Lægra verð fyrir fiskimjöl án vottana

Fiskimjöl úr óvottuðum fiski er talið fá lægra verð á …
Fiskimjöl úr óvottuðum fiski er talið fá lægra verð á mörkuðum. Ljósmynd/Síldarvinnslan

Afturköllun á vottunum á kolmunna mun leiða til lægra verðs á mjöli og lýsi úr kolmunna og getur hugsanlega haft sölutregðu í för með sér, að mati Jóns Más Jónssonar, formanns Félags íslenskra fiskimjölsframleiðenda.

Vottun frá MSC og Marine Trust á kolmunna féll niður um áramót. Ekkert hefur verið selt af afurðum sem framleiddar eru eftir þann tíma, en Jón Már reiknar með að fyrstu áhrif af þessum breytingum komi í ljós á næstu vikum.

Mest af kolmunnamjöli er nýtt í fóður fyrir eldislax og mikið af því er selt til Noregs, Danmerkur og Skotlands. Ferli við laxeldi í þessum löndum er að stórum hluta vottað og því eru gerðar kröfur um að afurðir sem eru nýttar í eldinu séu einnig vottaðar, að sögn Jóns Más. Þá hafi viðhorf neytenda breyst og á betur borgandi mörkuðum, t.d. í Vestur-Evrópu, hafi kröfur þeirra aukist.

Á síðasta ári veiddu Íslendingar rúm 244 þúsund tonn af kolmunna og auk þess lönduðu erlend skip rúmlega 10 þúsund tonnum. Úr þessu hráefni gætu hafa fengist rúm 50 þúsund tonn af mjöli og 4-5 þúsund tonn af lýsi. Hátt verð hefur verið fyrir þessar afurðir síðustu misseri og áætlar Jón Már að útflutningsverðmæti mjöls og lýsis af kolmunna á síðasta ári hafi verið um 12 milljarðar króna.

Ábyrgð og sjálfbærni

Meginástæða þess að kolmunni og norsk-íslensk síld misstu MSC-vottun um síðustu áramót er að kröfur um úrbætur hafa ekki verið uppfylltar þar sem veiðar hafa verið umfram ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins, ICES. Í byrjun árs 2019 missti makríll þessa vottun, en ekki eru í gildi heildarsamningar um stjórnun veiða á deilistofnum í NA-Atlantshafi.

Í samtali við Morgunblaðið í október sagði Gísli Gíslason, svæðisstjóri Marine Stewardship Council (MSC) fyrir Ísland, Færeyjar og Grænland, að kröfur frá neytendum hefðu síðustu ár gert vottun nauðsynlegri en áður og stórmarkaðir gerðu margir auknar kröfur um vottun. Umhverfisvitund almennings hefði vaxið og kröfur aukist um ábyrgð og sjálfbærni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.9.24 501,11 kr/kg
Þorskur, slægður 20.9.24 428,26 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.9.24 249,57 kr/kg
Ýsa, slægð 20.9.24 193,95 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 255,01 kr/kg
Ufsi, slægður 20.9.24 267,83 kr/kg
Djúpkarfi 20.9.24 301,00 kr/kg
Gullkarfi 20.9.24 404,77 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.9.24 48,32 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.9.24 Hróðgeir Hvíti NS 89 Handfæri
Þorskur 39 kg
Ufsi 9 kg
Samtals 48 kg
20.9.24 Hafdís SK 4 Dragnót
Skarkoli 3.600 kg
Þorskur 1.308 kg
Ýsa 299 kg
Sandkoli 175 kg
Steinbítur 150 kg
Samtals 5.532 kg
20.9.24 Falkvard ÍS 62 Handfæri
Þorskur 539 kg
Ufsi 398 kg
Karfi 18 kg
Samtals 955 kg
20.9.24 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 3.675 kg
Ýsa 2.212 kg
Ufsi 76 kg
Steinbítur 43 kg
Karfi 3 kg
Samtals 6.009 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.9.24 501,11 kr/kg
Þorskur, slægður 20.9.24 428,26 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.9.24 249,57 kr/kg
Ýsa, slægð 20.9.24 193,95 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 255,01 kr/kg
Ufsi, slægður 20.9.24 267,83 kr/kg
Djúpkarfi 20.9.24 301,00 kr/kg
Gullkarfi 20.9.24 404,77 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.9.24 48,32 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.9.24 Hróðgeir Hvíti NS 89 Handfæri
Þorskur 39 kg
Ufsi 9 kg
Samtals 48 kg
20.9.24 Hafdís SK 4 Dragnót
Skarkoli 3.600 kg
Þorskur 1.308 kg
Ýsa 299 kg
Sandkoli 175 kg
Steinbítur 150 kg
Samtals 5.532 kg
20.9.24 Falkvard ÍS 62 Handfæri
Þorskur 539 kg
Ufsi 398 kg
Karfi 18 kg
Samtals 955 kg
20.9.24 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 3.675 kg
Ýsa 2.212 kg
Ufsi 76 kg
Steinbítur 43 kg
Karfi 3 kg
Samtals 6.009 kg

Skoða allar landanir »