Fjárfesting Samherja í Helguvík óráðin

Jón Kjartan Jónsson, framkvæmdastjóri fiskeldis Samherja, segir hugsanleg áform um …
Jón Kjartan Jónsson, framkvæmdastjóri fiskeldis Samherja, segir hugsanleg áform um landeldi í Helguvík aðeins til skoðunar á þessu stigi. Skapti Hallgrímsson

„Við erum búin að undirrita viljayfirlýsingu um kaup á eignum Norðuráls og við erum með þetta í frumathugun til að kanna möguleikana. Við erum að ræða við bæjaryfirvöld og skoða forsendur fyrir uppbyggingu,“ segir Jón Kjartan Jónsson, framkvæmdastjóri Samherja fiskeldis, í samtali við 200 mílur um hugsanlega uppbyggingu laxeldisstöðvar á landi á lóð Norðuráls í Helguvík.

Þá hafa átt fulltrúar Samherja fiskeldis átt fund með bæjarstjórum Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar vegna málsins.

Spurður um hversu stóra fjárfestingu sé að ræða ef af áformunum verður, svarar Jón Kjartan að það sé erfitt að greina frá á þessu stigi. „Það veltir á mörgum forsendum varðandi möguleikana. Það eru grunnforsendurnar sem ráða stærðinni af fjárfestingunni.“ Hann segir enga endanlega ákvörðun vera tekna um uppbyggingu eldisstöðvarinnar og í ítrekar að þetta sé aðeins til skoðunar.

Byggingar sem áttu að hýsa álver kunna að verða notaðar …
Byggingar sem áttu að hýsa álver kunna að verða notaðar í landeldi. mbl.is/Golli

„Við ætlum að skoða þetta á næstu vikum,“ útskýrir Jón Kjartan og bætir við að gert sé ráð fyrir að athuguninni verði lokið fyrir áramót.

Í tilkynningu sem Samherja sendir í dag er bent á að Samherji fiskeldi er þegar með eldisstöð á Stað við Grindavík og eldisstöð á Vatnsleysuströnd auk sláturhús og vinnslu í Sandgerði. Þá hafi fiskeldi fyrirtækisins einkum verið á landi og sérstaklaga verið lögð áhersla á framleiðslu bleikju en Samherji fiskeldi er stærsti framleiðandi bleikju í heiminum með tæplega 3.800 tonn árlega, en framleiðir einungis 1.500 tonn af laxi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 426,40 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,86 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,25 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 114,63 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 163,11 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Gunnþór ÞH 75 Grásleppunet
Þorskur 133 kg
Ufsi 19 kg
Samtals 152 kg
26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 266 kg
Steinbítur 10 kg
Þorskur 6 kg
Skarkoli 3 kg
Samtals 285 kg
26.4.24 Goði SU 62 Grásleppunet
Grásleppa 594 kg
Samtals 594 kg
26.4.24 Jón Hildiberg RE 60 Grásleppunet
Grásleppa 713 kg
Þorskur 47 kg
Steinbítur 2 kg
Sandkoli 1 kg
Samtals 763 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 426,40 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,86 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,25 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 114,63 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 163,11 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Gunnþór ÞH 75 Grásleppunet
Þorskur 133 kg
Ufsi 19 kg
Samtals 152 kg
26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 266 kg
Steinbítur 10 kg
Þorskur 6 kg
Skarkoli 3 kg
Samtals 285 kg
26.4.24 Goði SU 62 Grásleppunet
Grásleppa 594 kg
Samtals 594 kg
26.4.24 Jón Hildiberg RE 60 Grásleppunet
Grásleppa 713 kg
Þorskur 47 kg
Steinbítur 2 kg
Sandkoli 1 kg
Samtals 763 kg

Skoða allar landanir »