Vilja ráða tíu í sæbjúgu, lambahorn og roð

Sæbjúgu sem veidd eru hérlendis fara nær öll á Kínamarkað.
Sæbjúgu sem veidd eru hérlendis fara nær öll á Kínamarkað. Albert Kemp

Vestfiskur Flateyri hyggst hefja tilraunavinnslu á sæbjúgum í vikunni. Stefnt er að því að ráða tíu manns til vinnslu á sæbjúgum sem eru þurrkuð og að mestu seld til Kína. Fyrirtækið verður einnig með fleiri vörulínur og ber þar að nefna vinnslu á roði til gæludýrafóðurs og lambahorna.

Anton Helgi Guðjónsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir að Sæbjúgun séu notuð í súpugerð og til þess að gera matarkraft. Sjálfur hefur hann ekki smakkað afurðina en stefnir að því áður en langt um líður. „Við stefnum að því að þetta verði 10-15 störf í það heila þegar við hefjum vinnslu á sæbjúgunum,“ segir Anton en Vestfiskur Flateyri veiðir einnig og vinnur bolfisk.  

Anton Helgi Guðjónsson.
Anton Helgi Guðjónsson.

Fyrirtækið hyggst nota hryggi, bein, roð og hvaðeina sem fellur til við vinnsluna og gera afurðir, að mestu fyrir gæludýramarkað, úr þeim. 

Roðið er t.a.m. unnið í stangir og kubba og gefið hundum. Markaðsleiðir eru klárar og er stefnt að því að selja vörurnar til Bandaríkjanna, Evrópu og Asíu að sögn Antons. 

Nokkur fyrirtæki veiða sæbjúgu við Íslandsstrendur. Veiðarnar eru ekki bundnar kvóta en heimilt hefur verið að veiða 2.000-3.000 tonn undanfarin ár. „Verkefnið fór af stað í tengslum við sértæka byggðarkvóta. Við veiðum á svæðinu í kring og löndum aflanum í Flateyri. Hann fer svo í vinnslu á Suðureyri,“ segir Anton

Að sögn hans framleiðir fyrirtækið einnig m.a. þurrkuð lambahorn sem ætluð eru gæludýrum til að japla á. Fær Vestfiskur Flateyri lambahornin frá sláturhúsum en þau eru seld til Evrópu og Bandaríkjanna. „Við verðum með nokkrar vörulínur þegar við byrjum,“ segir Anton.  

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 2.3.21 308,75 kr/kg
Þorskur, slægður 2.3.21 347,58 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.3.21 315,98 kr/kg
Ýsa, slægð 2.3.21 257,50 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.3.21 177,60 kr/kg
Ufsi, slægður 2.3.21 180,75 kr/kg
Djúpkarfi 16.2.21 189,00 kr/kg
Gullkarfi 2.3.21 272,16 kr/kg
Litli karfi 26.2.21 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 17.2.21 279,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

2.3.21 Sæli BA-333 Lína
Langa 261 kg
Gullkarfi 46 kg
Þorskur 14 kg
Samtals 321 kg
2.3.21 Fríða Dagmar ÍS-103 Lína
Ýsa 994 kg
Hlýri 607 kg
Keila 247 kg
Gullkarfi 144 kg
Langa 128 kg
Steinbítur 109 kg
Þorskur 33 kg
Samtals 2.262 kg
2.3.21 Einar Hálfdáns ÍS-011 Landbeitt lína
Þorskur 224 kg
Ýsa 52 kg
Skarkoli 5 kg
Samtals 281 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 2.3.21 308,75 kr/kg
Þorskur, slægður 2.3.21 347,58 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.3.21 315,98 kr/kg
Ýsa, slægð 2.3.21 257,50 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.3.21 177,60 kr/kg
Ufsi, slægður 2.3.21 180,75 kr/kg
Djúpkarfi 16.2.21 189,00 kr/kg
Gullkarfi 2.3.21 272,16 kr/kg
Litli karfi 26.2.21 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 17.2.21 279,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

2.3.21 Sæli BA-333 Lína
Langa 261 kg
Gullkarfi 46 kg
Þorskur 14 kg
Samtals 321 kg
2.3.21 Fríða Dagmar ÍS-103 Lína
Ýsa 994 kg
Hlýri 607 kg
Keila 247 kg
Gullkarfi 144 kg
Langa 128 kg
Steinbítur 109 kg
Þorskur 33 kg
Samtals 2.262 kg
2.3.21 Einar Hálfdáns ÍS-011 Landbeitt lína
Þorskur 224 kg
Ýsa 52 kg
Skarkoli 5 kg
Samtals 281 kg

Skoða allar landanir »