Eigendur KAPP kaupa Stáltech

Eiður Sveinsson, Elfa Hrönn Valdimarsdóttir, Freyr Friðriksson og Páll Ingi ...
Eiður Sveinsson, Elfa Hrönn Valdimarsdóttir, Freyr Friðriksson og Páll Ingi Kristjónsson við OPTIMAR-ICE ísþykknivél í höfuðstöðvum KAPP í Garðabæ.

Hjónin Freyr Friðriksson og Elfa Hrönn Valdimarsdóttir, eigendur KAPP ehf., hafa keypt rekstur Stáltech ehf., sem hefur séð um þjónustu við fiskvinnslur, kjötvinnslur og aðrar greinar matvælaiðnaðarins frá stofnun árið 2003.

Stáltech hefur jafnframt framleitt færibönd, kæli- og uppþíðingarkör fyrir sjávarútveginn ásamt því að sinna sölu og þjónustu á fiskvinnsluvélum frá Pisces.

,,Með þessum kaupum erum við að styrkja KAPP ehf. sem enn öflugra þjónustu- og framleiðslufyrirtæki á sviði véla-, kæli- og renniverkstæðis. Við sjáum mikil tækifæri í að auka enn frekar framleiðslu og þjónustu við sjávarútveginn og matvælaiðnaðinn í heild sinni. Við getum nú boðið upp á fleiri lausnir fyrir okkar viðskiptavini,“ segir Freyr Friðriksson, framkvæmdastjóri KAPP, í tilkynningu sem send hefur verið 200 mílum.

Stækkunin góð fyrir starfsemi Stáltech

Flaggskip KAPP er vörumerkið OPTIM-ICE, en undir því framleiðir fyrirtækið meðal annars forkæla og ískrapavélar og selur um víða veröld. Þykja ísþykknivélar merkisins hafa einstaklega hraða kælingu og eiginleika sem fara mjög vel með hráefnið.

Allir starfsmenn Stáltech og fyrrverandi eigendur fyrirtækisins, þeir Eiður Sveinsson og Páll Ingi Kristjónsson, halda áfram að starfa hjá KAPP í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Miðhrauni 2 í Garðabæ.

Hjá KAPP starfa um 33 manns í Garðabænum og nú er svo komið að allt að 40% tekna fyrirtækisins koma að utan, og fer hlutfallið stækkandi. Hefur fyrirtækið nýverið stækkað framleiðslusal fyrirtækisins um 300 fermetra og kemur sú stækkun sér vel fyrir starfsemi Stáltech.

Mikil tækifæri fram undan

,,Það er mjög mikill styrkur fyrir okkur að fá þessa starfsmenn til okkar með þeirra miklu reynslu og þekkingu í geiranum og sameina þá okkar kröftum. Það er margt í gangi hjá fyrirtækinu og mikil tækifæri fram undan,“ segir Freyr.

„Síðasta ár var eitt af þeim bestu í sögu KAPP og við horfum björtum augum til þessa árs.“

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.1.19 301,81 kr/kg
Þorskur, slægður 23.1.19 348,45 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.1.19 254,27 kr/kg
Ýsa, slægð 23.1.19 260,39 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.1.19 87,81 kr/kg
Ufsi, slægður 23.1.19 134,11 kr/kg
Djúpkarfi 22.1.19 199,00 kr/kg
Gullkarfi 23.1.19 195,66 kr/kg
Litli karfi 23.1.19 14,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 23.1.19 239,71 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.1.19 Ásdís ÓF-009 Handfæri
Þorskur 1.052 kg
Ýsa 11 kg
Samtals 1.063 kg
23.1.19 Straumnes ÍS-240 Landbeitt lína
Þorskur 1.091 kg
Ýsa 889 kg
Steinbítur 325 kg
Karfi / Gullkarfi 26 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 2.332 kg
23.1.19 Gísli Súrsson GK-008 Lína
Langa 90 kg
Keila 27 kg
Þorskur 14 kg
Steinbítur 13 kg
Ufsi 6 kg
Hlýri 3 kg
Samtals 153 kg

Skoða allar landanir »