Hefja sjálfstæða rannsókn á Brimi

Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Brims á Fiskvinnslunni Kambi og Grábrók …
Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Brims á Fiskvinnslunni Kambi og Grábrók og hyggst hefja sjálfstæða rannsókn á því hvort stofnast hafi til yfirráða Útgerðarfélags Reykjavíkur hf. og tengdra aðila í Brimi hf. mbl.is/​Hari

Samkeppniseftirlitið hefur tilkynnt Brim að það muni ekki gera athugasemdir við kaup félagsins á tveimur félögum í Hafnarfirði og ákveður að hefja aðra rannsókn vegna félagsins er snýr að yfirráðum fyrrverandi forstjóra og tengdum aðilum yfir félaginu.

Í tilkynningu sem Brim hf. sendi frá sér í gærkvöldi kemur fram að Samkeppniseftirlitið „teldi ekki ástæðu til að aðhafast frekar“ vegna kaupa félagsins á Fiskvinnslunni Kambi hf. og Grábrók ehf. Þar með eru allir fyrirvarar vegna kaupanna fallnir niður og verða þessi viðskipti kláruð samkvæmt samningum þar um, að því er fram kemur í tilkynningu frá Brim.

Þann 21. október 2019 tilkynnti Brim að félagið hafði gert samning um kaup á tveimur fyrirtækjum í Hafnarfirði, Fiskvinnslunni Kambi hf. og útgerðarfélaginu Grábrók ehf. Heildarupphæð kaupanna nam rétt rúmum þremur milljörðum króna, 2,3 milljörðum fyrir Kamb og 772 milljónum fyrir Grábrók. Aðaleigandi félaganna tveggja var Hjálmar Kristjánsson bróðir Guðmundar Kristjánssonar, þáverandi forstjóra Brims.

Samkvæmt samningunum sem gerðir voru átti að greiða að hluta fyrir Kamb með hlutabréfum í Brimi hf. sem voru í eigu félagsins og nema um 1% af heildarhlutafé Brims að verðmæti um 835 milljónum króna. Voru viðskiptin háð samþykkt Samkeppniseftirlitsins sem nú virðist liggja fyrir.

Í kjölfar samninganna, 16. desember, var kauphöllinni tilkynnt að Guðmundur hefði selt 30 milljónir hluti í Brim fyrir rúman milljarð og að hann og Hjálmar hefðu slitið viðskiptatengsl sín. Var þá sagt frá því að Útgerðarfélag Reykjavíkur (sem er að mestu í eigu Guðmundar), Guðmundur og fjárhagslega tengdir aðilar hafi átt 44,73% í Brimi.

Hefja annað mál

Fram kom í annarri tilkynningu frá Brim sem barst í gærkvöldi að félaginu hafi einnig verið tilkynnt að Samkeppniseftirlitið hyggst hefja sjálfstæða rannsókn á því hvort stofnast hafi til yfirráða Útgerðarfélags Reykjavíkur hf. og tengdra aðila í Brimi hf. vegna tiltekinna viðskipta Útgerðarfélags Reykjavíkur hf. og tengdra aðila á árinu 2019 með eignarhluti í Brimi hf., sem að mati Samkeppniseftirlitsins voru til þess fallin að hafa áhrif á mat á yfirráðum í félaginu í skilningi samkeppnislaga.

Ekki eru tilgreind nákvæmlega hvaða viðskipti sé átt við, en fram kemur að Samkeppniseftirlitið ætlar að taka afstöðu til þess hvort að við mögulega myndun yfirráða í Brimi hafi verið framkvæmdur samruni af hálfu aðila í andstöðu við ákvæði samkeppnislaga.

Í síðustu viku tilkynnti Brim að Guðmundur myndi láta af störfum sem forstjóri Brims, en myndi halda áfram í stjórn félagsins. Sama dag var einnig sagt frá því að Útgerðarfélag Reykjavíkur hafi selt 0,8% hlut í Brim fyrir 600 milljónir króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.9.24 561,35 kr/kg
Þorskur, slægður 18.9.24 601,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.9.24 245,22 kr/kg
Ýsa, slægð 18.9.24 294,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.9.24 221,87 kr/kg
Ufsi, slægður 18.9.24 284,94 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 18.9.24 275,09 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.9.24 Geir ÞH 150 Dragnót
Ýsa 20.939 kg
Skarkoli 505 kg
Þorskur 191 kg
Steinbítur 30 kg
Samtals 21.665 kg
18.9.24 Bárður SH 81 Dragnót
Ýsa 4.702 kg
Þorskur 3.032 kg
Langlúra 147 kg
Ufsi 60 kg
Karfi 44 kg
Sandkoli 41 kg
Samtals 8.026 kg
18.9.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Þorskur 4.556 kg
Skarkoli 2.602 kg
Ýsa 2.186 kg
Steinbítur 196 kg
Sandkoli 95 kg
Samtals 9.635 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.9.24 561,35 kr/kg
Þorskur, slægður 18.9.24 601,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.9.24 245,22 kr/kg
Ýsa, slægð 18.9.24 294,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.9.24 221,87 kr/kg
Ufsi, slægður 18.9.24 284,94 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 18.9.24 275,09 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.9.24 Geir ÞH 150 Dragnót
Ýsa 20.939 kg
Skarkoli 505 kg
Þorskur 191 kg
Steinbítur 30 kg
Samtals 21.665 kg
18.9.24 Bárður SH 81 Dragnót
Ýsa 4.702 kg
Þorskur 3.032 kg
Langlúra 147 kg
Ufsi 60 kg
Karfi 44 kg
Sandkoli 41 kg
Samtals 8.026 kg
18.9.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Þorskur 4.556 kg
Skarkoli 2.602 kg
Ýsa 2.186 kg
Steinbítur 196 kg
Sandkoli 95 kg
Samtals 9.635 kg

Skoða allar landanir »