Fátítt að ríkisstofnun fækki svona mikið

Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunar.
Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Alls hafa fjórtán látið af störfum hjá Hafrannsóknarstofnun í dag. Tíu var sagt upp og fjórir úr yfirstjórninni sögðu upp.

Þetta staðfestir Sigurður Guðjónsson, forstjóri stofnunarinnar.

„Við buðum þeim að starfa áfram sem sérfræðingar en þau vildu fara. Það var svo sem alveg fullur skilningur á því,“ segir hann um þá sem sögðu upp. Þau tíu sem fengu uppsagnarbréfið störfuðu flest í stoðþjónustu en innan hennar er fjármálarekstur.

Spurður út í ástæðurnar fyrir uppsögnunum og skipulagsbreytingunum segir Sigurður að Hafró vilji gera yfirstjórnina skilvirkari og hagkvæmari. Flutningur stofnunarinnar í Hafnarfjörð strax eftir áramót spilar einnig inn í en þar fer starfsemin öll á einn stað. Við það þurfi færra fólk vegna aukinnar hagkvæmni. Nýtt móttökukerfi tengt nýja húsinu fækkar einnig störfum.

Skip Hafrannsóknarstofnunar, Árni Friðriksson RE, í Reykjavíkurhöfn.
Skip Hafrannsóknarstofnunar, Árni Friðriksson RE, í Reykjavíkurhöfn. mbl.is/Sigurður Bogi

Rannsóknarstarfinu hlíft

Að sögn Sigurðar er rannsóknarstarfinu að meginleyti hlíft í þessum aðgerðum, enda hafi stjórnvöld talað um að efla bæði haf-, og umhverfisrannsóknir. Það hafi þau að nokkru leyti staðið við. Aðspurður segir hann aðgerðirnar ekki veikja stofnunina að verulegu marki. „Það sleppur til en við vildum ekki tálga okkur meira.“

Tæplega 200 manns starfa hjá Hafrannsóknarstofnun. Sigurður nefnir að það sé fátítt að ríkisstofnun fækki starfsmönnum svona mikið en tekur fram að Hafró sé stór stofnun og talan hlutfallslega ekki mjög há. „Þetta er búinn að vera erfiður dagur og það er alltaf erfitt að segja upp fólki og kveðja gott samstarfsfólk,“ bætir hann við.

Eins og mbl.is hefur áður greint frá verður umhverfissviðið lagt niður. Starfsemin hættir þó ekki heldur verður hún „samþætt enn betur með líffræðinni og fiskifræðinni þannig að það verði gott streymi þar á milli,“ að sögn Sigurðar.

Í stað sviðs sem kallast uppsjávarlífríki tekur við uppsjávarsvið og flytjast þangað inn umhverfisrannsóknir ásamt efna- og eðlisfræði. Nýr sviðsstjóri verður ráðinn þangað í stað Þorsteins Sigurðssonar sem var á meðal þeirra sem sögðu upp í dag.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 9.9.20 961,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 29.9.20 457,69 kr/kg
Þorskur, slægður 29.9.20 376,55 kr/kg
Ýsa, óslægð 29.9.20 309,16 kr/kg
Ýsa, slægð 29.9.20 305,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 29.9.20 153,64 kr/kg
Ufsi, slægður 29.9.20 148,50 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.20 192,00 kr/kg
Gullkarfi 29.9.20 261,62 kr/kg
Litli karfi 19.8.20 16,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.9.20 Rifsari SH-070 Dragnót
Þorskur 8.755 kg
Skarkoli 4.311 kg
Sandkoli 52 kg
Ýsa 6 kg
Steinbítur 5 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 3 kg
Samtals 13.132 kg
29.9.20 Sandfell SU-075 Lína
Þorskur 1.374 kg
Keila 221 kg
Hlýri 177 kg
Karfi / Gullkarfi 162 kg
Steinbítur 29 kg
Ýsa 28 kg
Ufsi 15 kg
Samtals 2.006 kg
29.9.20 Esjar SH-075 Handfæri
Skarkoli 3.226 kg
Ýsa 1.472 kg
Þorskur 1.120 kg
Steinbítur 423 kg
Sandkoli 290 kg
Lúða 61 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 14 kg
Samtals 6.606 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 9.9.20 961,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 29.9.20 457,69 kr/kg
Þorskur, slægður 29.9.20 376,55 kr/kg
Ýsa, óslægð 29.9.20 309,16 kr/kg
Ýsa, slægð 29.9.20 305,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 29.9.20 153,64 kr/kg
Ufsi, slægður 29.9.20 148,50 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.20 192,00 kr/kg
Gullkarfi 29.9.20 261,62 kr/kg
Litli karfi 19.8.20 16,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.9.20 Rifsari SH-070 Dragnót
Þorskur 8.755 kg
Skarkoli 4.311 kg
Sandkoli 52 kg
Ýsa 6 kg
Steinbítur 5 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 3 kg
Samtals 13.132 kg
29.9.20 Sandfell SU-075 Lína
Þorskur 1.374 kg
Keila 221 kg
Hlýri 177 kg
Karfi / Gullkarfi 162 kg
Steinbítur 29 kg
Ýsa 28 kg
Ufsi 15 kg
Samtals 2.006 kg
29.9.20 Esjar SH-075 Handfæri
Skarkoli 3.226 kg
Ýsa 1.472 kg
Þorskur 1.120 kg
Steinbítur 423 kg
Sandkoli 290 kg
Lúða 61 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 14 kg
Samtals 6.606 kg

Skoða allar landanir »