Starfsstöð Hafró í Neskaupstað í Múlanum

Múlinn - samvinnuhús í Neskaupstað.
Múlinn - samvinnuhús í Neskaupstað. Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun

Hafrannsóknastofnun hefur tryggt sér starfsaðstöðu í Múlanum – samvinnuhúsi í Neskaupstað fyrir nýja starfsstöð sína sem mun opna á næstu dögum þar. 

Þetta kemur fram á heimasíðu Hafrannsóknastofnunar. 

Verið er að ganga ráðningu í stöðu tveggja starfsmanna á nýju starfsstöðina sem auglýst voru nýlega við uppsjávarsvið stofnunarinnar. 

Múlinn – samvinnuhús er í eigu Samvinnufélags útgerðarmanna í Neskaupstað eða SÚN. Húsið hýsti áður verslunina Nesbakka.

Undirbúningur og framkvæmdir við húsið hafa staðið yfir í ár og var það meðal annars stækkað um 300 fm. Húsið var opnað um áramótin og er hið glæsilegasta. Fyrstu leigjendur þess eru þegar fluttir inn.

Segja má að húsið verði eins konar atvinnuklasi en aðrir sem einnig hafa tryggt sér aðstöðu í húsinu eru: Matís, Náttúrustofa Austurlands, Austurbrú, Deloitte, Nox health, Trackwell, Advania, Stapi lífeyrissjóður og Origo.

Hafrannsóknastofnun er fyrir með starfsstöðvar á níu stöðum á landinu en útibúið í Neskaupstað er það fyrsta á Austurlandi.

Múlinn hefur verið gerður upp og stækkaður um 300 fm. …
Múlinn hefur verið gerður upp og stækkaður um 300 fm. Eftir stendur hin glæsilegasta klasastarfsstöð. Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.9.24 562,66 kr/kg
Þorskur, slægður 18.9.24 601,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.9.24 244,93 kr/kg
Ýsa, slægð 18.9.24 294,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.9.24 221,87 kr/kg
Ufsi, slægður 18.9.24 284,83 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 18.9.24 275,37 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.9.24 Hópsnes GK 77 Línutrekt
Þorskur 156 kg
Ýsa 96 kg
Hlýri 57 kg
Steinbítur 23 kg
Keila 10 kg
Samtals 342 kg
18.9.24 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 4.401 kg
Ýsa 2.351 kg
Steinbítur 13 kg
Hlýri 3 kg
Samtals 6.768 kg
18.9.24 Óli Á Stað GK 99 Línutrekt
Þorskur 461 kg
Ýsa 181 kg
Steinbítur 37 kg
Hlýri 29 kg
Keila 8 kg
Samtals 716 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.9.24 562,66 kr/kg
Þorskur, slægður 18.9.24 601,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.9.24 244,93 kr/kg
Ýsa, slægð 18.9.24 294,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.9.24 221,87 kr/kg
Ufsi, slægður 18.9.24 284,83 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 18.9.24 275,37 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.9.24 Hópsnes GK 77 Línutrekt
Þorskur 156 kg
Ýsa 96 kg
Hlýri 57 kg
Steinbítur 23 kg
Keila 10 kg
Samtals 342 kg
18.9.24 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 4.401 kg
Ýsa 2.351 kg
Steinbítur 13 kg
Hlýri 3 kg
Samtals 6.768 kg
18.9.24 Óli Á Stað GK 99 Línutrekt
Þorskur 461 kg
Ýsa 181 kg
Steinbítur 37 kg
Hlýri 29 kg
Keila 8 kg
Samtals 716 kg

Skoða allar landanir »