Bindur enn von við að takist að ná samningum

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, segir ljóst að kröfur stéttarfélaga …
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, segir ljóst að kröfur stéttarfélaga sjómanna munu leggjast sérstaklega þungt á dragnóta- og frystiskipaútgerðir. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Staðan er auðvitað ekki góð. Við bindum ennþá vonir við að það takist að ná samningum,“ svarar Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), er hún er spurð hvort félagsmenn hafi áhyggjur af því að kjaradeila sjómanna geti endað með verkfallsaðgerðum.

„Það hefur þokast áfram í mörgum af þeim málum sem hafa verið til umræðu. Ég bind ennþá vonir við að okkur takist það verkefni sem okkur hefur verið falið í samninganefndinni; að ná samningum sem báðir aðilar geta fellt sig við og mun skapa bæði sjómönnum og útgerðum viðunandi stöðu til framtíðar,“ segir Heiðrún Lind.

Stéttarfélög sjómanna slitu samningaviðræðum sínum við SFS í gær og hafa sagt samtökin ekki hafa sýnt vilja til að mæta kröfum stéttarfélaganna. Segja stéttarfélögin kröfur þeirra kosta um 1,5 milljarða króna en SFS hefur fyrir sitt leiti í tilkynningu í morgun sagt það kosta fleiri milljarða að ganga við kröfunum og að einhver útgerðarfyrirtæki gætu ekki staðið undir þeim kostnaði.

Spurð hvað skýri þetta ósamræmi í tölum SFS og stéttarfélaga sjómanna svarar Heiðrún Lind: „Ég get ekki annað en lesið í þær kröfur sem hafa verið llagðar fram af hálfu sjómanna. Við höfum kostnaðarmetið þær og eins og segir í yfirlýsingu okkar þá hlaupa þær á milljörðum, allar saman talið. Launahlutfallið er hátt í útgerð, en það er misjafnt milli útgerðarflokka. Hæst er það í dragnót og frystiskipum. Ef aðeins væri litið til kröfunnar um 3,5% aukningu í lífeyrissjóð, þá hún mun leiða til verulegrar hækkunar á þessu launahlutfalli sem fyrir er hátt. Þannig að það leiðir af eðli máls að útgerðir munu eiga erfitt með að standa undir þessum kostnaði.“

Hún segir það ekki einungis þessar greiðslur í lífeyrissjóð sem skipta máli í þessu samhengi og bendir meðal annars einnig á hækkun kauptryggingar.

Sjómenn séu gengis- og afurðaverðstryggðir

Stéttarfélög sjómanna hafa meðal annars haldið því fram að útgerðir hafa þegar fengið meðgjöf í formi lægra tryggingagjalds, en Heiðrún Lind tekur ekki undir þá túlkun. „Ég get ekki annað en vísað því á bug. Tryggingagjald getur auðvitað hækkað og lækkað frá einum tíma til annars. Við semjum ekki á þeirri forsendu að tryggingagjald hafi lækkað lítillega á einum tímapunkti til allrar framtíðar.“

Bendir hún á að lækkun tryggingagjalds hafi verið ein af leiðunum til að liðka til fyrir gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Það sé hins vegar eðlismunur á gerð slíkra samninga og hlutaskiptakerfis. Þá séu sjómenn gengis- og afurðaverðstryggðir í gegnum hlutdeild í endanlegu afurðaverði. Slíkt sé allt annað en kjarasamningsgerð á almennamarkaðnum þar sem samið er um hlutdeild launafólks í verðmætaaukningu sem hefur átt sér stað frá síðustu samningsgerð, að sögn Heiðrúnar Lindar.

„Sjómenn eru sjálfkrafa – án þess að nokkrir samningar komi til – bæði gengis- og afurðaverðstryggðir í launum sínum. Það er því ekki samið með sambærilegum hætti í hlutaskiptakerfi og á almenna vinnumarkaðinum,“ útskýrir hún.

„Stendur ekki á SFS“

Samningar sjómanna hafa verið lausir í tæp 2 ár og þar á undan í fleiri ár. „Það er að sjálfsögðu hvimleitt. Maður batt vonir við það – þegar við skrifuðum undir 2017 – að okkur tækist að vinna að nýjum samningi á gildistíma síðasta samnings. Það var töluvert samstarf og vinna í gangi á gildistíma samningsins og unnið að því að einfalda kjarasamningsgerð og búa í haginn fyrir næstu samningalotu þegar sá samningur rynni sitt skeið,“ segir Heiðrún Lind og bætir við: „En auðvitað verður ekki framhjá því litið að hlutaskiptakerfið leiðir til þess að það er töluvert meiri meiri kúnst að ná fram breytingum heldur en á almenna vinnumarkaðinum, þar sem er verið fyrst og fremst verið að semja um aukningu í krónutölu mánaðarlauna. Hlutaskiptakerfið virkar einfaldlega ekki þannig.“

Spurð hvort hún telji líklegt að takist að hefja samningaviðræður á ný svarar Heiðrún Lind: „Ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýn og ég bind vonir við það. Svo því sé til haga haldið hefur engum kröfum sjómanna verið hafnað af hálfu SFS. Það þarf einfaldlega að finna leiðir til þess að koma þeim fyrir í samningi þannig að rekstrargrundvelli sé ekki um leið kippt undan útgerðum. Það stendur ekki á SFS að setjast aftur að borðinu og reyna að finna lausn. Eins og ég sagði áður er þetta verkefni okkar sem sitjum í samninganefndinni og undan því getum við ekki vikist.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg
26.4.24 Kristján SH 176 Handfæri
Ufsi 101 kg
Karfi 1 kg
Samtals 102 kg
26.4.24 Ríkey MB 20 Handfæri
Ufsi 91 kg
Karfi 1 kg
Samtals 92 kg
26.4.24 Lea RE 171 Handfæri
Ufsi 181 kg
Samtals 181 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg
26.4.24 Kristján SH 176 Handfæri
Ufsi 101 kg
Karfi 1 kg
Samtals 102 kg
26.4.24 Ríkey MB 20 Handfæri
Ufsi 91 kg
Karfi 1 kg
Samtals 92 kg
26.4.24 Lea RE 171 Handfæri
Ufsi 181 kg
Samtals 181 kg

Skoða allar landanir »