341 milljónar hagnaður Arnarlax

Arnarlax skilaði ágætum hagnaði á síðasta ári, en laxadauði og …
Arnarlax skilaði ágætum hagnaði á síðasta ári, en laxadauði og kórónuveirufaraldurinn eru talin hafa áhrif á lausafjárstöðu félagsins. mbl.is/Helgi Bjarnason

Hagnaður fiskeldisfyrirtækisins Arnarlax ehf. á árinu 2019 nam 2,1 milljónum evra, jafnvirði 341 milljónar íslenskra króna, að því er fram kemur í ársuppgjöri félagsins. Um er að ræða verulegan viðsnúning í rekstrinum þar sem niðurstaða ársins 2018 var neikvæð um 15,9 milljónir evra, jafnvirði 2,5 milljarða króna.

Tekjur af sölu afurða námu 63,2 milljónum evra í fyrra, jafnvirði 10 milljarða króna, en var 42 milljónir evra árið á undan og hefur salan því aukist um 50,6% milli ára. Launakostnaður nam 9,7 milljónum evra árið 2019, jafnvirði 1,5 milljarða króna, en var 8,3 milljónir evra árið 2018.

Eignir Arnarlax við árslok 2019 eru metnar á tæpar 123,5 milljónir evra, andvirði 19,6 milljarða króna, og skuldir tæpar 63 milljónir evra, andvirði tæplega 10 milljarða króna.

Áhrif á lausafjárstöðu

Fram kemur á ársskýrslu félagsins að mikill laxadauði í Hringsdal hafi komið til vegna veðurskilyrða og að kostnaður við að draga úr laxadauða í sjókvíum Arnarlax mun nema 700 til 800 þúsund evrur, jafnviðri 111 til 127 milljóna króna, á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Gert er ráð fyrir að tryggingar munu greiða um 500 þúsund evrur af þessum kostnaði, jafnvirði tæplega 80 milljónir króna.

Þá segir að á þeim tíma sem slátrun átti sér stað í Hringsdal voru markaðsaðstæður góðar og verð hátt. „Heildaráhrif af [laxa]dauðanum höfðu því minni áhrif á rekstur en upphaflega var áætlað.“

Talið er að áhrif kórónuveirufaraldursins hafi byrjað að sjást í byrjun mars á þessu ári, samkvæmt ársskýrslunni. „Flutningskostnaður hækkaði, flutningsleiðir eru takmarkaðar og markaðsverð féll. Einnig var gripið til aðgerða til þess að draga úr hættu á dauða á einum af okkar stöðum, Eyri, með því að slátra meira frá þeim stað en upphaflega var gert ráð fyrir.“

Áhrif kórónuveirunnar og laxadauðinn eru þættir sem munu hafa áhrif á lausafjárstöðu og lánalínur Arnarlax á næstu mánuðum, að því er segir í ársskýrslunni. Þá er talið að allir gildandi samningar um lánalínur munu haldast óbreyttir.

Handbært fé við árslok 2019 nam 1,7 milljónum evra, jafnvirði rúmlega 270 milljóna króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg

Skoða allar landanir »