Fiskistofa kann að beita refsiákvæði í fyrsta sinn

Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir, starfandi fiskistofustjóri, segir myndavélakerfi og dróna við …
Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir, starfandi fiskistofustjóri, segir myndavélakerfi og dróna við eftirlitið gæti aukið skilvirkni en lagaheimildir vantar. mbl.is/Árni Sæberg

Fiskistofa hefur þurft að gera breytingar á eftirliti með veiðum vegna kórónuveirunnar. Að nota myndavélakerfi og dróna við eftirlitið gæti aukið skilvirkni en lagaheimildir vantar til að virkja megi möguleika tækninnar. Nýtt forrit er komið í loftið sem færir afladagbókina yfir í snjallsímann.

Kórónuveirufaraldurinn hefur óneitanlega flækt störf Fiskistofu og hefur t.d. þurft að gera hlé á eftirliti á sjó til að draga úr smithættu. „Við sinnum eftirlitinu í góðu samráði við greinina og eins og gefur að skilja er ekki ráðlegt um þessar mundir að eftirlitsmenn séu á ferð á milli skipa. Sama gildir um eftirlit með fiskvinnslum; að við förum ekki þangað inn nema brýna nauðsyn beri til. Ástandið hefur kallað á það að forgangsraða í eftirlitinu og leita nýrra leiða, og getum við t.d. enn sinnt eftirliti með löndun með eðlilegum hætti og notað langdræga sjónauka til að vakta grásleppuveiðar, auk þess að engin röskun verður á rafrænu eftirliti sem byggir á þeim gögnum sem okkur berast víða að úr greininni,“ segir Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir, starfandi fiskistofustjóri, og bætir við að mikill samhugur ríki á meðal starfsmanna á þessum erfiðu tímum.

Svipta leyfi vegna vigtarmismunar

Miklu skiptir að eftirlit með nýtingu auðlindanna í hafinu raskist sem minnst enda verulegir hagsmunir í húfi fyrir þjóðarbúið auk þess sem mikilvægt er að allir sitji við sama borð og fylgi sömu reglum. Þannig hefur Fiskistofa á undanförnum árum lagt sérstaka áherslu á að vakta vigtarmismun við löndun og hafa úttektir leitt í ljós að töluverður munur getur verið á uppgefnu ísmagni með lönduðum fiski eftir því hvort eftirlitsmaður er á staðnum eður ei.

Segir Áslaug að í sumum tilvikum sé grunur um að ísmagnið sé mun minna en gefið er upp við löndun, og geti munurinn í verstu tilfellum jafnvel verið 10 prósentustig við yfirstöður eftirlitsmanna. Ný og betri kælitækni minnkar svigrúmið fyrir svindl af þessu tagi en útrýmir því ekki með öllu. Ef aflinn er ofurkældur er ísprósentan á bilinu 1,4 til 3,5% og frávikin því augljósari ef reynt er að láta líta út fyrir að meira sé af ís og minna af fiski í þeim körum sem er landað.

Áslaug segir Fiskistofu m.a. hafa farið þá leið að birta opinberlega tölur um misræmi í uppgefnu og mældu ísmagni enda hafi slíkur sýnileiki fælingarmátt og skapi aðhald innan greinarinnar að gagnsæi sé um uppgefna ísprósentu. Þá er von á því að stofnunin muni bráðum í fyrsta sinn beita refsiákvæði sem leitt var í lög árið 2017 og heimilar sviptingu vigtunarleyfis ef það gerist ítrekað að eftirlit leiðir í ljós mun á uppgefinni og raunverulegri ísprósentu. „Getur stofnunin svipt vigtunarleyfishafa leyfi í skemmri eða lengri tíma. Núna er fyrsta slíka málið í ferli innan Fiskistofu og horfur á að gripið verði til sviptingar út af svona hegðun,“ útskýrir Áslaug en það fer eftir eðli brotsins hvort sviptingin varir í nokkrar vikur eða allt upp í eitt ár.

