Lögbann á NRS staðfest vegna keimlíkra kerfa

NRS hyggðist þjónusta uppboð fiskmarkaða en dómskvaddur matsmaður taldi kerfi …
NRS hyggðist þjónusta uppboð fiskmarkaða en dómskvaddur matsmaður taldi kerfi fyrirtækisins vera mjög líkt kerfinu sem RSF hefur hannað. mbl.is/Sigurður Bogi

Héraðsdómur Reykjaness staðfesti í gær lögbann sem sett var á NRS ehf. þann 22. október á síðasta ári. Komst dómskvaddur matsmaður að því að hugbúnaðurinn sem fyrirtækið studdist við hafi verið að miklu leiti líkt kerfinu sem samkeppnisaðilinn, Reiknistofa fiskmarkaða (RSF), hefur hannað og notað til að þjónusta uppboð fiskmarkaða.

NRS ehf. var stofnað meðal annars af Eyjólfi Þór Guðlaugssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra RSF, og kvaðst hann í viðtali við 200 mílur hyggjast bjóða samkeppni við RSF og ýmsa nýjunga í þjónustu við fiskmarkaði. Daginn sem fyrsta uppboðið átti að fara fram var sett lögbann á NRS af sýslumanninum á Suðurnesjum.

98% eins kerfi

Fram kemur í gögnum málsins að krafa RSF um lögbann hafi byggt á nokkrum þáttum. Fullyrti RSF að uppboðskerfi NRS hafi verið eftirlíking af hugbúnaði sem hafi verið þróaður af RFS í gegnum fleiri ár og að um væri að ræða „ólögmæta hagnýtingu hugbúnaðarins“. Dómskvaddur matsmaður sagði mikil líkindi milli kerfanna og að framendi og bakendi uppboðsklukkunnar hafi verið 98% eins. Aðeins nöfn félaganna tveggja var það sem ekki var eins í forrituninni.

„Staðfest er lögbann er sýslumaðurinn á Suðurnesjum lagði við notkun NRS ehf., í málinunr. 3/2021 þann 22. október 2021, við því að stefndu noti í starfi sínu, þjónustu eða starfsemi eða hagnýti sér með öðrum hætti, sölukerfið Njörð, og viðskiptaleyndarmál sem felast í hugbúnaðinum og sölukerfi stefnanda og önnur viðskiptaleyndarmál stefnanda, RSF hf., þ. m.t. upplýsingar um kaupendur og seljendur, sem og upplýsingar um einstaka samninga og skilmála viðskiptamanna stefnanda við flutningsaðila,“ segir í dómsorðum.

RSF telur niðurstöðu dómsins staðfesta að „kerfið hefði verið kópíerað og með því, brotið gegn höfundar og eignarrétti RSF að kerfinu og viðskiptaleyndarmálum í eigu RSF,“ að því er fram kemur í yfirlýsingu á vef félagsins.

Forritari og NRS greiða málskostnað

Fór RSF einnig fram á að lögbann yrði sett á Eyjólf þar sem honum ætti að vera óheimilt að starfa fyrir samkeppnisaðila fram til 8. mars 2022. Var hann þó sýknaður af þeirri kröfu. Þegar honum var sagt upp 8. mars 2021 féllu úr gildi bæði réttindi og kvaðir sem hann hafði undirgengist með ráðningarsamningi þann 30. janúar 2014.

Sá sem forritaði uppboðskerfi NRS er fyrrverandi starfsmaður RSF og kom því að gerð beggja uppboðskerfa. Sá hafði verið kerfisstjóri RSF frá 2007 til ársins 2020. Fór RSF einnig fram á lögbann á störf hans en var hann sýknaður þar sem tímabilið sem kvaðir á atvinnu hans voru í gildi runnu út áður en dómur féll í málinu.

Hefur NRS og forritara fyrirtækisins verið gert að greiða málskostnað RSF, alls 3,5 milljónir króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.9.24 606,32 kr/kg
Þorskur, slægður 19.9.24 383,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.9.24 279,12 kr/kg
Ýsa, slægð 19.9.24 249,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 253,40 kr/kg
Ufsi, slægður 19.9.24 322,53 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 19.9.24 329,86 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.9.24 Jökull ÞH 299 Grálúðunet
Þorskur 24.903 kg
Grálúða 229 kg
Samtals 25.132 kg
19.9.24 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 1.689 kg
Þorskur 1.181 kg
Keila 277 kg
Steinbítur 18 kg
Ufsi 15 kg
Karfi 8 kg
Samtals 3.188 kg
19.9.24 Hrönn NS 50 Handfæri
Ufsi 12 kg
Samtals 12 kg
19.9.24 Margrét GK 33 Lína
Ýsa 4.669 kg
Þorskur 1.953 kg
Steinbítur 300 kg
Keila 30 kg
Langa 14 kg
Karfi 5 kg
Samtals 6.971 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.9.24 606,32 kr/kg
Þorskur, slægður 19.9.24 383,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.9.24 279,12 kr/kg
Ýsa, slægð 19.9.24 249,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 253,40 kr/kg
Ufsi, slægður 19.9.24 322,53 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 19.9.24 329,86 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.9.24 Jökull ÞH 299 Grálúðunet
Þorskur 24.903 kg
Grálúða 229 kg
Samtals 25.132 kg
19.9.24 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 1.689 kg
Þorskur 1.181 kg
Keila 277 kg
Steinbítur 18 kg
Ufsi 15 kg
Karfi 8 kg
Samtals 3.188 kg
19.9.24 Hrönn NS 50 Handfæri
Ufsi 12 kg
Samtals 12 kg
19.9.24 Margrét GK 33 Lína
Ýsa 4.669 kg
Þorskur 1.953 kg
Steinbítur 300 kg
Keila 30 kg
Langa 14 kg
Karfi 5 kg
Samtals 6.971 kg

Skoða allar landanir »