Þorlákur úr formannsstól eftir eitt ár í embætti

Formaður Landssambands smábátaeigenda, Þorlákur Halldórsson, hefur ákveðið að sækjast ekki …
Formaður Landssambands smábátaeigenda, Þorlákur Halldórsson, hefur ákveðið að sækjast ekki eftir endurkjöri á aðalfundi félagsins. mbl.is/Sigurður Bogi

Fyrri hluti aðalfundar Landssambands smábátaeigenda var haldinn í gær. Um óhefðbundinn fund með fjarfundabúnaði var að ræða og aðeins hluti hefðbundinna aðalfundarstarfa á dagskrá. Fundinum verður lokið þegar aðstæður leyfa.

Þorlákur Halldórsson, formaður sambandsins, sagði meðal annars í ræðu sinni að mikil hætta steðji að fiskveiðum þar sem hætta er á að sjávarspendýr verði meðafli. Benti hann á að Bandaríkin hyggjast banna innflutning fiskafurða frá 1. janúar 2022 frá ríkjum þar sem slíkar veiðar eru stundaðar, en hámarksfjöldi sela sem leyfilegur meðafli hér við Íslandi eru 40 dýr.

Vegna þessa eru grásleppuveiðar og aðrar netaveiðar í uppnámi, að mati Þorláks sem telur einu leiðina framhjá banninu vera að gera netaveiðar óheimilar.

Tveir frambjóðendur

Tveir hafa boðið sig fram til formanns, en Þorlákur hefur ákveðið að láta af störfum eftir eitt ár á formannsstóli.

Arthur Bogason, sem var formaður LS í tæplega 30 ár til 2013 og er heiðursfélagi sambandsins, gefur kost á sér nýjan leik. Einnig býður Gunnar Ingiberg Guðmundsson sig fram. Hann á og rekur bát í strandveiðikerfinu og stundar nám við tölvunarfræðideild HR. Hann var í öðru sæti á lista Pírata í kosningunum 2016 og sat um tíma sem varamaður á Alþingi veturinn 2016 til 2017.

Frambjóðendurnir Arthur Bogason og Gunnar Ingiberg Guðmundsson.
Frambjóðendurnir Arthur Bogason og Gunnar Ingiberg Guðmundsson. Samsett mynd

Gagnrýndi stjórnvöld

Í skýrslu sinni gagnrýndi Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambandsins, sjávarútvegsráðherra, fyrir viðbrögð hans í upphafi kórónuveirufaraldursins. Óskað var eftir aukningu geymsluheimilda milli fiskveiðiára og að 12 daga til strandveiða í hverjum mánuði væri hægt að yfirfæra milli mánaða. „Viðbrögð sjávarútvegsráðherra við umleitunum LS gáfu til kynna að hann væri ekki í startholum Usains Bolts til að hlaupa með keflið inn á ríkisstjórnarfund til að fá heimild til lagabreytinga eða hann sjálfur að munda pennann til breytinga á reglugerðum. Aldeilis ekki.“

Örn gagnrýndi stöðvun grásleppuveiða síðasta vor áður en hluti leyfishafa hafði byrjað veiðar. Hann sagði að Landssambandið hefði fengið álitsgerð lögmanns um málið. Þá sagði Örn að hrun hefði orðið á verði á frosinni grásleppu.

Frumvarp um kvótasetningu grásleppu kallaði Örn „annað ófriðarbál í boði sjávarútvegsráðherra“. Hann sagði það verða verkefni síðari hluta aðalfundar LS að finna farsælustu niðurstöðuna í þessu erfiða máli.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 9.9.20 961,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 27.10.20 455,78 kr/kg
Þorskur, slægður 27.10.20 401,17 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.10.20 331,06 kr/kg
Ýsa, slægð 27.10.20 285,08 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.10.20 170,63 kr/kg
Ufsi, slægður 27.10.20 152,64 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.20 192,00 kr/kg
Gullkarfi 27.10.20 177,75 kr/kg
Litli karfi 27.10.20 0,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.10.20 Sandfell SU-075 Lína
Þorskur 1.199 kg
Ýsa 422 kg
Hlýri 363 kg
Karfi / Gullkarfi 216 kg
Keila 214 kg
Samtals 2.414 kg
27.10.20 Esjar SH-075 Dragnót
Þorskur 1.724 kg
Ýsa 1.333 kg
Skarkoli 1.034 kg
Steinbítur 108 kg
Sandkoli 105 kg
Lúða 32 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 4 kg
Samtals 4.340 kg
27.10.20 Hafborg EA-152 Dragnót
Þorskur 22.896 kg
Skarkoli 1.279 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 7 kg
Steinbítur 5 kg
Samtals 24.187 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 9.9.20 961,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 27.10.20 455,78 kr/kg
Þorskur, slægður 27.10.20 401,17 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.10.20 331,06 kr/kg
Ýsa, slægð 27.10.20 285,08 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.10.20 170,63 kr/kg
Ufsi, slægður 27.10.20 152,64 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.20 192,00 kr/kg
Gullkarfi 27.10.20 177,75 kr/kg
Litli karfi 27.10.20 0,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.10.20 Sandfell SU-075 Lína
Þorskur 1.199 kg
Ýsa 422 kg
Hlýri 363 kg
Karfi / Gullkarfi 216 kg
Keila 214 kg
Samtals 2.414 kg
27.10.20 Esjar SH-075 Dragnót
Þorskur 1.724 kg
Ýsa 1.333 kg
Skarkoli 1.034 kg
Steinbítur 108 kg
Sandkoli 105 kg
Lúða 32 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 4 kg
Samtals 4.340 kg
27.10.20 Hafborg EA-152 Dragnót
Þorskur 22.896 kg
Skarkoli 1.279 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 7 kg
Steinbítur 5 kg
Samtals 24.187 kg

Skoða allar landanir »