Glórulaust tíðarfar

Stefán Guðmundsson segir grásleppuveiðarnar ganga vel þegar veður leyfir.
Stefán Guðmundsson segir grásleppuveiðarnar ganga vel þegar veður leyfir. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Mjög góð grásleppuveiði hefur verið hjá áhöfninni á Aþenu ÞH þegar veður leyfir, segir Stefán Guðmundsson, sem gerir bátinn út, í samtali við 200 mílur. En Aþena kom til hafnar á dögunum með um 6,25 tonn af grásleppu sem fékkst í 13 sex neta trossur. Þá var landað 3,3 tonnum á miðvikudag og 2,5 tonnum í dag.

„Maður hefur nú sjaldan lent í öðru eins tíðarfari og búið er að vera hjá okkur frá því að við lögðum 19. mars. Það er búið að vera í einu orði sagt glórulaust. En maður hefur verið að reyna að gera það sem hægt er,“ segir Stefán.

Um veiðarnar segir hann: „Það hefur gengið vel þegar hægt er að sinna þessu og það er búið að vera þannig síðustu tíu til fimmtán ár að fyrstu tvær vikurnar eru skarpastar. Og svo hefur dregið aðeins úr þessu, en vonandi er þetta eitthvað sem endist lengur og fleiri geta notið. Það eru fleiri bátar tilbúnir að fara frá Húsavík, en menn hafa verið að bíða eftir heppilegri veðurskilyrðum.“

Aþena ÞH kemur með fullfermi af grásleppuveiðum á þriðjudag.
Aþena ÞH kemur með fullfermi af grásleppuveiðum á þriðjudag. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson
mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 9.9.20 961,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 23.11.20 356,06 kr/kg
Þorskur, slægður 23.11.20 328,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.11.20 278,14 kr/kg
Ýsa, slægð 23.11.20 253,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.11.20 141,51 kr/kg
Ufsi, slægður 23.11.20 146,24 kr/kg
Djúpkarfi 10.11.20 209,00 kr/kg
Gullkarfi 23.11.20 171,53 kr/kg
Litli karfi 27.10.20 0,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.11.20 Onni HU-036 Dragnót
Skarkoli 598 kg
Þorskur 268 kg
Samtals 866 kg
23.11.20 Þura AK-079 Landbeitt lína
Ýsa 390 kg
Þorskur 385 kg
Samtals 775 kg
23.11.20 Sæli BA-333 Lína
Langa 313 kg
Þorskur 86 kg
Karfi / Gullkarfi 27 kg
Samtals 426 kg
23.11.20 Sjöfn SH-707 Plógur
Ígulker 3.610 kg
Samtals 3.610 kg
23.11.20 Bára SH-027 Plógur
Pílormur 1.462 kg
Samtals 1.462 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 9.9.20 961,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 23.11.20 356,06 kr/kg
Þorskur, slægður 23.11.20 328,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.11.20 278,14 kr/kg
Ýsa, slægð 23.11.20 253,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.11.20 141,51 kr/kg
Ufsi, slægður 23.11.20 146,24 kr/kg
Djúpkarfi 10.11.20 209,00 kr/kg
Gullkarfi 23.11.20 171,53 kr/kg
Litli karfi 27.10.20 0,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.11.20 Onni HU-036 Dragnót
Skarkoli 598 kg
Þorskur 268 kg
Samtals 866 kg
23.11.20 Þura AK-079 Landbeitt lína
Ýsa 390 kg
Þorskur 385 kg
Samtals 775 kg
23.11.20 Sæli BA-333 Lína
Langa 313 kg
Þorskur 86 kg
Karfi / Gullkarfi 27 kg
Samtals 426 kg
23.11.20 Sjöfn SH-707 Plógur
Ígulker 3.610 kg
Samtals 3.610 kg
23.11.20 Bára SH-027 Plógur
Pílormur 1.462 kg
Samtals 1.462 kg

Skoða allar landanir »