Bretar endurheimta vald yfir veiðum í lögsögu sinni

Bresk yfirvöld munu frá áramótum ráða því hverjir fá heimild …
Bresk yfirvöld munu frá áramótum ráða því hverjir fá heimild til að veiða innan bresku lögsögunnar samkvæmt nýrri fiskveiðilöggjöf. Það hefur ekki evrið raunin frá 1973. AFP

Það dró heldur betur til tíðinda í sjávarútvegi Breta á mánudag en þá tókst að samþykkja í fyrsta sinn nýja lagasetningu um fiskveiðar í áratugi. Fram kemur á vef breska stjórnarráðsins að fiskveiðilöggjöfin (Fisheries Act 2020) veitir breskum yfirvöldum full yfirráð yfir fiskveiðum innan lögsögu ríkisins, en það hefur ekki verið raunin frá því að Bretland gekk í Evrópusambandið árið 1973.

Nýja fiskveiðilöggjöfin mun taka gildi frá og með fyrsta janúar 2021 en þá lýkur griðartíma úrsagnar Breta úr Evrópusambandinu. Þá veitir hún breska ríkinu heimild til að ákveða hverjir fá að stunda veiðar í breskri lögsögu og þar með verður slegið striki yfir rétt evrópskra skipa til veiða á bresku hafsvæði.

Bresk stjórnvöld segja sjálfbærni veiða í þágu sjómanna framtíðarinnar vera grundvallaratriði í löggjöfinni og hyggjast þau nú hefja vinnu við að þróa fiskveiðistjórnunarkerfi. „Heilbrigðir fiskstofnar með aukna nýtingarmöguleika sem skila sér með alþjóðlegum samningaviðræðum munu stuðla að hagvexti fyrir strandbyggðirnar,“ segir í tilkynningu breska stjórnarráðsins.

Victoria Prentis sjávarútvegsráðherra Bretlands.
Victoria Prentis sjávarútvegsráðherra Bretlands.

„Fiskveiðilögin marka enn einn mikilvægan áfanga á vegferð okkar sem sjálfstætt strandríki. Þetta þýðir að við getum sniðið stefnur okkar að þörfum breska iðnaðarins – tryggt sem besta nýtingu hafsvæða okkar í samræmi við þarfir lífríki hafsins,“ segir Victoria Prentis, sjávarútvegsráðherra Bretlands.

„Þetta er risastór stund fyrir breska sjávarútveginn. Þetta er fyrsta innlenda fiskveiðilöggjöfin í næstum 40 ár og við munum nú tryggja yfirráð yfir hafinu okkar upp í 200 sjómílur. […] Með því að bregðast skjótt við nýjustu vísindalegu ráðgjöf og þörfum sjávarútvegsins munum við tryggja blómstrandi framtíð fyrir sjávarbyggðirnar okkar,“ segir George Eustice, umhverfisráðherra Bretlands

George Eustice, umhverfisráðherra Bretlands.
George Eustice, umhverfisráðherra Bretlands. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.6.21 279,43 kr/kg
Þorskur, slægður 18.6.21 266,28 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.6.21 471,97 kr/kg
Ýsa, slægð 18.6.21 312,67 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.6.21 83,34 kr/kg
Ufsi, slægður 18.6.21 133,50 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.21 102,00 kr/kg
Gullkarfi 18.6.21 177,66 kr/kg
Litli karfi 15.6.21 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 10.6.21 334,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.6.21 Björt SH-202 Grásleppunet
Grásleppa 4.493 kg
Samtals 4.493 kg
20.6.21 Sunnutindur SU-095 Línutrekt
Þorskur 4.262 kg
Ýsa 185 kg
Keila 101 kg
Steinbítur 28 kg
Samtals 4.576 kg
20.6.21 Öðlingur SU-019 Línutrekt
Þorskur 3.622 kg
Ýsa 170 kg
Steinbítur 97 kg
Ufsi 41 kg
Keila 10 kg
Gullkarfi 5 kg
Samtals 3.945 kg
20.6.21 Gullhólmi SH-201 Lína
Hlýri 473 kg
Grálúða 147 kg
Gullkarfi 66 kg
Keila 58 kg
Þorskur 16 kg
Samtals 760 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.6.21 279,43 kr/kg
Þorskur, slægður 18.6.21 266,28 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.6.21 471,97 kr/kg
Ýsa, slægð 18.6.21 312,67 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.6.21 83,34 kr/kg
Ufsi, slægður 18.6.21 133,50 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.21 102,00 kr/kg
Gullkarfi 18.6.21 177,66 kr/kg
Litli karfi 15.6.21 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 10.6.21 334,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.6.21 Björt SH-202 Grásleppunet
Grásleppa 4.493 kg
Samtals 4.493 kg
20.6.21 Sunnutindur SU-095 Línutrekt
Þorskur 4.262 kg
Ýsa 185 kg
Keila 101 kg
Steinbítur 28 kg
Samtals 4.576 kg
20.6.21 Öðlingur SU-019 Línutrekt
Þorskur 3.622 kg
Ýsa 170 kg
Steinbítur 97 kg
Ufsi 41 kg
Keila 10 kg
Gullkarfi 5 kg
Samtals 3.945 kg
20.6.21 Gullhólmi SH-201 Lína
Hlýri 473 kg
Grálúða 147 kg
Gullkarfi 66 kg
Keila 58 kg
Þorskur 16 kg
Samtals 760 kg

Skoða allar landanir »