Makríll á hraðleið norðaustur

Víkingur AK á siglingu.
Víkingur AK á siglingu. Mynd af vef HB Granda

„Við vorum að veiðum út af Reyðarfjarðardjúpi en þaðan er um átta tíma sigling til Vopnafjarðar. Það var dálítið erfitt að forðast síld sem aukaafla en það gerist á hverju ári að síld kemur með makrílnum. Þá færir maður sig bara í von um að fá hreinan makríl.“

Þetta segir Albert Sveinsson, skipstjóri á Víkingi AK, í Morgunblaðinu í dag. Skipið er nú á Vopnafirði og kom þangað í gærkvöldi með um 770 tonna afla að því er fram kemur á vef HB Granda.

Að sögn Alberts hafa aflabrögð yfirleitt verið góð síðustu vikur en það hefur valdið vissum erfiðleikum að á sumum stöðum hefur síld blandast makrílnum. Síldina vilja sjómenn helst ekki veiða fyrr en eftir makrílvertíðina. Mikil ferð hefur verið á makrílnum í norðausturátt.

„Það var mjög góð veiði um verslunarmannahelgina en þá var aðalveiðisvæðið í Litladjúpi og Hvalbakshallinu. Núna er makríllinn kominn mun norðar. Þetta er allt rígvænn fiskur, 500 grömm og þyngri, og enn sem komið er virðist ekki vera neitt lát á göngum upp að landinu,“ segir Albert.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.8.19 375,64 kr/kg
Þorskur, slægður 19.8.19 281,72 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.8.19 264,61 kr/kg
Ýsa, slægð 19.8.19 257,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.8.19 122,18 kr/kg
Ufsi, slægður 19.8.19 147,55 kr/kg
Djúpkarfi 8.8.19 204,00 kr/kg
Gullkarfi 19.8.19 200,39 kr/kg
Litli karfi 15.8.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 8.8.19 300,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.8.19 Gullver NS-012 Botnvarpa
Ýsa 9.602 kg
Þorskur 9.395 kg
Karfi / Gullkarfi 513 kg
Steinbítur 352 kg
Grálúða / Svarta spraka 342 kg
Skarkoli 342 kg
Hlýri 215 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 13 kg
Samtals 20.774 kg
19.8.19 Hólmi ÞH-056 Handfæri
Þorskur 557 kg
Karfi / Gullkarfi 6 kg
Samtals 563 kg
19.8.19 Día HF-014 Handfæri
Þorskur 134 kg
Samtals 134 kg
19.8.19 Sæberg HF-112 Handfæri
Þorskur 338 kg
Samtals 338 kg

Skoða allar landanir »