Metdagur á strandveiðum

Alls lönduðu 464 strandveiðibátar afla í fyrradag
Alls lönduðu 464 strandveiðibátar afla í fyrradag mbl.is/Margrét Þóra

Mestur afli í maímánuði frá upphafi strandveiða barst á land á mánudag þegar 320 tonnum var landað á höfnum hringinn í kringum landið. Gott veður var til sjósóknar víðast hvar og margir voru fljótir að ná dagsskammtinum, sem er 774 kíló af óslægðum þorski eða 650 þorskígildi.

Alls lönduðu 464 strandveiðibátar afla í fyrradag og reru flestir þeirra, eða 276, á svæði A, sem nær frá Arnarstapa að Súðavík, samkvæmt upplýsingum frá Landssambandi smábátaeigenda.

Á mánudag var meðalverð á óslægðum, handfæraveiddum þorski á fiskmörkuðum 399 krónur fyrir kíló og ufsinn seldist á 220 krónur. Miðað við að allur afli hafi verið seldur í gegnum fiskmarkaði lætur nærri að aflaverðmætið hafi verið um 125 milljónir króna.

Eldra met fyrir maí var sett á mánudag í síðustu viku en þá var dagsaflinn 308 tonn. Met á einum degi allt strandveiðitímabilið stendur þó enn óhaggað en 28. júní í fyrra nam aflinn 367 tonnum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.9.24 561,35 kr/kg
Þorskur, slægður 18.9.24 601,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.9.24 245,22 kr/kg
Ýsa, slægð 18.9.24 294,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.9.24 221,87 kr/kg
Ufsi, slægður 18.9.24 284,94 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 18.9.24 275,09 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.9.24 Hópsnes GK 77 Línutrekt
Þorskur 156 kg
Ýsa 96 kg
Hlýri 57 kg
Steinbítur 23 kg
Keila 10 kg
Samtals 342 kg
18.9.24 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 4.401 kg
Ýsa 2.351 kg
Steinbítur 13 kg
Hlýri 3 kg
Samtals 6.768 kg
18.9.24 Óli Á Stað GK 99 Línutrekt
Þorskur 461 kg
Ýsa 181 kg
Steinbítur 37 kg
Hlýri 29 kg
Keila 8 kg
Samtals 716 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.9.24 561,35 kr/kg
Þorskur, slægður 18.9.24 601,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.9.24 245,22 kr/kg
Ýsa, slægð 18.9.24 294,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.9.24 221,87 kr/kg
Ufsi, slægður 18.9.24 284,94 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 18.9.24 275,09 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.9.24 Hópsnes GK 77 Línutrekt
Þorskur 156 kg
Ýsa 96 kg
Hlýri 57 kg
Steinbítur 23 kg
Keila 10 kg
Samtals 342 kg
18.9.24 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 4.401 kg
Ýsa 2.351 kg
Steinbítur 13 kg
Hlýri 3 kg
Samtals 6.768 kg
18.9.24 Óli Á Stað GK 99 Línutrekt
Þorskur 461 kg
Ýsa 181 kg
Steinbítur 37 kg
Hlýri 29 kg
Keila 8 kg
Samtals 716 kg

Skoða allar landanir »