Fallið var frá kauptilboðinu í Ægi og Tý

Ekki er ljóst hvað verður um skipin tvö sem ekki …
Ekki er ljóst hvað verður um skipin tvö sem ekki eru lengur í notkun. mbl.is/sisi

Varðskipið Týr, sem legið hefur í Gömlu höfninni í Reykjavík síðan það var tekið úr notkun 15. nóvember í fyrra, hefur verið flutt í Sundahöfn. Þar liggja þeir samsíða, Týr og Ægir, og bíða örlaga sinna ef svo má taka til orða. Skipin eru komin til ára sinna og eru ekki lengur í þjónustu Landhelgisgæslunnar. Nýrri og fullkomnari skip, Þór og Freyja, hafa tekið við hlutverki þeirra við gæslu landhelginnar.

Ríkiskaup, fyrir hönd Landhelgisgæslunnar, auglýsti skipin til sölu í fyrrahaust. Tvö tilboð bárust í bæði skipin. Það hærra var 125 milljónir en hið lægra 18 milljónir.

Í apríl sl. var frá því skýrt að Ríkiskaup hefðu samþykkt kauptilboð frá Íslendingi og verið væri að ganga frá samningum. Síðan kom babb í bátinn. „Kauptilboð sem búið var að samþykkja er niður fallið, þannig að það eru umleitanir í gangi eins og er,“ segir Helena Rós Sigmarsdóttir, lögfræðingur hjá Ríkiskaupum, í skriflegu svari við fyrirspurn blaðsins.

Væntanlegur kaupandi gat ekki staðið við tilboð sitt og eru nú hafnar viðræður við tvo aðila.

Bæði skipin eru smíðuð í Danmörku. Varðskipið Ægir var smíðað í Álaborg 1968 og Týr var smíðaður í Árósum 1975. Ægir fór í sína síðustu löggæslu- og eftirlitsferð um miðin sumarið 2015 og Týr í nóvember í fyrra.

Bæði Ægir og Týr hafa reynst afar vel og léku stórt hlutverk í þorskastríðunum sem Íslendingar háðu við Breta á síðustu öld.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.9.24 501,11 kr/kg
Þorskur, slægður 20.9.24 428,26 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.9.24 249,57 kr/kg
Ýsa, slægð 20.9.24 193,95 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 255,01 kr/kg
Ufsi, slægður 20.9.24 267,83 kr/kg
Djúpkarfi 20.9.24 301,00 kr/kg
Gullkarfi 20.9.24 404,77 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.9.24 48,32 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.9.24 Beta GK 36 Línutrekt
Þorskur 3.338 kg
Ýsa 2.064 kg
Steinbítur 85 kg
Langa 10 kg
Samtals 5.497 kg
20.9.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.123 kg
Ýsa 2.373 kg
Langa 703 kg
Steinbítur 121 kg
Keila 116 kg
Karfi 115 kg
Ufsi 93 kg
Hlýri 24 kg
Skarkoli 14 kg
Samtals 10.682 kg
20.9.24 Særif SH 25 Lína
Þorskur 7.247 kg
Karfi 351 kg
Keila 253 kg
Steinbítur 13 kg
Ufsi 10 kg
Samtals 7.874 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.9.24 501,11 kr/kg
Þorskur, slægður 20.9.24 428,26 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.9.24 249,57 kr/kg
Ýsa, slægð 20.9.24 193,95 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 255,01 kr/kg
Ufsi, slægður 20.9.24 267,83 kr/kg
Djúpkarfi 20.9.24 301,00 kr/kg
Gullkarfi 20.9.24 404,77 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.9.24 48,32 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.9.24 Beta GK 36 Línutrekt
Þorskur 3.338 kg
Ýsa 2.064 kg
Steinbítur 85 kg
Langa 10 kg
Samtals 5.497 kg
20.9.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.123 kg
Ýsa 2.373 kg
Langa 703 kg
Steinbítur 121 kg
Keila 116 kg
Karfi 115 kg
Ufsi 93 kg
Hlýri 24 kg
Skarkoli 14 kg
Samtals 10.682 kg
20.9.24 Særif SH 25 Lína
Þorskur 7.247 kg
Karfi 351 kg
Keila 253 kg
Steinbítur 13 kg
Ufsi 10 kg
Samtals 7.874 kg

Skoða allar landanir »