„Ég gæti mín“

Börnin okkar og úrræðin | 24. september 2018

„Ég gæti mín“

Bergþór Grétar Böðvarsson starfsmaður á geðsviði Landspítalans og knattspyrnuþjálfari greindist með geðröskun fyrir 29 árum. Hann segir mikið hafa breyst á þeim tíma, úrræðin voru fá fyr­ir fólk með geðrask­an­ir og lítið hugsað um eftirfylgni að lokinni spítalavist.

„Ég gæti mín“

Börnin okkar og úrræðin | 24. september 2018

Bergþór Grétar Böðvarsson.
Bergþór Grétar Böðvarsson. mbl.is/Hari

Bergþór Grétar Böðvarsson starfsmaður á geðsviði Landspítalans og knattspyrnuþjálfari greindist með geðröskun fyrir 29 árum. Hann segir mikið hafa breyst á þeim tíma, úrræðin voru fá fyr­ir fólk með geðrask­an­ir og lítið hugsað um eftirfylgni að lokinni spítalavist.

Bergþór Grétar Böðvarsson starfsmaður á geðsviði Landspítalans og knattspyrnuþjálfari greindist með geðröskun fyrir 29 árum. Hann segir mikið hafa breyst á þeim tíma, úrræðin voru fá fyr­ir fólk með geðrask­an­ir og lítið hugsað um eftirfylgni að lokinni spítalavist.

Bergþór greind­ist með geðhvörf árið 1989. Í dag starfar hann sem full­trúi not­enda á geðsviði Land­spít­al­ans og sem verk­stjóri NSN í Hlut­verka­setri. Hann er Reyk­vík­ing­ur árs­ins. Bergþór átti frum­kvæði að því að Reykja­vík­ur­borg, geðsvið LSH og Hlut­verka­set­ur settu af stað verk­efnið Geðveik­ur fót­bolti.

Und­ir stjórn Bergþórs hef­ur fót­boltalið FC Sækó dafnað með reglu­leg­um æf­ing­um, mót­um og vináttu­leikj­um er­lend­is. Bergþór hef­ur varið drjúg­um tíma til þess að hlúa að þessu hug­sjón­ar­verk­efni, inn­an sem utan vall­ar.

Þegar til­kynnt var um valið á Reyk­vík­ingi árs­ins kom fram að Bergþór er öðrum hvatn­ing og fyr­ir­mynd í fót­bolta­verk­efn­inu FC Sækó. Hann hafi á já­kvæðan hátt náð að tengja sam­an ólíka hópa fólks, sem hafa ann­ars sjald­an tæki­færi til að hitt­ast. FC Sækó sé frá­bært dæmi um hvernig auka má fé­lagsauð og ryðja burt for­dóm­um í borg­inni.

Bergþór sagði sjálf­ur við til­nefn­ing­una að þegar menn séu komn­ir út á fót­bolta­völl­inn séu all­ir jafn­ir og all­ir jafngeðveik­ir. Verk­efnið FC Sækó hófst í nóv­em­ber 2011 og starfar sam­nefnt íþrótta­fé­lag sjálf­stætt. Bergþór var meðal stofn­enda og hef­ur hann í kjöl­farið sótt þjálf­ara­nám­skeið hjá KSÍ.

Mark­mið liðsins er fyrst og fremst að efla og auka virkni fólks með geðrask­an­ir, veita þeim tæki­færi til að iðka knatt­spyrnu og draga úr for­dóm­um.

Á æf­ing­um og í keppni eru all­ir jafn­ir og fé­lags­menn styðja hver ann­an. Bata­bolti snýst ekki bara um fót­bolta, held­ur er það heild­ar­um­gjörðin sem stuðlar að bata, þ.m.t  að stíga út fyr­ir ramm­ann, vera liðsheild og eiga sam­skipti og þar hef­ur Bergþór gegnt lyk­il­hlut­verki með brenn­andi áhuga sín­um og hvatn­ingu.

FC Sækó er skipað bæði kon­um og körl­um í geð- og vel­ferðar­kerf­inu, bæði starfs­mönn­um og not­end­um þess og öðrum sem hafa áhuga á að styðja við verk­efnið.

