Héðinn smíðar fyrir Síldarvinnsluna

Síldarvinnslan hefur samið við vélsmiðjuna Héðinn um að reisa fiskimjölsverksmiðju …
Síldarvinnslan hefur samið við vélsmiðjuna Héðinn um að reisa fiskimjölsverksmiðju fyrir 1,7 milljarða króna. Ljósmynd/Síldarvinnslan

Síldarvinnslan undirritaði í gær samning við vélsmiðjuna Héðin um smíði á 380 tonna fiskimjölsverksmiðju sem sett verður upp í Neskaupstað, að því er fram kemur í færslu á vef Síldarvinnslunnar.

Sagt var frá því í janúar að Síldarvinnslan hygðist stækka fiskimjölsverksmiðju sína í Neskaupstað úr 1.400 tonna sólarhringsafköstum í 2.380 tonna afköst og jafnframt yrði komið upp lítilli verksmiðjueiningu sem gæti afkastað allt að 380 tonnum á sólarhring. Samningurinn við Héðin nær til minni einingarinnar.

Smíðin mun kosta 1,7 milljarða króna samkvæmt samningnum og er gert ráð fyrir að fiskimjölsverksmiðjan verði afhent í maí 2022.

Fram kemur í færslunni að „tilgangurinn með því að koma upp lítilli verksmiðjueiningu er að auka hagkvæmni til dæmis með því að spara orku og gert er ráð fyrir að á síldar- og makrílvertíð verði einungis litla verksmiðjan starfrækt enda fer megnið af síldinni og makrílnum til manneldisvinnslu“.

Jafnframt ætti að vera nægilegt að reka smærri eininguna á smærri loðnuvertíð. „Sem dæmi má nefna að á yfirstandandi vertíð voru 9.700 tonn af loðnu fryst í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar en einungis 120 tonn fóru til vinnslu í fiskimjölsverksmiðjunni. Vinnsla á kolmunna mun hins vegar fara fram í stóru verksmiðjunni sem verður þá rekin með hámarksafköstum.“

Frá undirritun samningsins í gær. Talið frá vinstri: Hafþór Eiríksson …
Frá undirritun samningsins í gær. Talið frá vinstri: Hafþór Eiríksson rekstrarstjóri fiskimjölsverksmiðja, Jón Már Jónsson yfirmaður landvinnslu, Gunnar Pálsson verkfræðingur hjá Héðni, Gunnþór B. Ingvason framkvæmdastjóri, Ragnar Sverrisson framkvæmdastjóri Héðins og Jakob Valgarð Óðinsson tæknifræðingur hjá Héðni. Ljósmynd/Smári Geirsson
mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 1.12.23 443,90 kr/kg
Þorskur, slægður 1.12.23 508,98 kr/kg
Ýsa, óslægð 1.12.23 200,48 kr/kg
Ýsa, slægð 1.12.23 178,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 1.12.23 167,06 kr/kg
Ufsi, slægður 1.12.23 184,61 kr/kg
Djúpkarfi 20.10.23 253,00 kr/kg
Gullkarfi 1.12.23 250,60 kr/kg
Litli karfi 16.11.23 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 30.11.23 260,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.12.23 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 3.199 kg
Þorskur 1.174 kg
Samtals 4.373 kg
1.12.23 Kristján HF 100 Lína
Keila 170 kg
Þorskur 81 kg
Hlýri 52 kg
Karfi 44 kg
Ýsa 28 kg
Ufsi 10 kg
Samtals 385 kg
1.12.23 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Hvf C 442 kg
Hvammsfjarðarskel 256 kg
Samtals 698 kg
1.12.23 Sjöfn SH 4 Plógur
Ígulker Hvf C 1.210 kg
Samtals 1.210 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 1.12.23 443,90 kr/kg
Þorskur, slægður 1.12.23 508,98 kr/kg
Ýsa, óslægð 1.12.23 200,48 kr/kg
Ýsa, slægð 1.12.23 178,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 1.12.23 167,06 kr/kg
Ufsi, slægður 1.12.23 184,61 kr/kg
Djúpkarfi 20.10.23 253,00 kr/kg
Gullkarfi 1.12.23 250,60 kr/kg
Litli karfi 16.11.23 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 30.11.23 260,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.12.23 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 3.199 kg
Þorskur 1.174 kg
Samtals 4.373 kg
1.12.23 Kristján HF 100 Lína
Keila 170 kg
Þorskur 81 kg
Hlýri 52 kg
Karfi 44 kg
Ýsa 28 kg
Ufsi 10 kg
Samtals 385 kg
1.12.23 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Hvf C 442 kg
Hvammsfjarðarskel 256 kg
Samtals 698 kg
1.12.23 Sjöfn SH 4 Plógur
Ígulker Hvf C 1.210 kg
Samtals 1.210 kg

Skoða allar landanir »

Loka