Verður gefist upp á leitinni í dag?

Grænlenska skipið Polar Amaroq við Reykjanes í fyrravetur.
Grænlenska skipið Polar Amaroq við Reykjanes í fyrravetur. Ljósmynd/Eyjólfur Vilbergsson

Síðasta loðnuleitarleiðangrinum er lokið eftir að Polar Amaroq kom til hafnar í Reykjavík í gærkvöldi. Skipið hafði þá leitað í rúma viku umhverfis landið, en ekki fannst nægt magn af loðnu til að réttlæta að Hafrannsóknastofnun ráðleggi útgáfu aflaheimilda.

Þetta staðfestir Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri uppsjávarlífríkis hjá Hafrannsóknastofnun, í samtali við 200 mílur.

„Það hefur ekkert fundist sem breytt getur því sem áður hefur verið sagt varðandi ráðgjöf. Einhverjar torfur hafa sést en það hefur ekki breytt neinu í þessu stóra samhengi sem við erum að vinna í.“

„Tíminn er að hlaupa frá okkur“

Tekin verður ákvörðun um hvort haldið skuli áfram leit að loðnu á fundi með útgerðarmönnum síðar í dag.

„Það er þá hvort við gefumst endanlega upp eða hvort meira verði reynt. En tíminn er að hlaupa frá okkur.“

Loðnan er byrjuð að hrygna og nær hún hámarki sennilega í næstu viku. Hrygningarstöðvar loðnunnar sem gengur réttsælis og var fyrir Suðurlandi um daginn eru í Faxaflóa og Breiðafirði. Þar með lýkur æviskeiði nánast allrar loðnunnar sem drepst við hrygninguna. Fyrir norðan eru einhverjar hreytur af loðnu sem hrygnir seinna og getur hún verið að hrygna fram á vor.

Vesturgöngur loðnu hafa gengið andsælis og andstreymis. Þeim hefur verið fylgt alveg suður fyrir Reykjanes. Sú loðna kemur seinna upp að landinu en aðalgangan og virðist stytta sér leið á hrygningarstöðvar.

Sveitarfélögin sem verða fyrir mesta áfallinu vegna yfirvofandi loðnubrests hafa beðið með að taka upp fjárhagsáætlanir sínar þangað til afdrif loðnunnar verða fullráðin. Sveitarstjórnirnar eru byrjaðar að undirbúa aðgerðir.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.1.20 347,45 kr/kg
Þorskur, slægður 24.1.20 376,26 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.1.20 276,65 kr/kg
Ýsa, slægð 24.1.20 299,39 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.1.20 127,50 kr/kg
Ufsi, slægður 24.1.20 180,08 kr/kg
Djúpkarfi 4.12.19 156,00 kr/kg
Gullkarfi 24.1.20 291,63 kr/kg
Litli karfi 18.12.19 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 23.1.20 321,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.1.20 Fjóla GK-121 Plógur
Pílormur 762 kg
Samtals 762 kg
24.1.20 Hlökk ST-066 Landbeitt lína
Þorskur 4.178 kg
Ýsa 492 kg
Steinbítur 217 kg
Samtals 4.887 kg
24.1.20 Otur Ii ÍS-173 Landbeitt lína
Þorskur 2.696 kg
Ýsa 2.061 kg
Steinbítur 7 kg
Hlýri 6 kg
Samtals 4.770 kg
24.1.20 Einar Hálfdáns ÍS-011 Landbeitt lína
Þorskur 3.757 kg
Ýsa 1.434 kg
Steinbítur 19 kg
Samtals 5.210 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.1.20 347,45 kr/kg
Þorskur, slægður 24.1.20 376,26 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.1.20 276,65 kr/kg
Ýsa, slægð 24.1.20 299,39 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.1.20 127,50 kr/kg
Ufsi, slægður 24.1.20 180,08 kr/kg
Djúpkarfi 4.12.19 156,00 kr/kg
Gullkarfi 24.1.20 291,63 kr/kg
Litli karfi 18.12.19 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 23.1.20 321,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.1.20 Fjóla GK-121 Plógur
Pílormur 762 kg
Samtals 762 kg
24.1.20 Hlökk ST-066 Landbeitt lína
Þorskur 4.178 kg
Ýsa 492 kg
Steinbítur 217 kg
Samtals 4.887 kg
24.1.20 Otur Ii ÍS-173 Landbeitt lína
Þorskur 2.696 kg
Ýsa 2.061 kg
Steinbítur 7 kg
Hlýri 6 kg
Samtals 4.770 kg
24.1.20 Einar Hálfdáns ÍS-011 Landbeitt lína
Þorskur 3.757 kg
Ýsa 1.434 kg
Steinbítur 19 kg
Samtals 5.210 kg

Skoða allar landanir »