Bergþór var skjól­stæðing­ur geðsviðs Land­spít­al­ans í tíu ár en hann greind­ist rúm­lega tví­tug­ur. Að sögn Bergþórs var hann byrjaður að finna fyr­ir sjúk­dómn­um strax á unglings­ár­un­um án þess að til grein­ing­ar kæmi.

Á þess­um tíma, það er á síðasta ára­tug síðustu ald­ar, voru fá úrræði í boði fyr­ir fólk með geðrask­an­ir og ekki mikið hugsað um eft­ir­fylgni, svo sem að koma fólki í hlut­verk.

„Ég lá alltaf inni á geðdeild­inni A-2 á Borg­ar­spít­al­an­um sem þá var og hét í Foss­vogi og þar gát­um við farið í tækja- og slök­un­ar­sal­inn í kjall­ar­an­um. Einnig geng­um við reglu­lega í sund á Grens­ás­deild­inni. Ég man líka að við fór­um oft út í garð þannig að hreyf­ing­in var svo sem til staðar ef við bár­um okk­ur eft­ir henni. Eins var stórt iðju­her­bergi inni á deild­inni og við sát­um mikið þar og spjölluðum sam­an eða unn­um að verk­efn­um sem við fund­um okk­ur. Á þess­um tíma voru her­berg­in stærri á geðdeild­inni en í dag og að mörgu leyti allt miklu heim­il­is­legra.

Aft­ur á móti var það þannig að eft­ir inn­lögn þá fékk maður lít­inn sem eng­an stuðning. Var bara send­ur heim án nokk­urr­ar eft­ir­fylgni,“ seg­ir Bergþór.

Viðtalið við Bergþór var birt á mbl.is um helgina í greinaflokknum Gætt að geðheilbrigði.

Upp­lifði Arn­ar­holt sem hálf­gerða enda­stöð

Fyrstu árin eft­ir að Bergþór var greind­ur með geðhvörf á sín­um tíma glímdi hann við mikla of­sókn­ar­kennd og sjálfsskaðahugs­an­ir. Hann gerði ít­rekaðar til­raun­ir til sjálfs­vígs og að hans sögn var ým­is­legt reynt í meðferðinni. Til að mynda dvaldi hann um tíma  á Arn­ar­holti sem hann upp­lifði sem hálf­gerða enda­stöð.

„Þetta var hins veg­ar spark í rass­inn á mér um að ég yrði að gera eitt­hvað í mín­um mál­um. Á þess­um tíma var búið að reyna ým­is­legt, svo sem raf­lostmeðferðir. En bless­un­ar­lega rofaði til hjá mér og ég hef verið að vinna hér í 12 ár og þjálfað FC Sækó í sjö ár,“ seg­ir Bergþór.

Hann fór að taka þátt í starfi klúbbs­ins Geys­is árið 1999 og þar seg­ist Bergþór hafa kynnst ein­hverju öðru en hann hafði áður upp­lifað. Ári síðar var hann far­inn að leita annarra leiða og kom­inn á fullt í starf fólks með geðrask­an­ir. Svo sem Hug­arafli árið 2003.

Að sögn Bergþórs dvaldi hann meðal ann­ars á geðdeild­inni á Reykjalundi á sín­um tíma og seg­ir hann að það hafi gert hon­um mjög gott. „Þar kynnt­ist ég öðrum sjúk­linga­hóp­um og for­dóm­arn­ir voru minni í manns garð en þegar maður var inni á geðdeild­inni. Ég var mjög ánægður með dvöl­ina á Reykjalundi enda gott að hitta fjöl­breytt­ari hóp held­ur en þann sem var á geðdeild­inni,“ seg­ir Bergþór.

Bergþór Grétar veiddi fyrsta lax ársins í Elliðaánum í sumar …
Bergþór Grétar veiddi fyrsta lax ársins í Elliðaánum í sumar en þar var tilkynnt um að hann væri Reykvíkingur ársins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vann alltaf þrátt fyr­ir veik­ind­in

Að sögn Bergþórs hætti hann að taka geðlyf árið 2001 og ástæðan var meðal ann­ars sú að hann átti að taka lyf­in fjór­um sinn­um á dag og hann vildi ekki að vinnu­fé­lag­arn­ir sæju að hann væri á lyfj­um.

