Nýtt módel hefur reynst vel

Næsta verkefni er að byggja frystiklefa á lóð félagsins fyrir …
Næsta verkefni er að byggja frystiklefa á lóð félagsins fyrir neðan fiskiðjuverið, segir Páll. Kristinn Magnússon

Miklar breytingar hafa átt sér stað í rekstri Eskju á undanförnum þremur árum og reksturinn tekið á sig nýja mynd. Páll Snorrason segir breytingarnar hafa tekist vel og framtíðarhorfurnar góðar í annars sveiflukenndum rekstri. „Þetta hefur verið annasamur tími og tekið á en allir sem að málinu hafa komið hafa staðið sig með prýði og var 2017 gott ár hjá okkur á meðan að greinin í heild var að ganga í gegnum erfiðleika. Í uppsjávarvinnslu er alltaf erfitt að sjá mikið lengra en eitt ár fram í tímann en horfur eru á að árið 2018 verði þokkalegt. Þó eru teikn á  lofti um að Alþjóðahafrannsóknaráðið minnki ráðgjöf sína um nýtingu deilistofna og gæti það þyngt róðurinn á komandi ári.“

Páll er framkvæmdastjóri fjármála og rekstrar hjá Eskju og hefur fylgt félaginu í gegnum breytingarnar. Hann var á meðal fyrirlesara á Sjávarútvegsdegi Deloitte í morgun.

Hann segir söguna byrja árið 2006 þegar Eskja kaupir uppsjávarfrystiskip sem fékk nafnið Aðalsteinn Jónsson og var aðallega notað til veiða og frystingar á síld og loðnu. „Síðan bætist makríllinn við og á sama tíma  á ýmiss konar þróun sér stað í greininni sem gerði rekstur uppsjávarfrystiskipa óhagkvæm. Í ljósi þess, og með hliðsjón af tækniframförum í frystingu og meðhöndlun á fiski varð úr að hefja greiningarvinnu árið 2015 með það fyrir augum að breyta viðskiptamódeli félagsins og fara úr sjófrystingu yfir í landvinnslu.“

Jón Kjartansson SU 111, eitt af þremur nýjum skipum Eskju.
Jón Kjartansson SU 111, eitt af þremur nýjum skipum Eskju.

Dýrt að reka frystiskip

Það voru einkum veiðigjöld, háar tryggingar og launaþróun sem voru farin að íþyngja rekstri Aðalsteins Jónssonar og bendir Páll á að þróunin hafi verið svipuð hjá öðrum félögum sem gera út uppsjávarfrystiskip. „Kostnaðaruppbygging frystiskipa er mun hærri en hjá landvinnslu og að auki sáum við tækifæri til að auka afkastagetu og vöruframboðið með því að færa vinnsluna í land.“

Breytingar undanfarinna ára hafa m.a. falið í sér að leggja meiri áherslu á uppsjávartegundir í rekstri Eskju. „Á síðasta ári seldum við bolfiskvinnslu sem við áttum í Hafnarfirði og gerum í dag út einn línubát sem veiðir bolfisk og selur á fiskmörkuðum. Síðastliðin tvö ár höfum við síðan ráðist í miklar fjárfestingar, endurnýjuðum skipaflotann með tveimur nýjum uppsjávarkæliskipum, annað skipið byggt í Noregi árið 2004 og fékk nafnið Aðalsteinn Jónsson, en hitt Jón Kjartansson smíðaður árið 2003 og keyptur frá Skotlandi. Þriðja skipið, Guðrúnu Þorkelsdóttur, tókum við upp í fyrir frystiskipið,“ útskýrir Páll en öll skipin geyma aflann í  kælitönkum sem fylltir eru með sjó.  

Í aðdraganda kaupanna á nýju skipunum var ráðist í smíði fullkomins uppsjávarfiskiðjuvers á Eskifirði. Var fyrsta skóflustungan tekin í apríl 2016 og starfsemi í húsinu hófst aðeins átta mánuðum síðar en síðasta ár var fyrsta heila rekstrarárið í nýju viðskiptamódeli. „Á þessu ári höfum við leyft rykinu að setjast og náð áttum eftir þessar miklu breytingar,“ segir Páll og upplýsir um spennandi framtíðarplön: „Næsta verkefni er að byggja frystiklefa á lóð félagsins fyrir neðan fiskiðjuverið og þá eru fyrirhugðar hafnarframkvæmdir hér í Fjarðabyggð sem munu styðja vel við starfsemi okkar og gera höfnina eina þá aðgengilegustu og hagkvæmustu á landinu fyrir uppsjávarveiðar- og vinnslu.“

