Heimaland áhafnar ráði kjörum í íslenskum skipum

Brúarfoss, skip Eimskips, er skráð í Færeyjum. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra …
Brúarfoss, skip Eimskips, er skráð í Færeyjum. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur kynnt drög að frumvarpi sem á að stuðla að því að íslenskt kaupskip sigli undir íslenskum fána. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, leggur til í frumvarpsdrögum um íslenska alþjóðlega skipaskrá að launakjör skipverja um borð íslenskum kaupskipum miðist við kjör í því landi þar sem umræddur skipverji hefur lögheimili. Markmiðið er sagt vera að skapa samkeppnishæft rekstrarumhverfi á Íslandi fyrir kaupskip.

Drög að frumvarpi um íslenska alþjóðlega skipaskrá hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda, en markmið frumvarpsins er að stuðla að því að flutningaskip sigli í auknum mæli undir íslenskum fána. Umsagnarfrestur er 21. apríl.

„Helsti ávinningur þess að kaupskip sigli undir íslenskum fána og falli undir íslensk lög er að tryggja vöruflutninga til og frá landinu og viðhalda eftirspurn eftir skipstjórnarmönnum, siglingaþekkingu og reynslu hér á landi,“ segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins.

Þá sé markmiðið með frumvarpinu að „móta samkeppnishæft rekstrarumhverfi fyrir kaupskipaútgerð, stuðla að skráningu kaupskipa á Íslandi og bregðast við alþjóðlegri samkeppni um slíkar skráningar“. Bent er á að ekkert kaupskip hafi verið skráð á Íslandi frá árinu 2004.

Sambærileg ákvæði erlendis

Við samþykkt frumvarpsins er eldri lögum skipt út en alþjóðleg skipaskrá verður áfram aðskilin frá almennri skipaskrá. Þá segir að frumvarpið byggist að miklu leiti á gildandi lögum en nýjum ákvæðum hafi verið bætt við. Meðal annars er kveðið á um að kjör skipverja í áhöfn kaupskips fari eftir kjarasamningum sem gerðir hafa verið við stéttarfélög viðkomandi ríkja þar sem skipverji á lögheimili.

LNG skip Samskipa Kvitnos gengur fyrir fljótandi jarðgasi, er starfrækt …
LNG skip Samskipa Kvitnos gengur fyrir fljótandi jarðgasi, er starfrækt í Noregi og siglir undir færeysku flaggi. Ljósmynd/Samskip

„Sá fyrirvari er gerður að kjör og réttindi skipverja verði aldrei lakari en þau sem mælt er fyrir um í samþykkt Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) um vinnuskilyrði farmanna frá árinu 2006 (MLC 2006) og Alþjóðaflutningaverkamannasambandið (ITF) miðar við á hverjum tíma,“ segir í tilkynningunni og er bent á að sambærilegt ákvæði sé að finna til að mynda í Noregi (Norsk Internasjonalt Skipsregister, NIS), en þar er heimilt að greiða erlendum áhafnarmeðlimum laun samkvæmt kjarasamningum í heimalandi þeirra.

„Ljóst þykir að ef ætlunin er að fá kaupskip skráð á íslenska alþjóðlega skipaskrá er nauðsynlegt að lög hafi að geyma sambærileg ákvæði,“ segir í tilkynningunni.

Samhliða frumvarpinu er fyrirhugað að fjármála- og efnahagsráðherra mæli fyrir um frumvarp til laga um skattlagningu kaupskipaútgerða.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 6.12.21 368,52 kr/kg
Þorskur, slægður 6.12.21 499,85 kr/kg
Ýsa, óslægð 6.12.21 361,63 kr/kg
Ýsa, slægð 6.12.21 401,57 kr/kg
Ufsi, óslægður 6.12.21 236,15 kr/kg
Ufsi, slægður 6.12.21 252,83 kr/kg
Djúpkarfi 23.11.21 206,00 kr/kg
Gullkarfi 6.12.21 231,33 kr/kg
Litli karfi 20.10.21 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 5.12.21 278,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

6.12.21 Ásdís ÍS-002 Dragnót
Skarkoli 614 kg
Ýsa 10 kg
Samtals 624 kg
6.12.21 Þorlákur ÍS-015 Dragnót
Skarkoli 1.001 kg
Steinbítur 6 kg
Samtals 1.007 kg
6.12.21 Fríða Dagmar ÍS-103 Lína
Þorskur 783 kg
Ýsa 441 kg
Steinbítur 9 kg
Keila 3 kg
Samtals 1.236 kg
6.12.21 Gulltoppur GK-024 Landbeitt lína
Ýsa 555 kg
Þorskur 346 kg
Gullkarfi 30 kg
Hlýri 17 kg
Lýsa 2 kg
Keila 2 kg
Samtals 952 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 6.12.21 368,52 kr/kg
Þorskur, slægður 6.12.21 499,85 kr/kg
Ýsa, óslægð 6.12.21 361,63 kr/kg
Ýsa, slægð 6.12.21 401,57 kr/kg
Ufsi, óslægður 6.12.21 236,15 kr/kg
Ufsi, slægður 6.12.21 252,83 kr/kg
Djúpkarfi 23.11.21 206,00 kr/kg
Gullkarfi 6.12.21 231,33 kr/kg
Litli karfi 20.10.21 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 5.12.21 278,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

6.12.21 Ásdís ÍS-002 Dragnót
Skarkoli 614 kg
Ýsa 10 kg
Samtals 624 kg
6.12.21 Þorlákur ÍS-015 Dragnót
Skarkoli 1.001 kg
Steinbítur 6 kg
Samtals 1.007 kg
6.12.21 Fríða Dagmar ÍS-103 Lína
Þorskur 783 kg
Ýsa 441 kg
Steinbítur 9 kg
Keila 3 kg
Samtals 1.236 kg
6.12.21 Gulltoppur GK-024 Landbeitt lína
Ýsa 555 kg
Þorskur 346 kg
Gullkarfi 30 kg
Hlýri 17 kg
Lýsa 2 kg
Keila 2 kg
Samtals 952 kg

Skoða allar landanir »