„Ég lærði húsa­smíði á sín­um tíma og vann alltaf þrátt fyr­ir veik­ind­in. Ég skammaðist mín svo fyr­ir að vera á geðlyfj­um þannig að ég tók lyf­in bara tvisvar á dag í stað fjög­urra. Síðan var ég alltaf að velta fyr­ir mér af hverju ég væri eig­in­lega að taka lyf­in. Ég vó þetta og mat, hvað væri já­kvætt og hvað nei­kvætt. Upp komu í hug­ann hlut­ir eins og pen­inga­á­hyggj­ur – átti ég fyr­ir lyfj­un­um, átti ég lyf? Var ég bú­inn að taka lyf­in? Alls kon­ar slík atriði komu upp í hug­ann og svo fór að ég taldi nei­kvæðu hliðarn­ar fleiri en þær já­kvæðu. Til að mynda var ég að vakna upp á nótt­unni við þá hugs­un hvort ég hefði munað eft­ir því að taka lyf­in áður en ég fór að sofa,“ seg­ir Bergþór.

Spurður hvort þetta hafi ekki verið erfitt seg­ir Bergþór að svo hafi verið og hann var erfiður í sam­skipt­um á þess­um tíma. „Ég fann minnst fyr­ir því en senni­lega fundu all­ir sem voru ná­lægt mér á þess­um tíma meira fyr­ir þessu. Svona eins og þegar fólk hætt­ir að reykja.“

Árið 2003 hóf Bergþór að taka þátt í starfi Hringsjár, sem er náms- og starf­send­ur­hæf­ing fyr­ir fólk sem vill kom­ast aft­ur út á vinnu­markaðinn eft­ir hlé vegna sjúk­dóma, slysa eða annarra áfalla. Hann lauk þaðan námi og fór að vinna hjá geðsviði Land­spít­al­ans árið 2006.

„Ástæðan fyr­ir því að ég fór að vinna þar var sú að árið 2004 vor­um við að vinna verk­efni í Hug­arafli, verk­efnið heit­ir Not­andi spyr not­anda og var unnið inni á þrem­ur geðdeild­um með sjúk­ling­um. Í fram­haldi af því hafði ég sam­band við Ey­dísi Svein­bjarn­ar­dótt­ur, þáver­andi sviðsstjóra hjúkr­un­ar geðsviðs, um að koma svona not­end­a­starfi á. En hún hafði ein­mitt verið að vinna á geðdeild­inni á Borg­ar­spít­al­an­um þegar ég var þar og hafði fylgst með mér í gegn­um tíðina. Eins leitaði ég til margra aðila tengd­um geðheil­brigðis­kerf­inu til að und­ir­búa þetta. Fyrsta mars árið 2006 var minn fyrsti starfs­dag­ur á Land­spít­al­an­um og hér er ég enn,“ seg­ir Bergþór.

„Ég byrjaði í 20% starfi og fór smátt og smátt upp í 50% sem ég er enn í dag í ásamt því að starfa 50% í Hlut­verka­setri. Til að byrja með var ég staðsett­ur í geðdeild­ar­bygg­ing­unni á Hring­braut og fór þá reglu­lega á deild­ir til að kynna starfið, rétt­indi sjúk­linga og önn­ur úrræði og þá fékk ég oft not­end­ur og eða starfs­menn sumra úrræða til að koma og kynna sína starf­semi.

Seinna fór ég að vera einu sinni í viku inni á Kleppi og tók þátt í að inn­leiða batamiðaða þjón­ustu á geðsviðinu og í sept­em­ber 2015 fór ég yfir í Batamiðstöðina þar sem ég er með fót­bolta­verk­efnið, létt­ar styrktaræf­ing­ar og fleira.“

Eitt af því sem Bergþór seg­ir að hafi hjálpað sér mikið í veik­ind­un­um var að skrifa. „Frá 1998 hef ég skrifað mjög mikið. Grein­ar, ljóð og hug­renn­ing­ar. Í mín­um veik­ind­um skrifaði ég mikið um til­finn­ing­ar mín­ar og var í raun alltaf skrif­andi. Ef ég var í strætó fann ég stund­um slíka þörf fyr­ir að skrifa að ég fór út og skrifaði það sem mér lá á hjarta. Þetta hjálpaði mér mjög mikið og ég ráðlegg öll­um að skrifa um það sem þeim ligg­ur á hjarta.“

