Brim sýknað af launakröfu sjómanns

Brim var sýknað af kröfu sjómanns um launagreiðslu vegna forfalla …
Brim var sýknað af kröfu sjómanns um launagreiðslu vegna forfalla í kjölfar slyss þar sem útgerðin ofgreiddi sjómanninum við starfslok hans. mbl.is/Hari

Kröfu sjómanns um greiðslu óskertra staðgengilslauna vegna óvinnufærni hans, sem hlotist hafi af sjóvinnuslysi 13. júní 2016 á frystitogara Brims hf., var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur þrátt fyrir að fyrirtækið hafi vanrækt skyldu sína samkvæmt ákvæðum sjómannalaga. Mat dómstóllinn sem svo að Brim hafi gert upp skuld sína við sjómanninn er útgerðarfyrirtækið ofgreiddi honum rúmar fjórar milljónir króna við starfslok hans.

Fram kemur í dómi að sjómaðurinn hafi starfað um árabil um borð í frystitogara hjá Brimi. „Á skipinu var svonefnt skiptimannakerfi sem fól í sér að hver skipverji fór aðra hverja veiðiferð með skipinu en var hina í fríi. Sá háttur var hafður á að skipverjum var greiddur hálfur hlutur fyrir hverja veiðiferð skipsins óháð því hvort viðkomandi var um borð eða í landi.“

Í desember 2015 verður sjómaðurinn fyrir því óláni að klemmast milli grandaravírs og þils í rennu skipsins þegar verið var að taka trollið inn. Er batinn af þeim áverkum sem hann hlaut talinn hafa verið góður en í júní 2016 hafi hann runnið og þá lent á hægra hné. „Vegna umtalsverðra einkenna var ákveðið að framkvæma liðspeglunaraðgerð á hægra hné sem framkvæmd var 9. ágúst 2016 og var stefnandi óvinnufær af þeim sökum til 16. október 2016,“ segir í dómi.

Fimm milljónir við starfslok

Hélt sjómaðurinn á sjó á ný og fór í nokkra túra en þegar leið á 2017 greindi hann bæklunarlækni frá því að hann ætti í miklum vandræðum með bæði ökkla og hné. „Hann væri hálfhaltur og í miklu basli með vinnuna á sjónum. Ýmis einkenni stefnanda voru heldur verri en fyrr og mat læknirinn það svo að fátt væri um raunhæfar úrlausnir.“

Brim sagði sjómanninum upp í apríl 2017 þar sem sjómaðurinn var orðinn ófær um að sinna starfi sínu og fékk greidd laun sem námu helmingi aflahlutar netamanns í samræmi við skiptimannakerfi fram til 17. júlí 2017 en laun fyrir apríl 2017 voru greidd sem frítúr, en laun vegna uppsagnafrests frá 4. maí til 17. júlí. Alls fékk sjómaðurinn 5.213.056 krónur en vildi meina að ekki hefði verið gert rétt upp við hann vegna forfalla vegna slysanna tveggja.

Hefði átt að fá 840 þúsund

Taldi sjómaðurinn að Brim ætti að greiða sér rétt rúmlega 3,6 milljónir vegna tveggja túra sem hann gat ekki farið í vegna áverka sinna, þar með talið orlofsgreiðslu. Héraðsdómur Reykjavíkur kemst hins vegar að þeirri niðurstöðu að ef sjómaðurinn hefði eingöngu fengið greitt fyrir túrana samkvæmt ákvæði sjómannalaga um kauptryggingu hefði hann átt að fá 840.094 krónur.

„Af þessu leiðir að stefndi greiddi stefnanda á nefndu tímabili 4.372.962 krónur umfram skyldu. [...] Þrátt fyrir að stefndi hafi vanrækt skyldu sína samkvæmt 1. mgr. 36. gr. sjómannalaga til að greiða stefnanda óskertan aflahlut er hann forfallaðist, 9. ágúst til 15. október 2016, hefur stefndi bætt stefnanda það upp með greiðslu umfram skyldu á uppsagnarfresti,“ segir í dómi héraðsdóms.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.9.24 606,32 kr/kg
Þorskur, slægður 19.9.24 383,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.9.24 279,12 kr/kg
Ýsa, slægð 19.9.24 249,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 253,40 kr/kg
Ufsi, slægður 19.9.24 322,53 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 19.9.24 329,86 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.9.24 Kristján HF 100 Lína
Keila 309 kg
Þorskur 268 kg
Karfi 111 kg
Steinbítur 38 kg
Ufsi 16 kg
Ýsa 5 kg
Samtals 747 kg
19.9.24 Særif SH 25 Lína
Þorskur 1.488 kg
Keila 367 kg
Ýsa 62 kg
Steinbítur 58 kg
Karfi 25 kg
Samtals 2.000 kg
19.9.24 Elli P SU 206 Línutrekt
Þorskur 3.183 kg
Ýsa 1.120 kg
Keila 155 kg
Langa 50 kg
Steinbítur 37 kg
Samtals 4.545 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.9.24 606,32 kr/kg
Þorskur, slægður 19.9.24 383,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.9.24 279,12 kr/kg
Ýsa, slægð 19.9.24 249,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 253,40 kr/kg
Ufsi, slægður 19.9.24 322,53 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 19.9.24 329,86 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.9.24 Kristján HF 100 Lína
Keila 309 kg
Þorskur 268 kg
Karfi 111 kg
Steinbítur 38 kg
Ufsi 16 kg
Ýsa 5 kg
Samtals 747 kg
19.9.24 Særif SH 25 Lína
Þorskur 1.488 kg
Keila 367 kg
Ýsa 62 kg
Steinbítur 58 kg
Karfi 25 kg
Samtals 2.000 kg
19.9.24 Elli P SU 206 Línutrekt
Þorskur 3.183 kg
Ýsa 1.120 kg
Keila 155 kg
Langa 50 kg
Steinbítur 37 kg
Samtals 4.545 kg

Skoða allar landanir »