Umframafli fyrir 2,8 milljónir króna

Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátasjómanna, segir einkennilegt að þurfa að …
Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátasjómanna, segir einkennilegt að þurfa að hafa áhyggjur af því að það fiskast vel. Mbl.is/Golli

Veður hefur leikið við strandveiðisjómenn og fara því veiðar vel af stað. Á fyrstu tveim vikum strandveiðanna lönduðu strandveiðibátar 1.306 tonnum sem er 12,04% af þeim 11.100 tonnum sem veiðunum hefur verið ráðstafað, en alls hafa 557 bátar fengið úthlutað strandveiðileyfi.

„Það er einkennilegt að þurfa að hafa áhyggjur af því þegar vel fiskast,“ svarar Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda (LS), spurður hvort hann hafi áhyggjur af því að veiðarnar nái ráðstöfuðu magni áður en strandveiðitímabilinu lýkur. „Til að tryggja sátt um strandveiðar verður að setja í lög að þær megi stunda í 48 daga án þess að hafa áhyggjur af því hvort veiðist 10 eða 15 þúsund tonn,“ segir hann.

Á strandveiðum má hver bátur landa að hámarki 650 kíló af slægðum afla í þorskígildum talið í hverri veiðiferð. Í annarri viku strandveiða voru 190 skip sem lönduðu 9.351 kílói umfram leyfilegt magn og var um 60% af umframaflanum landað á svæði A, en ágóði af sölu þeirra fiska rennur í ríkissjóð. Miðað við 297 króna meðalverð á fiskmörkuðum aðra viku veiðanna runnu tæpar 2,8 milljónir til ríkissjóðs.

Á fyrstu viku veiðanna mátti gera ráð fyrir að um 2,5 milljónir runnu til ríkissjóðs vegna umframafla, en þá nam hann 9,9 tonnum.

Vilja færa milli róðra

„Í alltof mörgum tilfellum, því miður, hefur mönnum ekki tekist að passa upp á að afli fari ekki yfir leyfilegan skammt. Þó þessi afli myndi ekki tekjur hjá sjómönnum þá telst hann inni í heildarafla strandveiða og skerðir því hlut þeirra sem eru alltaf réttum megin,“ segir Örn um umframafla strandveiðibátanna. „Auðvitað er það ekki á færi nema snillinga að koma með að landi eftir daginn 774 kg af úrvalsþorski, þar sem tekst að veiða þá stærð sem mest eftirspurn er eftir.“

Aflalandað úr strandveiðibát.
Aflalandað úr strandveiðibát. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þá segir framkvæmdastjórinn að LS hafi lagt áherslu á að strandveiðisjómönnum verði veitt aukið svigrúm og að heimilað verði að færa hluta af afla yfir á næsta róður. „Vel hefur verið tekið í þessa tillögu hjá Fiskistofu og er hún nú til skoðunar í sjávarútvegsráðuneytinu.“

„Annars reynir LS eftir fremsta megni að höfða til betri vitundar manna að hlíta þeim reglum sem gilda um veiðarnar. Passa upp á að veiða ekki umfram það sem leyfilegt er. Vissulega getur það verið erfitt í einstaka tilfellum, því menn vilja jú alltaf ná skammtinum og þrír vænir fiskar sem bíta á í lok róðurs leiða oft til umframafla. Að því leyti myndi pörunin koma til móts við menn,“ bætir Örn við að lokum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.9.24 606,14 kr/kg
Þorskur, slægður 19.9.24 383,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.9.24 279,99 kr/kg
Ýsa, slægð 19.9.24 249,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 253,46 kr/kg
Ufsi, slægður 19.9.24 322,53 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 19.9.24 329,86 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.9.24 Ísak AK 67 Þorskfisknet
Þorskur 6.437 kg
Skarkoli 67 kg
Ýsa 13 kg
Samtals 6.517 kg
19.9.24 Haförn ÞH 26 Dragnót
Skarkoli 4.384 kg
Sandkoli 501 kg
Ýsa 484 kg
Þorskur 479 kg
Steinbítur 56 kg
Karfi 6 kg
Hlýri 3 kg
Samtals 5.913 kg
19.9.24 Sólrún EA 151 Lína
Ýsa 2.267 kg
Þorskur 1.847 kg
Hlýri 57 kg
Steinbítur 6 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 4.178 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.9.24 606,14 kr/kg
Þorskur, slægður 19.9.24 383,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.9.24 279,99 kr/kg
Ýsa, slægð 19.9.24 249,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 253,46 kr/kg
Ufsi, slægður 19.9.24 322,53 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 19.9.24 329,86 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.9.24 Ísak AK 67 Þorskfisknet
Þorskur 6.437 kg
Skarkoli 67 kg
Ýsa 13 kg
Samtals 6.517 kg
19.9.24 Haförn ÞH 26 Dragnót
Skarkoli 4.384 kg
Sandkoli 501 kg
Ýsa 484 kg
Þorskur 479 kg
Steinbítur 56 kg
Karfi 6 kg
Hlýri 3 kg
Samtals 5.913 kg
19.9.24 Sólrún EA 151 Lína
Ýsa 2.267 kg
Þorskur 1.847 kg
Hlýri 57 kg
Steinbítur 6 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 4.178 kg

Skoða allar landanir »