Sérhæfing frekar en breidd

En af hverju að auka áhersluna á sérhæfingu í uppsjávartegundum frekar en að reyna að skapa breiðari grunn með því að blanda bolfiskveiðum samanvið? Myndi það ekki auka öryggið í rekstrinum? Páll segir slíka breidd ekki á færi nema stærstu útgerðarfélaganna og það hafi orðið ofaná að leggja megináherslu á uppsjávartegundir, þar sem Eskja er sterkust. „Það hefði líka  kallað á gríðarlega viðbótarfjárfestingu að ætla einnig að byggja upp bolfiskreksturinn,“ útskýrir hann. „Fiskveiðar og -vinnsla eru fjárfestingafrekur iðnaður og okkur er betur borgið að gera það sem við gerum best.“

Breytt viðskiptamódel hefur strax hjálpað Eskju að komast inn á nýja markaði með betri vöru. Páll segir það hafa verið töluverðan skell þegar Rússlandsmarkaður lokaðist á sínum tíma en landfrystingin hafi, eins og fyrr var getið, aukið bæði vöruframboð og gæði: „Um borð í frystiskipinu vorum við einkum að hausa og slógdraga en með nýjum búnaði og betri frystitækjum getum við gert meira af því að heilfrysta tegundir eins og makríl og selt í meiri gæðum. Við höfum til að mynda verið að selja makríl inn á Japansmarkað sem er kröfuharður markaður fyrir sjávarafurðir. Svipaða sögu er að segja um loðnuna sem áður var að miklu leyti nýtt í mjöl- og lýsisvinnslu en er í dag meira heilfryst og seld inn á Japansmarkað og víðar.“

Páll vonar að þess verði ekki langt að bíða að Rússlandsmarkaður opnist á ný og yrði það mikil búbót fyrir framleiðendur uppsjávarafurða. „Þar misstum við mikilvægan markað sem var bæði stór og greiddi gott verð fyrir okkar afurðir. Það sem við og önnur fyrirtæki í sömu sporum óttumst mest er að eftir því sem lengri tími líður leiti rússneski markaðurinn annað og jafnvel í staðkvæmdarvörur og verði þá ekki að því hlaupið að vinna markaðinn til baka þegar hann loksins opnast.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.9.24 606,32 kr/kg
Þorskur, slægður 19.9.24 383,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.9.24 279,12 kr/kg
Ýsa, slægð 19.9.24 249,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 253,40 kr/kg
Ufsi, slægður 19.9.24 322,53 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 19.9.24 329,86 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.9.24 Kristján HF 100 Lína
Keila 309 kg
Þorskur 268 kg
Karfi 111 kg
Steinbítur 38 kg
Ufsi 16 kg
Ýsa 5 kg
Samtals 747 kg
19.9.24 Særif SH 25 Lína
Þorskur 1.488 kg
Keila 367 kg
Ýsa 62 kg
Steinbítur 58 kg
Karfi 25 kg
Samtals 2.000 kg
19.9.24 Elli P SU 206 Línutrekt
Þorskur 3.183 kg
Ýsa 1.120 kg
Keila 155 kg
Langa 50 kg
Steinbítur 37 kg
Samtals 4.545 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.9.24 606,32 kr/kg
Þorskur, slægður 19.9.24 383,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.9.24 279,12 kr/kg
Ýsa, slægð 19.9.24 249,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 253,40 kr/kg
Ufsi, slægður 19.9.24 322,53 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 19.9.24 329,86 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.9.24 Kristján HF 100 Lína
Keila 309 kg
Þorskur 268 kg
Karfi 111 kg
Steinbítur 38 kg
Ufsi 16 kg
Ýsa 5 kg
Samtals 747 kg
19.9.24 Særif SH 25 Lína
Þorskur 1.488 kg
Keila 367 kg
Ýsa 62 kg
Steinbítur 58 kg
Karfi 25 kg
Samtals 2.000 kg
19.9.24 Elli P SU 206 Línutrekt
Þorskur 3.183 kg
Ýsa 1.120 kg
Keila 155 kg
Langa 50 kg
Steinbítur 37 kg
Samtals 4.545 kg

Skoða allar landanir »