Sigurður Ingi vill upphefja konur

Sigurður Ingi segir Framsóknarflokkinn lengi hafa lagt áherslu á velferð …
Sigurður Ingi segir Framsóknarflokkinn lengi hafa lagt áherslu á velferð barna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Í engri starfsstétt er jafnmikill kynjahalli og í sjómennsku,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag í tilefni af alþjóðadegi kvenna í siglingum. Vill hann með greininni hvetja fleiri konur í sjómennsku.

„Örfáar konur hafa útskrifast úr skipstjórn eða vélstjórn. Einungis 1% skipstjórnarmenntaðra eru konur. Til samanburðar eru konur handhafar tæplega 12% flugskírteina. Af 2.542 sem hafa útskrifast af lokastigi vélstjórnar, eru sjö konur,“ segir hann.

Mikilvægt er að beina athygli ungra kvenna að þeim starfsmöguleikum sem eru á sjó að mati Sigurðar Inga, hvort sem er við fiskveiðar, flutninga, rannsóknir eða nýsköpun tengda sjávarútvegi. „Með fleiri og fjölbreyttari atvinnutækifærum fyrir konur, tryggjum við ekki einungis bætta stöðu kynjanna, heldur rennum sterkari stoðum undir sjávarbyggðirnar þar sem kynjahalli hefur verið viðvarandi vegna einhæfni starfa.“

Það er „bjartara framundan“ að sögn Sigurðar Inga sem vekur athygli á að 7% af nemum í skipstjórn séu konur. Jafnframt bendir hann á að mikill launamunur kynjanna í sjávarbyggðum megi meðal annars rekja til hárra tekna karla á sjó, en aðeins 9% af þeim sem vinna við fiskveiðar eru konur og 43% af þeim sem starfa við fiskvinnslu.

„Ég vil hvetja stofnanir og fyrirtæki sem hafa sjóinn að vettvangi til að brjóta hefðir og opna dyr sínar og skapa hvetjandi umhverfi þar sem konur njóta jafnræðis á við karla í störfum á sjó,“ segir hann að lokum. Greinina má lesa hér eða í Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.9.24 561,35 kr/kg
Þorskur, slægður 18.9.24 601,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.9.24 245,22 kr/kg
Ýsa, slægð 18.9.24 294,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.9.24 221,87 kr/kg
Ufsi, slægður 18.9.24 284,94 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 18.9.24 275,09 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.9.24 Geir ÞH 150 Dragnót
Ýsa 20.939 kg
Skarkoli 505 kg
Þorskur 191 kg
Steinbítur 30 kg
Samtals 21.665 kg
18.9.24 Bárður SH 81 Dragnót
Ýsa 4.702 kg
Þorskur 3.032 kg
Langlúra 147 kg
Ufsi 60 kg
Karfi 44 kg
Sandkoli 41 kg
Samtals 8.026 kg
18.9.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Þorskur 4.556 kg
Skarkoli 2.602 kg
Ýsa 2.186 kg
Steinbítur 196 kg
Sandkoli 95 kg
Samtals 9.635 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.9.24 561,35 kr/kg
Þorskur, slægður 18.9.24 601,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.9.24 245,22 kr/kg
Ýsa, slægð 18.9.24 294,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.9.24 221,87 kr/kg
Ufsi, slægður 18.9.24 284,94 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 18.9.24 275,09 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.9.24 Geir ÞH 150 Dragnót
Ýsa 20.939 kg
Skarkoli 505 kg
Þorskur 191 kg
Steinbítur 30 kg
Samtals 21.665 kg
18.9.24 Bárður SH 81 Dragnót
Ýsa 4.702 kg
Þorskur 3.032 kg
Langlúra 147 kg
Ufsi 60 kg
Karfi 44 kg
Sandkoli 41 kg
Samtals 8.026 kg
18.9.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Þorskur 4.556 kg
Skarkoli 2.602 kg
Ýsa 2.186 kg
Steinbítur 196 kg
Sandkoli 95 kg
Samtals 9.635 kg

Skoða allar landanir »