Heitir því að vinna að sátt

„Ég held að það sé líka hægt að gera smærri …
„Ég held að það sé líka hægt að gera smærri breytingar sem hafa áhrif í rétta átt. Bæði til þess að auka sanngirni og samfélagslega sátt um málaflokkinn. Ég mun beita mér fyrir því,“ segir Svandís Svavarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það kom mörgum á óvart að Svandís Svavarsdóttir skyldi taka við embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra af Kristjáni Þór Júlíussyni, sem kvaddi þingmennskuna. Svandís kveðst hvergi hrædd hjörs í þrá gagnvart sjávarútvegsmálum; sóknarfærin séu víða og eru verkefnin mörg sem bíða nýs ráðherra málaflokksins. Hún viðurkennir þó að hún eigi eftir að sakna heilbrigðismálanna.

„Það var náttúrlega mikil breyting við þessa nýju ríkisstjórn og margir ráðherrar sem breyttu um verkefni. Í mínu tilviki er þetta mjög mikil breyting, en um leið hangir þetta allt saman þegar öllu er á botninn hvolft,“ svarar Svandís spurð hvernig sé að taka við embættinu.

Hún útskýrir að þetta sé kannski ekki svo fjarri fyrri störfum sem umhverfisráðherra 2009 til 2013 og störfum sem heilbrigðisráðherra á síðasta kjörtímabili. Nú sé hún komin í ráðuneyti matvæla og matvælaframleiðslu, atvinnugreinar sem hafa gegnt lykilhlutverki í sögu þjóðarinnar allt frá landnámi. „Þetta snýst allt um heilnæmt umhverfi og forsendur góðrar heilsu og hollra og örugga matvæla.“

Það eru mörg sóknarfæri í greininni að sögn Svandísar.
Það eru mörg sóknarfæri í greininni að sögn Svandísar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þrátt fyrir langa sögu þessara atvinnugreina eru mikil sóknarfæri að mati Svandísar. „Það er mikið um nýsköpun, sprotastarfsemi og klasasamstarf. Ég held einnig að það séu mikil tækifæri fólgin í því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og vinna að okkar metnaðarfullu markmiðum í þeim málaflokki. Í þessu ráðuneyti eru ýmis stjórntæki sem gætu nýst í þeim efnum.“

Sér ráðherrann eftir heilbrigðismálunum?

„Nú eru liðnir um tíu dagar frá því að þessi breyting átti sér stað. Ég skrifaði undir síðustu reglugerðina í heilbrigðisráðuneytinu um mánaðamótin og ég mun sakna heilbrigðismálanna, allavega enn um sinn. Ég mun fylgjast með tölum og upplýsingum um það hvernig veiran þróast og glímunni við hana. En eftir því sem dagarnir líða tekur þessi málaflokkur sem hér er meira og meira yfir, enda eru hér stór og mikilvæg verkefni.“

Krefjandi verk er að sinna heilbrigðismálunum á tímum heimsfaraldurs og því við hæfi að velta fyrir sér hvort léttir sé að yfirgefa heilbrigðisráðuneytið eftir tæplega tveggja ára baráttu við kórónuveiruna.

„Heilbrigðismálin eru málaflokkur sem er aðkallandi á öllum tímum og það eru alltaf brýn verkefni á borði heilbrigðisráðherra. Það er alveg sama hvenær það er og hver ráðherrann er, en þegar Covid bætist þar ofan á og allar þær ákvarðanir sem hefur þurft að taka – oft mjög hratt, oft þó ttþað væri helgi, jól eða hásumar – þá gildir að ráðfæra sig við okkar besta fólk og byggja á samstöðu bæði hjá stjórnvöldum og ekki síður hjá samfélaginu öllu. Þarna hefur verið mjög sterk tilfinning fyrir verkefninu öllu og það hefur verið gæfa okkar að hafa mjög öflugt fólk í öllum stöðum í þessari glímu. Mér fannst ekkert auðvelt að sleppa þessum málaflokki, en Willum [Þór Þórsson] er maður sem ég treysti mjög vel til að halda á þessu kefli.“

Heilbrigðismálin hafa verið einstaklega flókin úrlausnar á tímum faraldurs.
Heilbrigðismálin hafa verið einstaklega flókin úrlausnar á tímum faraldurs. Ljósmynd/Landspítali

Styrkja íslenska matvælaframleiðslu

Svandís, sem hefur setið á Alþingi fyrir Vinstri hreyfinguna – grænt framboð (VG) frá árinu 2009, kveðst stefna að því að setja mark sitt á embættið þótt henni sé veitt heilmikil leiðsögn í stjórnarsáttmálanum. „Ég er stjórnmálamaður sem kemur úr stjórnmálahreyfingu sem byggist á sjónarmiðum um félagslegt réttlæti og jöfnuð annars vegar og hins vegar grænum sjónarmiðum, sem eru alltaf mitt leiðarljós. [...] Ég held það séu sóknarfæri hve mikið þessir málaflokkar eiga inni í grænum umskiptum og það – samhliða nýsköpun og þróun á grundvelli skilvirkni og ábyrgs starfsumhverfis með áherslu á gæði – mun styrkja stöðu íslenskrar matvælaframleiðslu hvort sem það er í landbúnaði eða í sjávarútvegi.“

