Fengu humar í flestar gildrur

Klemens Sigurðsson skipstjóri fyrr í dag með gildru og humar.
Klemens Sigurðsson skipstjóri fyrr í dag með gildru og humar. mbl.is/Alfons Finnsson

Humarafli sunnudagsins á Breiðafirði var framar vonum, að sögn skipstjóra sem stundar gildruveiðar á humri í tilraunaskyni. 

„Við fengum humar í flestar gildrur, í nokkrum var ekkert en afli dagsins var í heildina langt framar vonum. Við fengum alla vega staðfest að það er talsvert af humri á þessum slóðum en auðvitað er óvarlegt að draga víðtækar ályktanir af því sem kom upp í dag. Við freistum gæfunnar víðar á næstu vikum til að átta okkur á því hvar humar er að finna og í miklum mæli,“ segir Klemens Sigurðsson, skipstjóri á Ingu P SH-423, í frétt á vef Vinnslustöðvarinnar.

Klemens stundar í tilraunaskyni gildruveiðar á humri á Breiðafirði á vegum Vinnslustöðvarinnar. 

Aflinn fékkst á hundrað faðma dýpi

Í fyrri viku voru um 70 gildrur lagðar lagðar norður af Bárðargrunni með 15 faðma millibili og beitt var með síld af Færeyjamiðum. Ekkert var að finna í gildrunum þegar þeirra var vitjað nema slatta af beitukóngum og nokkrar rækjur.

„Næst var gildrunum sökkt í sjó vestur af Öndverðarnesi, vestasta tanga Snæfellsness. Þar fékkst afli dagsins á um hundrað faðma dýpi eftir að gildrurnar höfðu legið á botninum í tvær nætur. Góður millihumar og upp úr en nær ekkert af smáum humri“, segir í frétt Vinnslustöðvarinnar.

„Við þreifum okkur áfram og lærum smám saman. Það er gaman að taka þátt í svona tilraunastarfsemi og æfingar við að leggja gildrur og draga þær. Eftir einn mánuð eða svo höfum við náð betri tökum á hlutunum og græjað aðstöðuna um borð.

Við höfum orðið varir við humar á Breiðafirði síðustu tíu til tólf árin og í frekar í vaxandi mæli en hitt, finnst mér. Á áratugum áður veit ég ekki til þess að humars hafi orðið vart þarna. Skýringin á breytingunni getur verið hlýsjávarskeið undanfarin áratug eða svo. Nú virðist sjórinn vera að kólna á ný, hvaða áhrif sem það sem kann að hafa,“ segir Klemens.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 12.9.22 1.117,11 kr/kg
Þorskur, óslægður 9.12.22 431,98 kr/kg
Þorskur, slægður 9.12.22 395,87 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.12.22 297,81 kr/kg
Ýsa, slægð 9.12.22 219,13 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.12.22 267,19 kr/kg
Ufsi, slægður 9.12.22 276,52 kr/kg
Djúpkarfi 23.11.22 248,00 kr/kg
Gullkarfi 9.12.22 252,76 kr/kg
Litli karfi 9.12.22 0,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.12.22 Bárður SH-081 Dragnót
Skarkoli 1.019 kg
Ýsa 353 kg
Þorskur 182 kg
Steinbítur 7 kg
Samtals 1.561 kg
9.12.22 Þorleifur EA-088 Þorskfisknet
Ufsi 3.085 kg
Þorskur 530 kg
Ýsa 267 kg
Hámeri 152 kg
Samtals 4.034 kg
9.12.22 Fjóla SH-007 Plógur
Ígulker Breiðafj innri B 432 kg
Samtals 432 kg
9.12.22 Sjöfn SH-004 Plógur
Ígulker Breiðafj innri B 994 kg
Samtals 994 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 12.9.22 1.117,11 kr/kg
Þorskur, óslægður 9.12.22 431,98 kr/kg
Þorskur, slægður 9.12.22 395,87 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.12.22 297,81 kr/kg
Ýsa, slægð 9.12.22 219,13 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.12.22 267,19 kr/kg
Ufsi, slægður 9.12.22 276,52 kr/kg
Djúpkarfi 23.11.22 248,00 kr/kg
Gullkarfi 9.12.22 252,76 kr/kg
Litli karfi 9.12.22 0,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.12.22 Bárður SH-081 Dragnót
Skarkoli 1.019 kg
Ýsa 353 kg
Þorskur 182 kg
Steinbítur 7 kg
Samtals 1.561 kg
9.12.22 Þorleifur EA-088 Þorskfisknet
Ufsi 3.085 kg
Þorskur 530 kg
Ýsa 267 kg
Hámeri 152 kg
Samtals 4.034 kg
9.12.22 Fjóla SH-007 Plógur
Ígulker Breiðafj innri B 432 kg
Samtals 432 kg
9.12.22 Sjöfn SH-004 Plógur
Ígulker Breiðafj innri B 994 kg
Samtals 994 kg

Skoða allar landanir »

Loka