„Heil­brigði snýst ekki um út­lit“

Líkamsvirðing | 5. júlí 2018

„Heil­brigði snýst ekki um út­lit“

Elva Björk Ágústsdóttir er námsráðgjafi og sálfræðikennari sem kennir sálfræði við Menntaskólann í Hamrahlíð. Áhugi hennar á hugtakinu líkamsvirðing kviknaði fyrst þegar hún gerði rannsókn fyrir meistararitgerð sína í sálfræði árið 2010. Rannsóknin var í tengslum við líkamsmynd barna og unglinga en Elva segir að líkamsmynd hafi verið sér hugleikin i langan tíma. Elva hefur því kynnt sér hugtakið vel.

„Heil­brigði snýst ekki um út­lit“

Líkamsvirðing | 5. júlí 2018

Elva Björk vill auka þekkingu fólks á hugmyndinni um líkamsvirðingu …
Elva Björk vill auka þekkingu fólks á hugmyndinni um líkamsvirðingu og að heilsa sé ekki nátengd útliti og holdafari. Ljósmynd/Aðsend

Elva Björk Ágústsdóttir er námsráðgjafi og sálfræðikennari sem kennir sálfræði við Menntaskólann í Hamrahlíð. Áhugi hennar á hugtakinu líkamsvirðing kviknaði fyrst þegar hún gerði rannsókn fyrir meistararitgerð sína í sálfræði árið 2010. Rannsóknin var í tengslum við líkamsmynd barna og unglinga en Elva segir að líkamsmynd hafi verið sér hugleikin i langan tíma. Elva hefur því kynnt sér hugtakið vel.

Elva Björk Ágústsdóttir er námsráðgjafi og sálfræðikennari sem kennir sálfræði við Menntaskólann í Hamrahlíð. Áhugi hennar á hugtakinu líkamsvirðing kviknaði fyrst þegar hún gerði rannsókn fyrir meistararitgerð sína í sálfræði árið 2010. Rannsóknin var í tengslum við líkamsmynd barna og unglinga en Elva segir að líkamsmynd hafi verið sér hugleikin i langan tíma. Elva hefur því kynnt sér hugtakið vel.

„Líkamsvirðing er frekar nýtt hugtak og er byltingarkennt. Líkamsvirðing vísar til þess að allir líkamar eiga jafnan rétt á virðingu og góðri umönnun. Líkamsvirðing snýst bæði um það að við eigum að sýna okkar eigin líkama virðingu og gerum þá kröfu til umhverfisins að komið sé vel fram við alla líkama óháð holdafari og útliti. Líkamsvirðing felst í því að hafa jákvætt viðhorf til eigin líkama og rækta með sér væntumþykju í hans garð.“

Elva segir einnig að líkamsvirðing feli í sér að hugsa vel um líkama sinn og hlúa að þörfum hans. Mikilvægt er að hafa í huga að heilbrigður líkami getur litið alls konar út. „Heilbrigði snýst ekki um útlit heldur andlega, líkamlega og félagslega vellíðan. Mikilvægt er að huga að öllum þessum þáttum þegar við hugum að heilsu fólks.“

Elva hreyfir sig til að auka þol og styrk, ekki …
Elva hreyfir sig til að auka þol og styrk, ekki til að grennast eða breyta sér. Aðsend mynd

„Mín eigin líkamsvirðingarbarátta gengur út á það að auka þekkingu fólks á hugmyndinni um líkamsvirðingu og að heilsa sé ekki nátengd útliti og holdafari. Hvetja fólk til að þykja vænna um líkama sinn þar sem það er nokkuð augljóst að við hugsum betur um það sem okkur þykir vænt um. Slæm líkamsmynd getur haft mjög neikvæð áhrif á líðan og því nauðsynlegt að huga að líkamsmynd barna og unglinga í kennslu, ráðgjöf og uppeldi.“

Elva segir að hún sjálfi reyni að hugsa um heilsu sína óháð holdafari og útliti. „Ég hreyfi mig til að auka þol og styrk en ekki til að grennast eða breyta mér. Ég reyni að borða hollan mat þar sem ég veit að það er gott fyrir líkama minn en á sama tíma leyfi ég mér líka að njóta góðra veitinga þegar við á, þar sem það hefur jákvæð áhrif á andlega líðan.“

Fann sér nýjar raunhæfari fyrirmyndir

Fyrir nokkrum árum ákvað hún að prófa að finna sér nýjar fyrirmyndir. Þar á meðal voru „plus-size“ fyrirsætur og konur sem líktust henni sjálfri. Hún segir það hafa haft mikil og góð áhrif á sig andlega að bera sig saman við raunhæfar fyrirmyndir.

Elva hugar að líkamsímynd, ekki aðeins fyrir sjálfa sig heldur einnig fyrir börnin sín. Hún segir að hugmyndin um líkamsvirðingu skipti gríðarlega miklu máli því að stöðugt dynur á okkur áróður um útlit og líkamsvöxt. Við fáum mjög snemma í barnæsku okkar upplýsingar um það hvaða útlit þykir eftirsóknarvert. „Heima fyrir og í uppeldi barna minna reyni ég af fremsta megni að leggja litla sem enga áherslu á útlit og minnka þannig þann útlitsþrýsting sem börn geta fundið fyrir,“ segir Elva.

mbl.is