„Sjálfbærni hefur verið í forgrunni sjávarútvegs um langt árabil en við getum gert enn þá betur á grundvelli aukinna rannsókna, grænna lausna og markmiða um að minnka losun gróðurhúsalofttegunda.“

Nýjustu skip íslenska flotans eru þannig búin að þau geta tengst rafmagni þegar þau eru við bryggju og nýta því mun minni olíu, en betur má ef duga skal. Orkuskipti í sjávarútvegi eru Svandísi ofarlega í huga hvort sem um er að ræða skip eða vinnslur. Hins vegar er orðið ljóst að skerða hefur þurft rafmagn til bræðslna sem nú munu þurfa að styðjast við jarðefnaeldsneyti. Spurð um stöðu þessara mála svarar Svandís: „Í aðgerðaáætlun í loftslagsmálum er meðal annars fjallað um rafvæðingu fiskimjölsverksmiðja og það markmið stjórnvalda að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis í samvinnu við rekstraraðila verksmiðjanna. Ég mun leggja áherslu á að þessu markmiði verði náð á kjörtímabilnu.“

Mun beita sér fyrir sátt

Töluvert hefur verið rætt um skilgreiningu tengdra aðila í lögum um stjórn fiskveiða og eignarhald aflaheimilda. Ýmsar tillögur hafa komið fram um breytingar á lögum en Svandís kveðst vilja beita sér fyrir því að finna niðurstöðu í málunum sem stuðlar að sátt. „Þetta er gríðarlega mikilvægt viðfangsefni og varðar traust og samheldni í samfélaginu, að það ríki gagnsæi um eignarhald og þá aðila sem þarna koma að málum. Mér finnst sú umræða mjög mikilvæg og held að við höfum þarna tækifæri til að opna umræðuna með það að markmiði að auka traust. Þannig að ég mun beita mér í þá veru.“

Hún vekur athygli á því að í stjórnarsáttmálanum er gert ráð fyrir að skipuð verði nefnd sem á að kortleggja áskoranir og tækifæri í sjávarútvegi og tengdum greinum. Jafnframt eigi að bera fiskveiðistjórnunarkerfið saman við önnur kerfi erlendis, meta þjóðhagslegan ávinning fyrirkomulagsins og leggja til leiðir til að gera umbætur á þeim sviðum þar sem þess er þörf.

Ekki verður annað séð en að Svandís hafi farið úr einum málaflokki sem stöðugt er deilt um yfir í annan. Blaðamaður sér sig knúinn til að spyrja hvort búast megi við breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu í ljósi þeirrar stefnu sem VG hefur boðað. „Ég skil að það sé spurningin sem liggur í loftinu og það er alltaf þannig að maður kemur að borðinu með margþætt umboð. Í fyrsta lagi er ég ráðherra málaflokksins og ráðherra sem byggi mín störf á þingmeirihlutanum og stjórnarsáttmálanum. Þannig að mitt verkefni gagnvart þessum málaflokki í stóru myndinni er að tryggja að þessi umrædda nefnd verði skipuð til að kortleggja þessar áskoranir og tækifæri.“

„Þarna eru samfélagslegar áskoranir sem ráðherra málaflokksins þarf að taka á og ég held að það sé hægt að horfa á fiskveiðistjórnunarkerfið í heild, en ég held að það sé líka hægt að gera smærri breytingar sem hafa áhrif í rétta átt. Bæði til þess að auka sanngirni og samfélagslega sátt um málaflokkinn.“

Meta reynslu fiskeldislaga

Þá telur Svandís einnig ástæðu til að meta reynsluna af nýrri umgjörð löggjafar um fiskeldi. „Þar sem við byggjum á tiltölulega nýlegri löggjöf í fiskeldi er það mín skoðun að við þurfum að staldra við og fara yfir reynsluna af þessari löggjöf og móta heildstæða stefnu um umgjörð og gjaldtöku fiskeldis og leggja þá áherslu á tækifæri til atvinnusköpunar en á sama tíma byggja á þessum grundvallarsjónarmiðum um sjálfbærni, vísindalega þekkingu og vernd villtra stofna.“

Vonar að samningar náist

Svandís segir mikilvægt að huga að öflugum hafrannsóknum, ekki einungis í þeim tilgangi að skapa grundvöll fyrir veiðiráðgjöf, heldur einnig til að skilja betur þær breytingar sem eru að eiga sér stað í hafinu umhverfis Ísland í tengslum við loftslagsbreytingar. Bendir hún á breytingar í hitastigi, hafstraumum og súrnun sjávar. „Þetta er þekking sem við verðum að viða að okkur og setja ofar á forgangslista til þess að geta aðlagað okkur loftslagsbreytingunum.“

