Viðlega smábáta flyst í Vesturbugtina

Reykjavíkurhöfn. Sameina á viðlegu og útgerð smábáta í Vesturbugtinni milli …
Reykjavíkurhöfn. Sameina á viðlegu og útgerð smábáta í Vesturbugtinni milli Slippsins og Sjóminjasafnsins. mbl.is/Ómar

Viðlega smábáta í útgerð frá Reykjavík verður færð yfir í Vesturbugt og verður hafist handa við nauðsynlegar breytingar næsta haust eða vetur, samkvæmt upplýsingum Gísla Gíslasonar, hafnarstjóra.

Á fundi stjórnar Faxaflóahafna á föstudag var hafnarstjóra falið að ræða við fulltrúa smábátaeigenda um aðgerðir til að efla útgerð smábáta frá Reykjavík og Akranesi. Á síðasta ári var aðeins um 500 tonnum landað úr smábátum í Reykjavík, en nálægt þúsund tonnum á Akranesi.

Nú hafa bátar í útgerð einkum aðstöðu í Suðurbugt, Norðurbugt og á Verbúðarbryggju í Reykjavík og þá einkum við bryggju næst Ægisgarði í Suðurbugt. Fyrirhugað er að færa bryggjuna úr Suðurbugt í Vesturbugt á milli Slippsins og Sjóminjasafnsins, en samhliða þarf að ráðast í ýmsar aðrar framkvæmdir. Gísli segir að fyrirhugaðar byggingaframkvæmdir í Vesturbugtinni eigi ekki að trufla útgerðina ef vel verði að málum staðið.

Nýliðun sífellt erfiðari

Lítil þátttaka var í þjónustukönnun Faxaflóahafna varðandi aðstöðu smábátaútgerða,sem kynnt var á föstudag. Alls tók 21 smábátaeigandi í Reykjavík og á Akranesi þátt, en spurningalistinn var sendur á 53 smábátaeigendur. Rúmlega 61% svarenda í Reykjavík var jákvætt gagnvart flutningi aðstöðunnar í Vesturbugt.

Í niðurstöðum segir meðal annars: „Útgerð smábáta hefur átt undir högg að sækja síðustu ár þar sem nýliðun í þessari útgerð verður sífellt erfiðari. Endurnýjun innan stéttarinnar virðist hæg og því vert að halda utan um þessa útgerð með alúð þar sem um langa atvinnuhefð og menningu er að ræða.“ Gísli hafnarstjóri hyggst ræða við forsvarsmenn smábátaeigenda fljótlega og heyra skoðanir þeirra á því hvað sé til ráða í því skyni að sporna við frekari fækkun.

Ítarlegri umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu sem út kom í gær, þriðjudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.9.24 606,32 kr/kg
Þorskur, slægður 19.9.24 383,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.9.24 279,12 kr/kg
Ýsa, slægð 19.9.24 249,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 253,40 kr/kg
Ufsi, slægður 19.9.24 322,53 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 19.9.24 329,86 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.9.24 Kristján HF 100 Lína
Keila 309 kg
Þorskur 268 kg
Karfi 111 kg
Steinbítur 38 kg
Ufsi 16 kg
Ýsa 5 kg
Samtals 747 kg
19.9.24 Særif SH 25 Lína
Þorskur 1.488 kg
Keila 367 kg
Ýsa 62 kg
Steinbítur 58 kg
Karfi 25 kg
Samtals 2.000 kg
19.9.24 Elli P SU 206 Línutrekt
Þorskur 3.183 kg
Ýsa 1.120 kg
Keila 155 kg
Langa 50 kg
Steinbítur 37 kg
Samtals 4.545 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.9.24 606,32 kr/kg
Þorskur, slægður 19.9.24 383,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.9.24 279,12 kr/kg
Ýsa, slægð 19.9.24 249,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 253,40 kr/kg
Ufsi, slægður 19.9.24 322,53 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 19.9.24 329,86 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.9.24 Kristján HF 100 Lína
Keila 309 kg
Þorskur 268 kg
Karfi 111 kg
Steinbítur 38 kg
Ufsi 16 kg
Ýsa 5 kg
Samtals 747 kg
19.9.24 Særif SH 25 Lína
Þorskur 1.488 kg
Keila 367 kg
Ýsa 62 kg
Steinbítur 58 kg
Karfi 25 kg
Samtals 2.000 kg
19.9.24 Elli P SU 206 Línutrekt
Þorskur 3.183 kg
Ýsa 1.120 kg
Keila 155 kg
Langa 50 kg
Steinbítur 37 kg
Samtals 4.545 kg

Skoða allar landanir »