Stanslaus hagsmunabarátta

Þorlákur Halldórsson, formaður Landssambands smábátaeigenda, segir skugga erfiðra ára hvíla …
Þorlákur Halldórsson, formaður Landssambands smábátaeigenda, segir skugga erfiðra ára hvíla yfir smábátaútgerð. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Nýkjörinn formaður Landssambands smábátaeigenda er með mörg járn í eldinum þessa dagana. Þorlákur Halldórsson er að koma sér inn í störfin hjá Landssambandinu, þar sem hann hyggst starfa af fullum krafti. Jafnframt rekur hann harðfiskverkunina Stjörnufisk í Grindavík, þar sem starfa átta manns. Svo er spurning hvort báturinn hans, Guðmundur á Hópi GK, fari ekki í nokkra róðra fyrir áramót þó svo að kvótinn sé orðinn lítill.

Þorlákur segir að margt hafi unnist í málefnum smábátaútgerðar á síðustu árum en enn séu verkefnin ærin. „Þetta er stanslaus hagsmunabarátta sem aldrei lýkur,“ segir Þorlákur. Fyrst komi í hugann að auka þurfi sveigjanleika í strandveiðum og skiptar skoðanir séu um kvótasetningu á grásleppu eins og ráðherra hafi boðað. Mörgum fleiri málum þurfi að sinna og nauðsynlegt sé að vera alltaf á vaktinni.

Rússnesk kosning

Þorlákur þekkir vel innviðina í Landssambandi smábátaeigenda því hann var varaformaður LS árin 2016 og 2017. Hann var einn í formannskjöri á aðalfundi nýlega og hlaut rússneska kosningu. Við embætti tók hann af Axel Helgasyni, sem gegnt hafði starfinu frá haustinu 2016.

Ef litið er yfir þær ályktanir og samþykktir sem aðalafundur Landssambands smábátaeigenda fjallaði um er ljóst að verkefnin eru margvísleg. Þar var fjallað um strandveiðar, grásleppuveiðar, makrílveiðar, handfæri og handfæraívilnun, línuívilnun, leigu veiðiheimilda, flutning veiðiheimilda milli kerfa, VS afla, dragnótaveiðar, hvítlúðu, byggðakvóta, sérstakt veiðileyfagjald strandveiða, hrygningarstopp, veiðiskyldu, umhverfisáhrif veiðarfæra, reglugerðarhólf, lokun veiðisvæða, humarveiðar og markaðssetningu grjótkrabba, umgengni um auðlindina, rannsóknir, eftirlit, öryggi sjómanna, markaði, ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar, þjónustu, hvalveiðar, aflagjald og stuðningsyfirlýsingu við Grímsey.

Ljósmynd/Hafþór Hreiðarsson

Margir gáfust upp

Þorlákur segir að um þessar mundir gangi ýmislegt í haginn í smábátaútgerðinni en skuggi erfiðra ára hvíli yfir.

„Síðustu 2-3 ár hafa verið bullandi erfiðleikar í smábátaútgerðinni. Undanfarið hefur fiskverðið verið upp á við og það hjálpar okkur núna en það er ekki langt síðan þetta breyttist. Afkoman 2-3 ár þar á und- an var mjög léleg og veiðigjöld og aðrar álögur langt úr hófi.

Það fækkaði gríðarlega í hópi okkar á þessum erfiðu tímum og margir gáfust hreinlega upp. Margir eru enn mjög skuldsettir og velta fyrir sér að hætta. Sjálfur var ég eiginlega búinn að fá nóg af þessu í hittiðfyrra og það stóð ekki króna eftir þrátt fyrir mikla vinnu. Ég seldi frá mér stærsta partinn af heimildunum og dró saman seglin í útgerðinni.“

Þorlákur segir að að strandveiðiflotinn sé nánast allur innan vébanda Landssambandsins. Í þeim veiðum hafi orðið viðsnúningur síðasta sumar, en 2018 hafi margir gefist upp á að róa því ekkert hafi verið upp úr því að hafa.

„Varðandi strandveiðarnar þurfa ráðamenn að hafa í huga að Ísland er stórt land þar sem áherslur eru mismunandi á milli landshluta og ofboðslega misjöfn veiði eftir árstímum. Innan vébanda Landssambandsins er fjölbreyttur hópur útgerða og hagsmunir geta verið ólíkir og strandveiðarnar lúta oft öðrum lögmálum en aðrar veiðar.“

Ýsan getur verið brellin

Þorlákur hefur í um tvo áratugi gert út frá Grindavík og verið skipstjóri á eigin báti. Hann segir að á þeim tíma hafi margt breyst. Bátur hans ber nafnið Guðmundur á Hópi GK og er 15 tonna línubátur með beitingarvél um borð. Í áhöfn eru fjórir og segist Þorlákur nánast vera hættur að sækja sjóinn sjálfur. Nú er kvótinn tæplega um 50 tonn og hann segir að þeir hafi enn ekki farið í róður á fiskveiðiárinu.

