Gott að sjá ýsuna rétta úr sér

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS. mbl.is/Árni Sæberg

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, áætlar að aukning sú í aflaheimildum sem Hafrannsóknastofnun lagði til í gær geti aukið útflutningsverðmæti heildarsjávarafla um átta til tíu milljarða króna. Matið sé þó ávallt háð nokkurri óvissu, meðal annars vegna gengisþróunar og mögulega breyttra aðstæðna á mörkuðum.

Heiðrún segir ráðgjöfina jákvæða heilt á litið. „Við höfðum gert ráð fyrir þessari litlu aukningu í þorskinum, enda er vöxtur stofnsins afrakstur stefnu um sjálfbæra nýtingu, sem leiðir þá til stöðugrar en lítillar hækkunar ár hvert,“ segir Heiðrún.

Ríflega hækkun aflamarks ýsustofnsins, upp á 40%, segir hún nokkuð óvænta en jákvæða þó. „Við höfum auðvitað séð mjög litla árganga mörg ár aftur í tímann svo það er gott að sjá að stofninn er að rétta verulega úr sér.“

Borgar sig varla lengur að veiða ufsa

„Vonbrigðin eru auðvitað í sumargotssíldinni. Við horfum þarna fram á áframhaldandi sýkingu stofnsins, eins og hefur verið undanfarin ár, og aflamarkið þar með orðið meira en helmingi lægra en það var fyrir aðeins tveimur árum.“

Hækkun aflamarks hvað ufsa varðar, um 30%, segir Heiðrún ánægjulega. „Aðstæður á mörkuðum og skattlagning ríkisins leiða hins vegar til þess að það borgar sig varla lengur að veiða þessa tegund. Í verðmætum talið verður þetta því líklega ekki mikil aukning, því miður.“

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.9.18 320,58 kr/kg
Þorskur, slægður 21.9.18 326,41 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.9.18 290,51 kr/kg
Ýsa, slægð 21.9.18 250,39 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.9.18 88,92 kr/kg
Ufsi, slægður 21.9.18 127,26 kr/kg
Djúpkarfi 28.6.18 87,90 kr/kg
Gullkarfi 21.9.18 165,18 kr/kg
Litli karfi 28.6.18 45,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 21.9.18 201,45 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.9.18 Sæfari ÁR-170 Plógur
Sæbjúga hraunpussa 2.795 kg
Samtals 2.795 kg
23.9.18 Steinunn SH-167 Dragnót
Skarkoli 2.323 kg
Ufsi 335 kg
Ýsa 211 kg
Steinbítur 42 kg
Skötuselur 8 kg
Samtals 2.919 kg
23.9.18 Öðlingur SU-019 Línutrekt
Þorskur 5.003 kg
Langa 960 kg
Ufsi 940 kg
Blálanga 145 kg
Keila 83 kg
Ýsa 52 kg
Steinbítur 13 kg
Karfi / Gullkarfi 4 kg
Samtals 7.200 kg

Skoða allar landanir »