Rafrænt eftirlit ekki fullkomin lausn

Málstofan um rafrænt eftirlit vakti töluverða athygli á sjávarútvegsráðstefnunni í …
Málstofan um rafrænt eftirlit vakti töluverða athygli á sjávarútvegsráðstefnunni í dag. Þar var rætt um kosti og galla slíks fyrirkomulags. mbl.is/Gunnlaugur

Erfiðlega hefur gengið að skrásetja raunverulegt umfang brottkasts, að því er fram kom í máli Jónasar R. Viðarsonar, faglegs leiðtoga á sviði rannsókna og nýsköpun hjá Matís. En hann var einn frummælenda á málstofu um rafvætt eftirlits með fiskveiðum á sjávarútvegsráðstefnunni sem haldin er í Hörpu í dag og á morgun.

Rafrænt eftirlit snýr að því að komið verði upp myndavélum, gps tækjum og nemum sem geta fylgst með veiðum og brottkasti til þess að efla eftirlit til muna. Benti Jónas á að að kostnaður við rafrænt eftirlit er mun minna en ella. Til mynda hafa rannsóknir sýnt að kostnaður við eftirlit með 100% af fiskiflota gæti kostað 102 til 247% meira sé það framkvæmt með eftirlitsmönnum í stað rafræns búnaðar.

Sjávarútvegsráðstefnan 2019 er vel sótt og sást það við setningu …
Sjávarútvegsráðstefnan 2019 er vel sótt og sást það við setningu hennar í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þá hefur um 1.200 kerfum verið komið upp á heimsvísu til þessa. Flest þeirra eru í Bandaríkjunum og eru þau yfir fimm hundruð þar í landi. Þá hefur mælst verulegur ábati af rafrænu eftirliti, að sögn Jónasar.

Hann sagði helstu kosti slíkra kerfa vera að þau geta veitt eftirlit á öllum bátum og skipum sem stunda veiðar. Einnig sé eftirlitið tengt staðsetningarbúnaði sem getur kortlagt nákvæmlega hvar atvik eiga sér stað auk þess sem eftirlitsbúnaðurinn sé ávallt hlutlaus í störfum.

Hins vegar getur slíkur búnaður ekki greint innihald í maga fisks eða aðra þætti sem hægt er að skoða þegar mannshendur eru annars vegar, útskýrði Jónas og benti á að ávallt mun þurfa fólk til þess að meta gögnin sem búnaðurinn býr til. Þá þarfnast slíkt eftirlit talsvert tæknilegt utanumhald auk þess sem það þurfi talsverða fjárfestingu í upphafi. Að lokum benti hann á að einnig sé álitamál hvort rafrænt eftirlit uppfylli persónuverndarkröfur.

Myndgreiningartækni gerir mistök

Tölvur eru mjög góðar til þess að greina mynstur en gervigreind getur einnig átt í erfiðleikum við að greina myndefni með nægilega mikilli nákvæmni, sagði Leifur Magnússon, sviðsstjóri upplýsingatækni hjá Fiskistofu, í erindi sínu.

Þá spurði hann hvort það væri ekki óskandi að gervigreind gæti komið auga á brottkast, slökkt á vél bátar og hringt í Landhelgisgæsluna, en svaraði sjálfur að vandinn felst í að myndgreiningartækni gervigreindar geri enn mörg mistök auk þess sem myndgæði getur orðið erfitt viðfangsefni á sjó.

Leifur útilokaði þó ekki að við ákveðnar aðstæður getur slík tækni hentað vel. „En eins og staða tækninnar er nú mun hún ekki getað komið í stað eftirliti manna,“ sagði hann og benti meðal annars á að myndavélar geta átt erfitt með að greina vigt á grundvelli mynda auk tegunda.

Árangurinn háð tilgangi

Kristian S Plet-Hansen, hjá hafrannsóknastofnun Tækniháskóla Danmörku, kynnti á málstofunni rannsóknir og tilraunir gerðar hafa verið með rafvætt eftirlit fiskveiða í Danmörku, en fyrstu prófanir fóru fram árin 2008 til 2009. Fjallaði hann þó sérstaklega um reynslu áranna 2010 til 2016 þegar tóku 12 til 24 skip og bátar þátt á tímabilinu.

Í upphafi tók nokkurn tíma að vinna úr þeim gögnum sem bárust í gegnum kerfið þar sem þurfti mannsaugu til þess að mæla lengd og greina tegund. Hins vegar hafi farið að draga verulega úr þeim tíma sem hvert mál krafðist eftir hugbúnaðaruppfærslu, að sögn Plet-Hansen.

Þá benti hann á að sumar áætlanir gera ráð fyrir að það myndi kosta um 4,9 milljónir evra, jafnvirði 676 milljónir íslenskra króna, að koma fyrir búnaði í 400 skip eða báta. En eftir að honum væri komið fyrir gæti árlegur rekstrarkostnaður verið um 1,7 milljónir evra, jafnvirði 235 milljónir íslenskra króna. Sagði Plet-Hansen þennan kostnað mjög lítinn borin saman við kostnað sem sambærilegt eftirlit myndi kosta ef það yrði framkvæmt af fólki.

Árangurinn og þar af leiðandi hagkvæmnin sem felst í rafrænu eftirliti er háð því hvert markmið þess er, að sögn Plet-Hansen sem vísaði til þess að veiðifæri, hvort færiband sé til staðar eða ekki og tegundir sem veiddar hefur allt áhrif á hver afköst búnaðarins er.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.9.24 561,08 kr/kg
Þorskur, slægður 18.9.24 601,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.9.24 242,37 kr/kg
Ýsa, slægð 18.9.24 294,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.9.24 220,11 kr/kg
Ufsi, slægður 18.9.24 284,94 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 18.9.24 275,93 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.9.24 Langvía ÍS 416 Sjóstöng
Þorskur 146 kg
Samtals 146 kg
19.9.24 Skinney SF 20 Botnvarpa
Þorskur 23.867 kg
Samtals 23.867 kg
19.9.24 Gulltoppur GK 24 Landbeitt lína
Ýsa 315 kg
Þorskur 82 kg
Steinbítur 15 kg
Samtals 412 kg
19.9.24 Harðbakur EA 3 Botnvarpa
Ýsa 13.490 kg
Þorskur 5.608 kg
Steinbítur 666 kg
Karfi 512 kg
Samtals 20.276 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.9.24 561,08 kr/kg
Þorskur, slægður 18.9.24 601,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.9.24 242,37 kr/kg
Ýsa, slægð 18.9.24 294,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.9.24 220,11 kr/kg
Ufsi, slægður 18.9.24 284,94 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 18.9.24 275,93 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.9.24 Langvía ÍS 416 Sjóstöng
Þorskur 146 kg
Samtals 146 kg
19.9.24 Skinney SF 20 Botnvarpa
Þorskur 23.867 kg
Samtals 23.867 kg
19.9.24 Gulltoppur GK 24 Landbeitt lína
Ýsa 315 kg
Þorskur 82 kg
Steinbítur 15 kg
Samtals 412 kg
19.9.24 Harðbakur EA 3 Botnvarpa
Ýsa 13.490 kg
Þorskur 5.608 kg
Steinbítur 666 kg
Karfi 512 kg
Samtals 20.276 kg

Skoða allar landanir »