.495 kg
Steinbítur 293 kg
Samtals 4.788 kg
17.3.18 Sæli BA-333 Landbeitt lína
Skarkoli 16 kg
Ýsa 15 kg
Hlýri 6 kg
Samtals 37 kg

Skoða allar landanir »