Ekki tókst að ná samningum milli strandríkja um skiptingu aflaheimilda í kolmunna, makríl eða norsk-íslenskri síld í haust. Viðræður eiga að hefjast á ný eftir áramót og bindur ráðherrann vonir við að hægt verði að koma einhverri hreyfingu á málið. „Það gerist bara ef allir aðilar setjast til viðræðna af fullri ábyrgð. Sameiginlega bera þessi strandríki ábyrgð á nýtingu þessara stofna og mikilvægt er að veiðarnar séu stundaðar innan ramma og nýtingin sé sjálfbær. Staðan eins og hún er núna leiðir til þess að svo er ekki. Í þessum stofnum hefur heildarveiði verið umtalsvert umfram ráðgjöf, sem hefur áhrif á stofnana og nýtingu þeirra til framtíðar. Ég hef ekki komið að þessum málum áður en bind vonir við það að þeir samningafundir sem eru fyrirhugaðir snemma á næsta ári skili árangri.“

Um sjávarútveg og fiskeldi í stjórnarsáttmálanum:

  • Skipuð verður nefnd til að kortleggja áskoranir og tækifæri í sjávarútvegi og tengdum greinum og meta þjóðhagslegan ávinning fiskveiðistjórnunarkerfisins. Nefndinni verði falið að bera saman stöðuna hér og erlendis og leggja fram tillögur til að hámarka möguleika Íslendinga til frekari árangurs og samfélagslegrar sáttar um umgjörð greinarinnar. Nefndin fjalli einnig um hvernig hægt er að auka gagnsæi í rekstri fyrirtækja í sjávarútvegi og þá sérstaklega meðal stærstu fyrirtækja landsins. Þá meti nefndin árangur af atvinnu- og byggðakvóta og strandveiðum til að styðja við atvinnulíf í landsbyggðunum.
  • Fylgt verður eftir tillögum starfshóps um græn skref í sjávarútvegi til að flýta eins og kostur er orkuskiptum í sjávarútvegi og ná markmiðum um samdrátt í losun.
  • Mótuð verður heildstæð stefna um uppbyggingu, umgjörð og gjaldtöku fiskeldis. Við þá vinnu verður lögð áhersla á tækifæri til atvinnusköpunar og mikilvægi þess að greinin byggist upp á grundvelli sjálfbærni, vísindalegrar þekkingar og verndar villtra laxastofna.
  • Áfram verður stutt við öflugt styrkjakerfi, samstarf við háskólasamfélagið og stuðningsumhverfi rannsókna og þróunar til að stuðla að nýsköpun í sjávarútvegi og tengdum greinum.

Viðtalið við svandísi var fyrst birt í blaði 200 mílna sem fylgdi Morgunblaðinu 11. desember.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 13.6.24 463,05 kr/kg
Þorskur, slægður 13.6.24 458,91 kr/kg
Ýsa, óslægð 13.6.24 411,05 kr/kg
Ýsa, slægð 13.6.24 169,75 kr/kg
Ufsi, óslægður 13.6.24 159,19 kr/kg
Ufsi, slægður 13.6.24 183,39 kr/kg
Djúpkarfi 6.6.24 150,00 kr/kg
Gullkarfi 13.6.24 359,30 kr/kg
Litli karfi 10.6.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 12.6.24 225,08 kr/kg

Fleiri tegundir »

13.6.24 Stundvís ÍS 333 Handfæri
Þorskur 12 kg
Samtals 12 kg
13.6.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 3.606 kg
Karfi 20 kg
Keila 17 kg
Steinbítur 7 kg
Samtals 3.650 kg
13.6.24 Guðmundur Þór NS 121 Handfæri
Karfi 22 kg
Ýsa 8 kg
Ufsi 2 kg
Samtals 32 kg
13.6.24 Sigurey ST 22 Grásleppunet
Grásleppa 4.115 kg
Þorskur 541 kg
Samtals 4.656 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 13.6.24 463,05 kr/kg
Þorskur, slægður 13.6.24 458,91 kr/kg
Ýsa, óslægð 13.6.24 411,05 kr/kg
Ýsa, slægð 13.6.24 169,75 kr/kg
Ufsi, óslægður 13.6.24 159,19 kr/kg
Ufsi, slægður 13.6.24 183,39 kr/kg
Djúpkarfi 6.6.24 150,00 kr/kg
Gullkarfi 13.6.24 359,30 kr/kg
Litli karfi 10.6.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 12.6.24 225,08 kr/kg

Fleiri tegundir »

13.6.24 Stundvís ÍS 333 Handfæri
Þorskur 12 kg
Samtals 12 kg
13.6.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 3.606 kg
Karfi 20 kg
Keila 17 kg
Steinbítur 7 kg
Samtals 3.650 kg
13.6.24 Guðmundur Þór NS 121 Handfæri
Karfi 22 kg
Ýsa 8 kg
Ufsi 2 kg
Samtals 32 kg
13.6.24 Sigurey ST 22 Grásleppunet
Grásleppa 4.115 kg
Þorskur 541 kg
Samtals 4.656 kg

Skoða allar landanir »