Héðinn smíðar fyrir Síldarvinnsluna

Síldarvinnslan hefur samið við vélsmiðjuna Héðinn um að reisa fiskimjölsverksmiðju …
Síldarvinnslan hefur samið við vélsmiðjuna Héðinn um að reisa fiskimjölsverksmiðju fyrir 1,7 milljarða króna. Ljósmynd/Síldarvinnslan

Síldarvinnslan undirritaði í gær samning við vélsmiðjuna Héðin um smíði á 380 tonna fiskimjölsverksmiðju sem sett verður upp í Neskaupstað, að því er fram kemur í færslu á vef Síldarvinnslunnar.

Sagt var frá því í janúar að Síldarvinnslan hygðist stækka fiskimjölsverksmiðju sína í Neskaupstað úr 1.400 tonna sólarhringsafköstum í 2.380 tonna afköst og jafnframt yrði komið upp lítilli verksmiðjueiningu sem gæti afkastað allt að 380 tonnum á sólarhring. Samningurinn við Héðin nær til minni einingarinnar.

Smíðin mun kosta 1,7 milljarða króna samkvæmt samningnum og er gert ráð fyrir að fiskimjölsverksmiðjan verði afhent í maí 2022.

Fram kemur í færslunni að „tilgangurinn með því að koma upp lítilli verksmiðjueiningu er að auka hagkvæmni til dæmis með því að spara orku og gert er ráð fyrir að á síldar- og makrílvertíð verði einungis litla verksmiðjan starfrækt enda fer megnið af síldinni og makrílnum til manneldisvinnslu“.

Jafnframt ætti að vera nægilegt að reka smærri eininguna á smærri loðnuvertíð. „Sem dæmi má nefna að á yfirstandandi vertíð voru 9.700 tonn af loðnu fryst í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar en einungis 120 tonn fóru til vinnslu í fiskimjölsverksmiðjunni. Vinnsla á kolmunna mun hins vegar fara fram í stóru verksmiðjunni sem verður þá rekin með hámarksafköstum.“

Frá undirritun samningsins í gær. Talið frá vinstri: Hafþór Eiríksson …
Frá undirritun samningsins í gær. Talið frá vinstri: Hafþór Eiríksson rekstrarstjóri fiskimjölsverksmiðja, Jón Már Jónsson yfirmaður landvinnslu, Gunnar Pálsson verkfræðingur hjá Héðni, Gunnþór B. Ingvason framkvæmdastjóri, Ragnar Sverrisson framkvæmdastjóri Héðins og Jakob Valgarð Óðinsson tæknifræðingur hjá Héðni. Ljósmynd/Smári Geirsson
mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 13.4.21 293,34 kr/kg
Þorskur, slægður 12.4.21 368,56 kr/kg
Ýsa, óslægð 12.4.21 369,50 kr/kg
Ýsa, slægð 12.4.21 322,09 kr/kg
Ufsi, óslægður 12.4.21 147,55 kr/kg
Ufsi, slægður 12.4.21 168,87 kr/kg
Djúpkarfi 6.4.21 30,00 kr/kg
Gullkarfi 12.4.21 191,24 kr/kg
Litli karfi 5.3.21 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 17.2.21 279,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

13.4.21 Silfurborg SU-022 Dragnót
Skarkoli 3.883 kg
Sandkoli 350 kg
Steinbítur 327 kg
Þorskur 54 kg
Steinbítur 40 kg
Samtals 4.654 kg
13.4.21 Litli Tindur SU-508 Þorskfisknet
Þorskur 799 kg
Ýsa 100 kg
Samtals 899 kg
13.4.21 Halldór NS-302 Lína
Steinbítur 1.098 kg
Þorskur 251 kg
Ýsa 106 kg
Keila 6 kg
Samtals 1.461 kg
13.4.21 Hilmir ST-001 Grásleppunet
Grásleppa 10.231 kg
Þorskur 522 kg
Skarkoli 42 kg
Samtals 10.795 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 13.4.21 293,34 kr/kg
Þorskur, slægður 12.4.21 368,56 kr/kg
Ýsa, óslægð 12.4.21 369,50 kr/kg
Ýsa, slægð 12.4.21 322,09 kr/kg
Ufsi, óslægður 12.4.21 147,55 kr/kg
Ufsi, slægður 12.4.21 168,87 kr/kg
Djúpkarfi 6.4.21 30,00 kr/kg
Gullkarfi 12.4.21 191,24 kr/kg
Litli karfi 5.3.21 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 17.2.21 279,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

13.4.21 Silfurborg SU-022 Dragnót
Skarkoli 3.883 kg
Sandkoli 350 kg
Steinbítur 327 kg
Þorskur 54 kg
Steinbítur 40 kg
Samtals 4.654 kg
13.4.21 Litli Tindur SU-508 Þorskfisknet
Þorskur 799 kg
Ýsa 100 kg
Samtals 899 kg
13.4.21 Halldór NS-302 Lína
Steinbítur 1.098 kg
Þorskur 251 kg
Ýsa 106 kg
Keila 6 kg
Samtals 1.461 kg
13.4.21 Hilmir ST-001 Grásleppunet
Grásleppa 10.231 kg
Þorskur 522 kg
Skarkoli 42 kg
Samtals 10.795 kg

Skoða allar landanir »