Umframeftirspurn í útboði Arctic Fish

Frá eldi Arctic Fish í Dýrafirði.
Frá eldi Arctic Fish í Dýrafirði. Ljósmynd/Ágúst Atlason


Tæplega níu milljarða hlutafjárútboði Arctic Fish er nú lokið. Vestfirska fiskeldisfyrirtækið hefur sótt um skráningu í kauphöllinni í Ósló. Hlutafjárútboðinu lauk fyrr en áætlað var. Í tilkynningu frá Arctic Fish segir að því hafi lokið fyrr vegna margfaldrar umframeftirspurnar.

Sala á nýju hlutafé í félaginu nam 5,3 milljörðum auk þess sem einn hlutahafi seldi hluti sína að andvirði 2,7 milljarða. Gengið í útboðinu var 61,2 norskar krónur á hlut, sem samsvarar u.þ.b. 934 íslenskum krónum. 

Fjármagni verður varið í frekari uppbyggingu félagsins og fjárfest verður í stækkun á seiðaeldi. 

Yfir 40 íslenskir fjárfestar tóku þátt

Fjórir nýir hornsteinsfjárfestar tóku þátt í útboðinu og fjárfestu fyrir 1,5 milljarða samtals, þar af þrjú íslensk félög. Það voru eignastýring norska bankans Nordea, Birta lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður Vestmannaeyja og tryggingafélagið Vörður. 

Alls tóku rúmlega 40 íslenskir fjárfestar þátt í útboðinu. Þá var góð þátttaka meðal starfsfólks og lykilstarfsmanna Arctic Fish ásamt því að núverandi hluthafar juku við sinn hlut fyrir 3,8 milljarða. 

Íslenskt eignarhald eykst

Íslenskt eignarhald á Arctic Fish var fyrir útboðið 2,5% en það eykst nú og verður 10,2%. Viðskipti hefjast með bréf Arctic Fish í kauphöllinni í lok vikunnar – þá er mögulegt að íslenskt eignarhald aukist enn frekar. 

Eftir viðskiptin mun Norway Royal Salmon ASA, sem áður átti helming hlutafjár, eiga um það bil 51,3% hlut í félaginu en Bremesco Ltd., sem fyrir átti 47,5%, mun eiga um 26,2% hlutafjár.

Félagið hefur sótt um að hlutir félagsins verði teknir til viðskipta á Euronext Growth- markaðnum í Osló og að óbreyttu munu viðskipti með bréfin hefjast föstudaginn 19. febrúar næstkomandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.9.24 501,11 kr/kg
Þorskur, slægður 20.9.24 428,26 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.9.24 249,57 kr/kg
Ýsa, slægð 20.9.24 193,95 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 255,01 kr/kg
Ufsi, slægður 20.9.24 267,83 kr/kg
Djúpkarfi 20.9.24 301,00 kr/kg
Gullkarfi 20.9.24 404,77 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.9.24 48,32 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.9.24 Hróðgeir Hvíti NS 89 Handfæri
Þorskur 39 kg
Ufsi 9 kg
Samtals 48 kg
20.9.24 Hafdís SK 4 Dragnót
Skarkoli 3.600 kg
Þorskur 1.308 kg
Ýsa 299 kg
Sandkoli 175 kg
Steinbítur 150 kg
Samtals 5.532 kg
20.9.24 Falkvard ÍS 62 Handfæri
Þorskur 539 kg
Ufsi 398 kg
Karfi 18 kg
Samtals 955 kg
20.9.24 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 3.675 kg
Ýsa 2.212 kg
Ufsi 76 kg
Steinbítur 43 kg
Karfi 3 kg
Samtals 6.009 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.9.24 501,11 kr/kg
Þorskur, slægður 20.9.24 428,26 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.9.24 249,57 kr/kg
Ýsa, slægð 20.9.24 193,95 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 255,01 kr/kg
Ufsi, slægður 20.9.24 267,83 kr/kg
Djúpkarfi 20.9.24 301,00 kr/kg
Gullkarfi 20.9.24 404,77 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.9.24 48,32 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.9.24 Hróðgeir Hvíti NS 89 Handfæri
Þorskur 39 kg
Ufsi 9 kg
Samtals 48 kg
20.9.24 Hafdís SK 4 Dragnót
Skarkoli 3.600 kg
Þorskur 1.308 kg
Ýsa 299 kg
Sandkoli 175 kg
Steinbítur 150 kg
Samtals 5.532 kg
20.9.24 Falkvard ÍS 62 Handfæri
Þorskur 539 kg
Ufsi 398 kg
Karfi 18 kg
Samtals 955 kg
20.9.24 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 3.675 kg
Ýsa 2.212 kg
Ufsi 76 kg
Steinbítur 43 kg
Karfi 3 kg
Samtals 6.009 kg

Skoða allar landanir »