Markaðsverð Brims 14% yfir nýju verðmati

Brim er metið á 75,3 milljarða króna en skráð markaðsverð …
Brim er metið á 75,3 milljarða króna en skráð markaðsverð í kauphöllinni er 85,9 milljarðar. Greiningarfyrirtæki telur helstu ástæðuna vera að aflaheimildir séu bókfærðar of hátt. mbl.is/Hari

Greiningarfyrirtækið Jakobsson Capital metur virði sjávarútvegsfyrirtækisins Brims á 75,3 milljarða króna. Þetta kemur fram í verðmati sem JC sendi frá sér 7. október síðastliðinn. Núverandi markaðsvirði fyrirtækisins er hins vegar 85,9 milljarðar króna og því er það 14% yfir metnu virði félagsins í fyrrnefndri greiningu.

Þegar verðmatið var gefið út var verðmatið hins vegar um 6% lægra en markaðsvirðið á þeim tíma. Í greiningunni er talsvert fjallað um þær miklu breytingar sem hafa orðið á starfsemi Brims á undanförnum misserum, m.a. þær sem tengjast kaupum á sölufélögum erlendis og mikilli fjárfestingu í Grænlandi gegnum kaup á Arctic Prime Fisheries. Bendir höfundur greiningarinnar á að oft sé „erfitt að komast yfir ársreikninga og engar rekstraráætlanir eða vísbendingar um væntingar stjórnenda um tekjur og rekstrarhagnað.“

Hátt bókfærðar aflaheimildir

Það sem helst hefur áhrif á verðmatið er sú skoðun höfundar að íslenskar aflaheimildir séu afar hátt bókfærðar, og að verð þeirra sé „langtum hærra en ávöxtun vænts sjóðstreymis“.

Jakobsson Capital bendir á að mikil óvissa sé samfara rekstri sjávarútvegsfyrirtækja um þessar mundir, fiskisjúkdómar, sveiflur í ástandi fiskistofna, pólitísk umræða um veiðigjöld og nýtingu sjávarafurða, auk óvissu vegna gengissveiflna og sveiflna í olíuverði geri fjárfestingu í sjávarútvegi áhættusama. Bendir höfundur verðmatsins m.a. á að ef EBITDA-hlutfall fyrirtækisins hækkar um 10% miðað við fyrirliggjandi rekstraráætlun hækki verðmatsgengi úr 39,8 í 50,4. Með sama hætti gætu versnandi rekstrarskilyrði, t.d. vegna kórónuveirunnar, fært verðmatsgengið niður í 29,2.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 9.9.20 961,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 21.10.20 344,85 kr/kg
Þorskur, slægður 21.10.20 351,53 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.10.20 282,79 kr/kg
Ýsa, slægð 21.10.20 282,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.10.20 118,08 kr/kg
Ufsi, slægður 21.10.20 128,74 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.20 192,00 kr/kg
Gullkarfi 21.10.20 191,82 kr/kg
Litli karfi 15.10.20 0,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.10.20 Arney HU-203 Lína
Ýsa 5.249 kg
Þorskur 4.496 kg
Keila 95 kg
Hlýri 84 kg
Langa 29 kg
Steinbítur 26 kg
Karfi / Gullkarfi 25 kg
Samtals 10.004 kg
21.10.20 Von ÍS-213 Lína
Þorskur 4.836 kg
Ýsa 2.904 kg
Keila 134 kg
Langa 81 kg
Hlýri 53 kg
Karfi / Gullkarfi 47 kg
Steinbítur 30 kg
Samtals 8.085 kg
21.10.20 Sæli BA-333 Lína
Keila 221 kg
Þorskur 99 kg
Steinbítur 77 kg
Karfi / Gullkarfi 43 kg
Samtals 440 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 9.9.20 961,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 21.10.20 344,85 kr/kg
Þorskur, slægður 21.10.20 351,53 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.10.20 282,79 kr/kg
Ýsa, slægð 21.10.20 282,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.10.20 118,08 kr/kg
Ufsi, slægður 21.10.20 128,74 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.20 192,00 kr/kg
Gullkarfi 21.10.20 191,82 kr/kg
Litli karfi 15.10.20 0,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.10.20 Arney HU-203 Lína
Ýsa 5.249 kg
Þorskur 4.496 kg
Keila 95 kg
Hlýri 84 kg
Langa 29 kg
Steinbítur 26 kg
Karfi / Gullkarfi 25 kg
Samtals 10.004 kg
21.10.20 Von ÍS-213 Lína
Þorskur 4.836 kg
Ýsa 2.904 kg
Keila 134 kg
Langa 81 kg
Hlýri 53 kg
Karfi / Gullkarfi 47 kg
Steinbítur 30 kg
Samtals 8.085 kg
21.10.20 Sæli BA-333 Lína
Keila 221 kg
Þorskur 99 kg
Steinbítur 77 kg
Karfi / Gullkarfi 43 kg
Samtals 440 kg

Skoða allar landanir »