Össur leiðir þróunarferli nýrra báta

Bylting í siglingum er handan við hornið
Bylting í siglingum er handan við hornið mbl.is/RAX

Skipasmíðafyrirtækið Rafnar í Kópavogi þróar núna stærri báta en það hefur áður fjöldaframleitt, bæði 14 metra og 17 metra langa. Eru bátarnir meðal annars hugsaðir með þarfir Slysavarnafélagsins Landsbjargar í huga.

Össur Kristinsson stoðtækjafræðingur leiðir nú bátahönnun hjá Rafnari, fyrirtækinu sem hann stofnaði árið 2005. Bátarnir sem um ræðir eru nýir og stærri bátar sem hugsaðir eru með þarfir Slysavarnafélagsins Landsbjargar í huga. Hingað til hefur fyrirtækið þróað og selt báta sem eru 8,5 metra og 11 metra langir, og komu fyrst á markaðinn árið 2015, en þessi nýi bátur verður 14 metra langur. 8,5 metra og 11 metra bátarnir voru báðir hannaðir í nánu samstarfi við Landhelgisgæslu Íslands og Landsbjörg.

Tölvugerð mynd af nýja fjórtán metra langa bátnum frá Rafnari …
Tölvugerð mynd af nýja fjórtán metra langa bátnum frá Rafnari í litum íslensku Landhelgisgæslunnar. Teikning/Rafnar

Byltingarkennd þróun

Haukur Alfreðsson.
Haukur Alfreðsson.

Tilgangurinn með stofnun Rafnars á sínum tíma var að þróa, framleiða og selja nýja byltingarkennda gerð báta. Um er að ræða nýja hönnun á skrokklagi hraðskreiðra báta og smærri skipa sem dregur verulega úr höggum þegar bátnum er siglt við aðstæður sem alla jafna væru taldar erfiðar eða ófærar fyrir báta með hefðbundnu skrokklagi. Haukur Alfreðsson framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir í samtali við 200 mílur að samanburðarprófanir hafi til dæmis sýnt að skrokklagið dragi allt að 95% úr höggum, bátarnir séu hagkvæmir, minnki orkuþörf og eldsneytiseyðslu. Eins og Haukur bendir á hafa bátarnir hlotið fjölda viðurkenninga vegna sinna sérstöku eiginleika og mikillar sjóhæfni.

Hann segir að unnið hafi verið markvisst að því með Landsbjörg að þróa nýja 14 metra bátinn með þessu nýja skrokklagi og í samræmi við þarfir Slysavarnafélagsins.

Segir hann að til standi á næstu árum að endurnýja allan bátaflota Landsbjargar, en félagið rekur á annan tug björgunarskipa hringinn í kringum landið. Sem dæmi segir Haukur að björgunarskipið Ásgrímur í Reykjavík sé núna um 40 ára gamalt skip en við komuna hingað til lands var skipið þá þegar nálægt því tuttugu ára gamalt. „Þetta eru góð skip, en þau eru barn síns tíma,“ segir Haukur. „Þau eru hæggeng og eiga til að þyngjast með aldri- num.“

Stóri bróðir á teikniborðinu

Aðspurður segir Haukur að ekki sé kominn á bindandi samningur við Landsbjörg um kaupin á bátunum. Landsbjörg skoði einnig skip frá öðrum framleiðendum en bátar Rafnars komi vonandi sterklega til greina til að taka við af núverandi bátaflota, enda sé um að ræða íslenska hönnun og framleiðslu.

Haukur segir að byggt sé á 8,5 og 11 metra bátunum við hönnun á 14 metra bátunum fyrir Landsbjörg, en þeir séu skalaðir upp og lagaðir að þörfum Slysavarnafélagsins. „Við keyrum þrívíddarlíkan af bátnum í sífellu í fullkomnu hermilíkani og þannig náum við sífellt betri árangri hvað varðar, eiginleika og orkuþörf bátanna, til dæmis.“

Aðspurður segir Haukur að nýi báturinn verði sá stærsti sem fyrirtækið hefur sett í fjöldaframleiðslu. „Við höfum áður sérsmíðað einn bát sem er 15 metra langur. Svo erum við með stóra bróður á teikniborðinu, 17 metra langan bát, en í honum geta verið rúmgóðar káetur, þannig að skipverjar geta búið um borð.“

