Akurey vélarvana vestur af Vestfjörðum

Skamma stund tók að koma taug á milli skipanna.
Skamma stund tók að koma taug á milli skipanna. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Ísfisktogarinn Akurey AK-10 varð vélarvana djúpt vestur af Vestfjörðum í nótt og barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar beiðni um aðstoð frá skipstjóra Akureyjar á sjöunda tímanum í morgun.

Varðskipið Þór var þá á Bíldudal og hélt þegar af stað til móts við ísfisktogarann. Um klukkan 13:00 var Þór kominn að Akurey og tók skamma stund að koma taug á milli skipanna, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.

Þór er nú með Akurey í togi á leið til hafnar í Reykjavík. Gert er ráð fyrir að skipin verði komin til hafnar um hádegisbil á morgun.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.3.19 322,06 kr/kg
Þorskur, slægður 22.3.19 387,18 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.3.19 279,82 kr/kg
Ýsa, slægð 22.3.19 273,92 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.3.19 83,87 kr/kg
Ufsi, slægður 22.3.19 148,89 kr/kg
Djúpkarfi 11.3.19 109,00 kr/kg
Gullkarfi 22.3.19 237,59 kr/kg
Litli karfi 19.3.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 14.3.19 195,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.3.19 Ásdís ÍS-002 Dragnót
Ýsa 3.750 kg
Þorskur 645 kg
Grásleppa 38 kg
Lúða 27 kg
Rauðmagi 2 kg
Steinbítur 2 kg
Skarkoli 2 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 1 kg
Samtals 4.467 kg
22.3.19 Hulda GK-017 Lína
Þorskur 4.755 kg
Ýsa 751 kg
Samtals 5.506 kg
22.3.19 Kristján HF-100 Lína
Þorskur 311 kg
Steinbítur 28 kg
Samtals 339 kg

Skoða allar landanir »