Verð sjávarafurða í sögulegu hámarki

Útflutningsverðmæti þorsks jókst um 5% þrátt fyrir að útflutt magn …
Útflutningsverðmæti þorsks jókst um 5% þrátt fyrir að útflutt magn hafi aðeins aukist um 0,1%. mbl.is/Sigurður Bogi

„Verð íslenskra sjávarafurða mælt í erlendri mynt hefur verið í hækkunarfasa undanfarin misseri. Verðið hélt áfram að hækka á fyrsta ársfjórðungi þessa árs og hefur hækkað samfleytt 10 fjórðunga í röð,“ segir í nýrri Hagsjá Landsbankans. Þar segir að verð hafi lækkað síðast milli annars og þriðja ársfjórðungs 2017.

Verðhækkunin á fyrsta ársfjórðungi nam 0,7% miðað við fjórða fjórðung síðasta árs. Verð sjávarafurða í erlendri mynt er því nú í sögulegu hámarki.

Mun minna magn

Fram kemur að útflutningur á sjávarafurðum nam 63,9 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi borið saman við 66,5 milljarða króna á sama tímabili í fyrra, á föstu gengi. Samdrátturinn var því 2,7 milljarðar eða 4%.

Helsta skýringin á samdrættinum er að útflutningsverðmæti loðnu dróst saman um 2,2 milljarða króna, eða um 76%, milli ára. Samdrátturinn verður þrátt fyrir að loðnubrestur sé nú annað árið í röð sökum þess að í fyrra voru til meiri birgðir af loðnuafurðum frá fyrra ári. „Birgðirnar eru mun minni nú og útflutningur þess vegna minni en í fyrra.“

Útflutningur á síld dróst saman um 1,2 milljarða eða um þriðjung og má nær eingöngu skýra með minni útflutningi í tonnum talið. Einnig dróst saman útflutningur á ýsu og nam samdrátturinn um 1,1 milljarði króna, en útflutningsverðmætið var tæplega 19% minna milli ára þrátt fyrir að útflutt magn drægist saman um fjórðung.

„Mesta verðmætaaukningin var í útflutningi á þorski og jókst útflutningur um 1,8 milljarða eða 5% þrátt fyrir að útflutt magn hafi aðeins aukist um 0,1%.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 2.7.20 308,10 kr/kg
Þorskur, slægður 2.7.20 318,55 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.7.20 441,42 kr/kg
Ýsa, slægð 2.7.20 287,77 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.7.20 60,81 kr/kg
Ufsi, slægður 2.7.20 88,57 kr/kg
Djúpkarfi 24.6.20 34,00 kr/kg
Gullkarfi 2.7.20 138,63 kr/kg
Litli karfi 15.6.20 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 29.6.20 79,33 kr/kg

Fleiri tegundir »

3.7.20 Bobby 15 ÍS-375 Sjóstöng
Steinbítur 218 kg
Þorskur 34 kg
Ýsa 6 kg
Samtals 258 kg
3.7.20 Hanna SH-028 Grásleppunet
Grásleppa 1.125 kg
Samtals 1.125 kg
3.7.20 Arelí SF-110 Handfæri
Þorskur 531 kg
Ufsi 80 kg
Samtals 611 kg
3.7.20 Bobby 6 ÍS-366 Sjóstöng
Þorskur 82 kg
Samtals 82 kg
3.7.20 Bobby 10 ÍS-370 Sjóstöng
Þorskur 176 kg
Samtals 176 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 2.7.20 308,10 kr/kg
Þorskur, slægður 2.7.20 318,55 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.7.20 441,42 kr/kg
Ýsa, slægð 2.7.20 287,77 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.7.20 60,81 kr/kg
Ufsi, slægður 2.7.20 88,57 kr/kg
Djúpkarfi 24.6.20 34,00 kr/kg
Gullkarfi 2.7.20 138,63 kr/kg
Litli karfi 15.6.20 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 29.6.20 79,33 kr/kg

Fleiri tegundir »

3.7.20 Bobby 15 ÍS-375 Sjóstöng
Steinbítur 218 kg
Þorskur 34 kg
Ýsa 6 kg
Samtals 258 kg
3.7.20 Hanna SH-028 Grásleppunet
Grásleppa 1.125 kg
Samtals 1.125 kg
3.7.20 Arelí SF-110 Handfæri
Þorskur 531 kg
Ufsi 80 kg
Samtals 611 kg
3.7.20 Bobby 6 ÍS-366 Sjóstöng
Þorskur 82 kg
Samtals 82 kg
3.7.20 Bobby 10 ÍS-370 Sjóstöng
Þorskur 176 kg
Samtals 176 kg

Skoða allar landanir »