Bet­ur hlúð að fólki en áður

Bergþór seg­ir úrræði bet­ur nýtt en áður og meira hlúð að fólki með geðrask­an­ir en var áður. Horft til fleiri atriða, svo sem hreyf­ing­ar sem skipti miklu máli. Eins hef­ur regla mik­il áhrif. „Reykjalund­ur kom þar sterkt inn þar sem úti­vera er notuð sem hluti af meðferðinni og mik­il úti­vera hjálpaði mér. Ég átti í erfiðleik­um með drykkj­una og fór á Vog á sín­um tíma og hef ekki drukkið í ein­hver 20-30 ár. Það er líka eitt sem þarf að hafa í huga; áfengi og önn­ur neysla vímu­efna fer afar illa sam­an með geðsjúk­dóm­um.

Ég get aldrei sagt að ég hafi náð full­um bata því geðsjúk­dóm­ur­inn býr alltaf á bak við og ég gæti mín. Ég þekki sjálf­an mig orðið mjög vel og vel það að neyta ekki áfeng­is því ég er nokkuð viss um að það geti spillt heilsu minni.

Sama á við um svefn því regla er svo mik­il­væg þegar kem­ur að allri heilsu. Stund­um er ég ef­ins á grein­ing­ar. Þær eru sjálfsagt góðar til þess að hægt sé að ákveða hvaða lyf og meðferð eigi við en sum­ir eru kannski laus­ir al­veg eft­ir ein­hvern tíma á meðan aðrir eru að tak­ast á við þetta alla ævi.

Það er með þessa blessuðu geðsjúk­dóma að við get­um aldrei full­yrt að það séu sömu ein­kenn­in hjá fólki sem kannski er með sömu grein­ingu.

Sem bet­ur fer er í dag farið að horfa meira til þess sem fólk hef­ur gengið í gegn­um, upp­vaxt­ar­ára og hvort áföll séu til staðar. Eins er unnið meira með styrk­leika fólks í stað þess að horfa til veik­leika. Reynt að virkja fólk en hér áður var það meira þannig að þú fékkst grein­ingu og þar við sat,“ seg­ir Reyk­vík­ing­ur árs­ins.

„1. mars árið 2006 var minn fyrsti starfsdagur á Landspítalanum …
„1. mars árið 2006 var minn fyrsti starfsdagur á Landspítalanum og hér er ég enn,” segir Bergþór Grétar Böðvarsson. mbl.is/Hari

Skjóls­hús væri draum­ur

Eitt af draum­um Bergþórs er að hér verði komið úrræði á lagg­irn­ar sem nefn­ist skjóls­hús (sa­fehou­se). Þetta yrði sæmi­lega stórt hús þar sem hægt væri að bjóða upp á hvíld­ar­inn­lögn. „Eng­in nauðsyn að þar fari fram mik­il meðferð held­ur frek­ar að fólk eigi mögu­leika á að hitta annað fólk og halla höfði sínu ann­ars staðar en heima hjá sér. Ástæðan hjá sum­um þeirra sem leita til geðdeild­ar er ekki sú að það vilji ein­hverja meðferð held­ur að kom­ast út úr aðstæðum sem það er í og erfitt að kom­ast út.

Til að mynda ef maður er bú­inn að vera veik­ur lengi í sínu her­bergi þá get­ur her­bergið verið orðið veikt. Það er sjúkt og maður þarf að kom­ast út úr því. Eins að aðstand­end­ur fái frið og sjúk­ling­ur­inn eða not­and­inn líka. Það er svo eðli­legt að þurfa á því að halda. Ein­hver drífi þig út í göngu­túr og jafn­vel sýni þér hlýju. Sum­ir geta leitað til vina en það geta það ekki all­ir,“ seg­ir Bergþór Grét­ar Böðvars­son, knatt­spyrnuþjálf­ari og Reyk­vík­ing­ur árs­ins.

mbl.is