Markaðsverð Brims 14% yfir nýju verðmati

Brim er metið á 75,3 milljarða króna en skráð markaðsverð …
Brim er metið á 75,3 milljarða króna en skráð markaðsverð í kauphöllinni er 85,9 milljarðar. Greiningarfyrirtæki telur helstu ástæðuna vera að aflaheimildir séu bókfærðar of hátt. mbl.is/Hari

Greiningarfyrirtækið Jakobsson Capital metur virði sjávarútvegsfyrirtækisins Brims á 75,3 milljarða króna. Þetta kemur fram í verðmati sem JC sendi frá sér 7. október síðastliðinn. Núverandi markaðsvirði fyrirtækisins er hins vegar 85,9 milljarðar króna og því er það 14% yfir metnu virði félagsins í fyrrnefndri greiningu.

Þegar verðmatið var gefið út var verðmatið hins vegar um 6% lægra en markaðsvirðið á þeim tíma. Í greiningunni er talsvert fjallað um þær miklu breytingar sem hafa orðið á starfsemi Brims á undanförnum misserum, m.a. þær sem tengjast kaupum á sölufélögum erlendis og mikilli fjárfestingu í Grænlandi gegnum kaup á Arctic Prime Fisheries. Bendir höfundur greiningarinnar á að oft sé „erfitt að komast yfir ársreikninga og engar rekstraráætlanir eða vísbendingar um væntingar stjórnenda um tekjur og rekstrarhagnað.“

Hátt bókfærðar aflaheimildir

Það sem helst hefur áhrif á verðmatið er sú skoðun höfundar að íslenskar aflaheimildir séu afar hátt bókfærðar, og að verð þeirra sé „langtum hærra en ávöxtun vænts sjóðstreymis“.

Jakobsson Capital bendir á að mikil óvissa sé samfara rekstri sjávarútvegsfyrirtækja um þessar mundir, fiskisjúkdómar, sveiflur í ástandi fiskistofna, pólitísk umræða um veiðigjöld og nýtingu sjávarafurða, auk óvissu vegna gengissveiflna og sveiflna í olíuverði geri fjárfestingu í sjávarútvegi áhættusama. Bendir höfundur verðmatsins m.a. á að ef EBITDA-hlutfall fyrirtækisins hækkar um 10% miðað við fyrirliggjandi rekstraráætlun hækki verðmatsgengi úr 39,8 í 50,4. Með sama hætti gætu versnandi rekstrarskilyrði, t.d. vegna kórónuveirunnar, fært verðmatsgengið niður í 29,2.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.9.24 561,35 kr/kg
Þorskur, slægður 18.9.24 601,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.9.24 245,22 kr/kg
Ýsa, slægð 18.9.24 294,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.9.24 221,87 kr/kg
Ufsi, slægður 18.9.24 284,94 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 18.9.24 275,09 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.9.24 Sigrún EA 52 Handfæri
Þorskur 417 kg
Ufsi 275 kg
Karfi 24 kg
Samtals 716 kg
18.9.24 Vésteinn GK 88 Lína
Karfi 309 kg
Keila 292 kg
Hlýri 205 kg
Þorskur 162 kg
Ufsi 21 kg
Steinbítur 9 kg
Samtals 998 kg
18.9.24 Auður Vésteins SU 88 Lína
Keila 207 kg
Hlýri 189 kg
Karfi 137 kg
Þorskur 83 kg
Ufsi 8 kg
Steinbítur 5 kg
Samtals 629 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.9.24 561,35 kr/kg
Þorskur, slægður 18.9.24 601,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.9.24 245,22 kr/kg
Ýsa, slægð 18.9.24 294,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.9.24 221,87 kr/kg
Ufsi, slægður 18.9.24 284,94 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 18.9.24 275,09 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.9.24 Sigrún EA 52 Handfæri
Þorskur 417 kg
Ufsi 275 kg
Karfi 24 kg
Samtals 716 kg
18.9.24 Vésteinn GK 88 Lína
Karfi 309 kg
Keila 292 kg
Hlýri 205 kg
Þorskur 162 kg
Ufsi 21 kg
Steinbítur 9 kg
Samtals 998 kg
18.9.24 Auður Vésteins SU 88 Lína
Keila 207 kg
Hlýri 189 kg
Karfi 137 kg
Þorskur 83 kg
Ufsi 8 kg
Steinbítur 5 kg
Samtals 629 kg

Skoða allar landanir »