Baldvin tekur við útgerð Samherja í Evrópu

Baldvin Þorsteinsson mun taka við forystuhlutverki í Evrópuútgerð Samherja, þar …
Baldvin Þorsteinsson mun taka við forystuhlutverki í Evrópuútgerð Samherja, þar á meðal stöðu framkvæmdastjóra Deutsche Fischfang Union í Þýskalandi. Ljósmynd/Samherji

Ákveðið hefur verið að Baldvin Þorsteinsson leiði útgerðarstarfsemi Samherja í Evrópu. Hann tekur við af Haraldi Grétarssyni sem hefur starfað fyrir Samherja og tengd félög í tæplega þrjá áratugi.

Haraldur mun láta af stjórnunarstarfi sínu hjá Evrópuútgerð Samherja Holding ehf. í byrjun apríl en hann hefur starfað hjá Samherja og tengdum félögum frá 1992, að því er fram kemur á vef Samherja.

Þar segir að Baldvin taki við starfi Haraldar og mun hann vera með aðsetur í Hollandi. „Samhliða þessu verða gerðar eðlilegar skipulagsbreytingar á næstu misserum.“ Baldvin er einn aðaleigenda Samherja Íslands ehf. og sonur stofnenda samsteypunnar og forstjóra hennar, Þorsteins Más Baldvinssonar.

Haraldur, sem hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra Deutsche Fischfang Union (DFFU) í Cuxhaven og setið í stjórnum ýmissa félaga, mun til ársloka veita félögum Samherja ráðgjöf.

Hann hefur verið einn af burðarásum í rekstri Samherja Holding um langt skeið, að sögn Þorsteins Más Baldvinssonar. Haraldur hafi borið ábyrgð á Evrópuútgerð félagsins og um leið því flókna regluverki og þeim viðamiklu samskiptum sem fylgja sjávarútveginum í Evrópu.

Haraldur Grétarsson ásamt eiginkonu sinni Hörpu Ágústsdóttur.
Haraldur Grétarsson ásamt eiginkonu sinni Hörpu Ágústsdóttur. Ljósmynd/Samherji

„Þegar við fluttum til Skotlands í lok síðustu aldar og hófum að starfa fyrir Onward Fishing í Aberdeen þá óraði okkur ekki fyrir hvaða ferðalag við áttum fyrir höndum. Á þessu ferðalagi höfum við kynnst mörgu góðu fólki og mjög öflugum samstarfsmönnum sem hafa í sameiningu stuðlað að þeim frábæra árangri sem náðst hefur á þessum tíma. Fyrir það viljum við þakka og óska samstarfsfólki okkar alls hins besta um ókomna framtíð,“ er haft eftir Haraldi á vef Samherja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.9.24 606,43 kr/kg
Þorskur, slægður 19.9.24 383,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.9.24 279,39 kr/kg
Ýsa, slægð 19.9.24 249,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 253,40 kr/kg
Ufsi, slægður 19.9.24 322,53 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 19.9.24 329,86 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.9.24 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 5.743 kg
Ýsa 2.248 kg
Ufsi 59 kg
Steinbítur 50 kg
Hlýri 5 kg
Keila 3 kg
Karfi 3 kg
Samtals 8.111 kg
19.9.24 Natalia NS 90 Handfæri
Þorskur 54 kg
Samtals 54 kg
19.9.24 Patryk NS 27 Handfæri
Þorskur 107 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 112 kg
19.9.24 Óli Á Stað GK 99 Línutrekt
Þorskur 364 kg
Ýsa 288 kg
Steinbítur 5 kg
Ufsi 5 kg
Keila 4 kg
Hlýri 4 kg
Langa 1 kg
Samtals 671 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.9.24 606,43 kr/kg
Þorskur, slægður 19.9.24 383,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.9.24 279,39 kr/kg
Ýsa, slægð 19.9.24 249,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 253,40 kr/kg
Ufsi, slægður 19.9.24 322,53 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 19.9.24 329,86 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.9.24 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 5.743 kg
Ýsa 2.248 kg
Ufsi 59 kg
Steinbítur 50 kg
Hlýri 5 kg
Keila 3 kg
Karfi 3 kg
Samtals 8.111 kg
19.9.24 Natalia NS 90 Handfæri
Þorskur 54 kg
Samtals 54 kg
19.9.24 Patryk NS 27 Handfæri
Þorskur 107 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 112 kg
19.9.24 Óli Á Stað GK 99 Línutrekt
Þorskur 364 kg
Ýsa 288 kg
Steinbítur 5 kg
Ufsi 5 kg
Keila 4 kg
Hlýri 4 kg
Langa 1 kg
Samtals 671 kg

Skoða allar landanir »