Verðmætustu afurðirnar fara til Frakklands

Frakkar kaupa verðmætasta Íslandsfiskinn.
Frakkar kaupa verðmætasta Íslandsfiskinn.

Þrátt fyrir kórónuveikifaraldur hefur orðið aukning á útflutningi þorskafurða til Frakklands fyrstu níu mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. Hvað verðmæti áhrærir hefur Frakkland verið á toppnum frá árinu 2017 þegar franski markaðurinn tók fram úr þeim breska, samkvæmt upplýsingum frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS).

Staðan á útflutningi þorskafurða til Bretlands er nánast óbreytt í ár miðað við 2019. Samdráttur hefur orðið á útflutningi til Spánar og Bandaríkjanna, en nefna má að áfangastöðum fyrir flug frá Íslandi hefur fækkað í Bandaríkjunum samfara kórónuveirufaraldrinum.

Aukning hefur orðið á útflutningi til Portúgals. Fyrrnefnd fimm lönd kaupa mest af þorskafurðum héðan eða yfir 70% miðað við verðmæti. Bretar hafa verið stærsta viðskiptaþjóð Íslendinga með frystar afurðir, Frakkar með ferskar og Spánverjar og Portúgalar með saltaðar. Bandaríski markaðurinn er næststærsti markaður Íslendinga með ferskar afurðir.

Á fyrstu níu mánuðum ársins er útflutningsverðmæti sjávarafurða komið í 196 milljarða króna samanborið við um 192 milljarða á sama tíma í fyrra. Það er rétt rúmlega 2% aukning í krónum talið, en sú hækkun skrifast á lækkun á gengi krónunnar. Rúmlega 7% samdráttur mælist í útflutningsverðmætum sjávarafurða á tímabilinu í erlendri mynt, að því er fram kom í fréttabréfi SFS í vikunni.

Útflutningsverðmæti þorskafurða var komið í tæpa 98 milljarða á fyrstu níu mánuðum ársins. Það er um 4% aukning frá sama tímabili í fyrra, mælt í erlendri mynt. Verðmæti þorskafurða er þar með 50% af heildarverðmætum útfluttra sjávarafurða í ár, en nefna má að loðna hefur ekki verið veidd síðustu tvo vetur, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.9.24 561,35 kr/kg
Þorskur, slægður 18.9.24 601,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.9.24 245,22 kr/kg
Ýsa, slægð 18.9.24 294,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.9.24 221,87 kr/kg
Ufsi, slægður 18.9.24 284,94 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 18.9.24 275,09 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.9.24 Hópsnes GK 77 Línutrekt
Þorskur 156 kg
Ýsa 96 kg
Hlýri 57 kg
Steinbítur 23 kg
Keila 10 kg
Samtals 342 kg
18.9.24 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 4.401 kg
Ýsa 2.351 kg
Steinbítur 13 kg
Hlýri 3 kg
Samtals 6.768 kg
18.9.24 Óli Á Stað GK 99 Línutrekt
Þorskur 461 kg
Ýsa 181 kg
Steinbítur 37 kg
Hlýri 29 kg
Keila 8 kg
Samtals 716 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.9.24 561,35 kr/kg
Þorskur, slægður 18.9.24 601,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.9.24 245,22 kr/kg
Ýsa, slægð 18.9.24 294,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.9.24 221,87 kr/kg
Ufsi, slægður 18.9.24 284,94 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 18.9.24 275,09 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.9.24 Hópsnes GK 77 Línutrekt
Þorskur 156 kg
Ýsa 96 kg
Hlýri 57 kg
Steinbítur 23 kg
Keila 10 kg
Samtals 342 kg
18.9.24 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 4.401 kg
Ýsa 2.351 kg
Steinbítur 13 kg
Hlýri 3 kg
Samtals 6.768 kg
18.9.24 Óli Á Stað GK 99 Línutrekt
Þorskur 461 kg
Ýsa 181 kg
Steinbítur 37 kg
Hlýri 29 kg
Keila 8 kg
Samtals 716 kg

Skoða allar landanir »