Bátar Rafnars þykja byltingarkenndir, en skrokklagið hefur sérstaka eiginleika og …
Bátar Rafnars þykja byltingarkenndir, en skrokklagið hefur sérstaka eiginleika og mikla sjóhæfni. Teikning/Rafnar

Eins og sagt var frá í Morgunblaðinu í nóvember sl. seldi fyrirtækið nýlega 10 báta af gerðinni Rafnar 1100, sem eru 11 metra langir bátar, til grísku strandgæslunnar og samtaka grískra skipaeigenda. Byrjað verður að afhenda þá báta á næsta ári að sögn Hauks. Þá er Landhelgisgæsla Íslands með bæði 8,5 metra bát og 11 metra bát í notkun. Ennfremur er Hjálparsveit skáta í Kópavogi með 11 metra bát í notkun og sömuleiðis Björgunarsveitin Geisli á Fáskrúðsfirði með einn 11 metra bát. Þá hafa nokkrir bátar Rafnars verið seldir til einkaaðila, t.d. í Norður-Skotlandi og víðar um heiminn. Báturinn í Skotlandi hefur reynst sérstaklega vel, að sögn Hauks. Hann hefur það verkefni meðal annars að ferja fólk á milli skoskrar eyjar og meginlandsins.

Ísland verði vöruþróunarmiðstöð

Næsta ár lítur nokkuð vel út hjá Rafnari að sögn Hauks. „Við erum bjartsýn fyrir komandi ár. Auk sölunnar til Grikklands finnum við fyrir töluverðum áhuga á 14 metra bátnum. Þá má nefna að hafin er smíði á 8,5 metra bátum í Bretlandi, sem þýðir að við erum komin með framleiðslu í gang á tveimur stöðum utan Íslands. Við hugsum Ísland sem vöruþróunarmiðstöð og verðum með framleiðslu hér á landi fyrir heimamarkaðinn og nágrenni. Það er mjög mikilvægt að halda framleiðslu hér á landi og þannig halda áfram þróun bátanna í samræmi við kröfur markaðarins. Einnig er mikilvægt að þróa hagkvæmar framleiðsluaðferðir, eiga þátt í uppbyggingu þekkingariðnaðar auk þess að sinna þjónustu við núverandi eigendur Rafnars báta.“

Geinin var fyrst birt í 200 mílum, sérblaði Morgunblaðsins um sjávarútvegsmál, 20. desember.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.9.24 606,32 kr/kg
Þorskur, slægður 19.9.24 383,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.9.24 279,12 kr/kg
Ýsa, slægð 19.9.24 249,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 253,40 kr/kg
Ufsi, slægður 19.9.24 322,53 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 19.9.24 329,86 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.9.24 Jökull ÞH 299 Grálúðunet
Þorskur 24.903 kg
Grálúða 229 kg
Samtals 25.132 kg
19.9.24 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 1.689 kg
Þorskur 1.181 kg
Keila 277 kg
Steinbítur 18 kg
Ufsi 15 kg
Karfi 8 kg
Samtals 3.188 kg
19.9.24 Hrönn NS 50 Handfæri
Ufsi 12 kg
Samtals 12 kg
19.9.24 Margrét GK 33 Lína
Ýsa 4.669 kg
Þorskur 1.953 kg
Steinbítur 300 kg
Keila 30 kg
Langa 14 kg
Karfi 5 kg
Samtals 6.971 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.9.24 606,32 kr/kg
Þorskur, slægður 19.9.24 383,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.9.24 279,12 kr/kg
Ýsa, slægð 19.9.24 249,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 253,40 kr/kg
Ufsi, slægður 19.9.24 322,53 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 19.9.24 329,86 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.9.24 Jökull ÞH 299 Grálúðunet
Þorskur 24.903 kg
Grálúða 229 kg
Samtals 25.132 kg
19.9.24 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 1.689 kg
Þorskur 1.181 kg
Keila 277 kg
Steinbítur 18 kg
Ufsi 15 kg
Karfi 8 kg
Samtals 3.188 kg
19.9.24 Hrönn NS 50 Handfæri
Ufsi 12 kg
Samtals 12 kg
19.9.24 Margrét GK 33 Lína
Ýsa 4.669 kg
Þorskur 1.953 kg
Steinbítur 300 kg
Keila 30 kg
Langa 14 kg
Karfi 5 kg
Samtals 6.971 kg

Skoða allar landanir »