Myndavélar gætu bætt eftirlitið

Fiskistofa leitar sífellt leiða til að bæta eftirlit með veiðum og um leið gera eftirlitið skilvirkara. Áslaug segir miklar vonir bundnar við myndavélaeftirlit í framtíðinni. „Gæti verið mjög gagnlegt að nota dróna t.d. til að vakta veiðar á grunnslóð, sem og til að hafa betra eftirlit með löndun enda hægt að sjá mun betur yfir hafnarsvæðið með dróna og erfiðara að fela ólöglega iðju fyrir eftirlitsmanni.“

Bendir Áslaug líka á að myndgreiningartækni verði sífellt fullkomnari og gæti í framtíðinni verið mögulegt að t.d. greina upptökur úr skipum með sjálfvirkum hætti til að koma auga á brottkast. Segir hún að mikið gagn gæti verið að því að stunda myndavélaeftirlit um borð í stærstu skipunum, en það strandi á því að lagaheimild skorti. „Myndavélar eru nú þegar um borð í flestum þessum stóru skipum og yrði myndavélaeftirlit Fiskistofu aldrei á öðrum svæðum en þar sem sjómennirnir vinna sína vinnu.“

Skila skýrslu með nokkrum smellum

Þá er núna verið að taka stórt skref í að bæta upplýsingaöflun með nýju snjallforriti. Ný reglugerð skyldar sjómenn til að skila aflaupplýsingum með rafrænum hæti og hefur Fiskistofa, í samvinnu við Hafrannsóknastofnun og hugbúnaðarfyrirtækið Stokk, smíðað forrit sem gerir skipstjórum mögulegt að senda þessi gögn með snjallsímanum sínum. Afladagbók í síma virkar þannig að aðeins þarf að vera í síma- eða netsambandi við upphaf og lok veiðiferðar en forritið skráir sjálfkrafa staðsetningu bátsins við veiðar á meðan skipstjórinn skráir aflann, og ástand hans, auk meðafla. Auk þess að bæta upplýsingagjöf til stofnunarinnar á snjallsímaforritið að vera vinnusparandi fyrir útgerðir og gefa þeim betri yfirsýn.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.9.24 604,89 kr/kg
Þorskur, slægður 19.9.24 383,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.9.24 279,74 kr/kg
Ýsa, slægð 19.9.24 249,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 257,32 kr/kg
Ufsi, slægður 19.9.24 322,53 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 19.9.24 329,89 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.9.24 Ísak AK 67 Þorskfisknet
Þorskur 6.437 kg
Skarkoli 67 kg
Ýsa 13 kg
Samtals 6.517 kg
19.9.24 Haförn ÞH 26 Dragnót
Skarkoli 4.384 kg
Sandkoli 501 kg
Ýsa 484 kg
Þorskur 479 kg
Steinbítur 56 kg
Karfi 6 kg
Hlýri 3 kg
Samtals 5.913 kg
19.9.24 Sólrún EA 151 Lína
Ýsa 2.267 kg
Þorskur 1.847 kg
Hlýri 57 kg
Steinbítur 6 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 4.178 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.9.24 604,89 kr/kg
Þorskur, slægður 19.9.24 383,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.9.24 279,74 kr/kg
Ýsa, slægð 19.9.24 249,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 257,32 kr/kg
Ufsi, slægður 19.9.24 322,53 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 19.9.24 329,89 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.9.24 Ísak AK 67 Þorskfisknet
Þorskur 6.437 kg
Skarkoli 67 kg
Ýsa 13 kg
Samtals 6.517 kg
19.9.24 Haförn ÞH 26 Dragnót
Skarkoli 4.384 kg
Sandkoli 501 kg
Ýsa 484 kg
Þorskur 479 kg
Steinbítur 56 kg
Karfi 6 kg
Hlýri 3 kg
Samtals 5.913 kg
19.9.24 Sólrún EA 151 Lína
Ýsa 2.267 kg
Þorskur 1.847 kg
Hlýri 57 kg
Steinbítur 6 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 4.178 kg

Skoða allar landanir »