Ljósmynd/Guðmundur Rúnar Guðmundsson

„Þá kemur að öðru vandamáli í útgerðinni og það er ýsan, sem er bæði brellin og óútreiknanleg,“ segir Þorlákur. „Þrátt fyrir skerðingu á ýsukvóta er ýsa um allan sjó og við verðum fljótir að klára ýsukvótann. Þá er veiðum sjálfhætt því ekki er nokkur leið að fá leigðar heimildir. Það er allt frosið í augnablikinu og menn vita hreinlega ekki hvers vegna framboðið er ekkert. Ég held að það séu margir bátar sem fá ekki ýsuheimildir til sín til þess að geta róið þó svo að þeir eigi nóg af þorski. Við erum á þessum báti og okkur liggur ekkert á meðan við getum ekki veitt ýsuna, en kannski förum við í nokkra róðra fyrir áramót.“

Átta manns í harðfiskverkun

Þorlákur er framkvæmdastjóri og eigandi Stjörnufisks í Grindavík, en það fyrirtæki á um þriggja áratuga sögu. Þorlákur keypti fyrirtækið fyrir um þremur árum og fyrir tveimur árum keypti hann einnig Hvammsfisk í Hrísey. Nú starfa átta manns hjá Stjörnufiski og segir Þorlákur að reksturinn gangi vel. Auk innanlandsmarkaðar selur fyrirtækið harðfisk til Færeyja og seldi á tímabili einnig harðfisk til Noregs, en hráefnisskortur hamli frekari útflutningi. Hann segist ekki nota fisk af eigin báti í harðfiskinn heldur kaupi hann fisk á mörkuðum, yfirleitt smærri fisk sem henti vel í verkunina.

Ólíklegt er að verkefnaskortur muni hrjá Þorlák á næstunni. „Ég reikna með að verða meira og minna í fullu starfi sem formaður hjá Landssambandinu næsta árið og er með góðan mann með mér í harðfisknum. Nú er ég að skipuleggja og samræma vinnsluna í Stjörnufiski, útgerðina og formennskuna og sé ekki annað en að þetta gangi vel upp,“ segir Þorlákur.

Viðtalið birtist fyrst í 200mílum 31. október.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.9.24 502,01 kr/kg
Þorskur, slægður 20.9.24 465,37 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.9.24 133,93 kr/kg
Ýsa, slægð 19.9.24 249,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 255,01 kr/kg
Ufsi, slægður 19.9.24 322,53 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 19.9.24 305,83 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.9.24 Emilý SU 157 Handfæri
Ufsi 208 kg
Þorskur 82 kg
Samtals 290 kg
20.9.24 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Bf B 1.206 kg
Samtals 1.206 kg
20.9.24 Sæþór EA 101 Þorskfisknet
Þorskur 1.318 kg
Ýsa 384 kg
Ufsi 113 kg
Skarkoli 10 kg
Steinbítur 3 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.829 kg
20.9.24 Gunnþór ÞH 75 Þorskfisknet
Þorskur 803 kg
Ufsi 81 kg
Karfi 21 kg
Hlýri 4 kg
Samtals 909 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.9.24 502,01 kr/kg
Þorskur, slægður 20.9.24 465,37 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.9.24 133,93 kr/kg
Ýsa, slægð 19.9.24 249,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 255,01 kr/kg
Ufsi, slægður 19.9.24 322,53 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 19.9.24 305,83 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.9.24 Emilý SU 157 Handfæri
Ufsi 208 kg
Þorskur 82 kg
Samtals 290 kg
20.9.24 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Bf B 1.206 kg
Samtals 1.206 kg
20.9.24 Sæþór EA 101 Þorskfisknet
Þorskur 1.318 kg
Ýsa 384 kg
Ufsi 113 kg
Skarkoli 10 kg
Steinbítur 3 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.829 kg
20.9.24 Gunnþór ÞH 75 Þorskfisknet
Þorskur 803 kg
Ufsi 81 kg
Karfi 21 kg
Hlýri 4 kg
Samtals 909 kg

Skoða allar landanir »