Gætt að geðheilbrigði

Um 11 þúsund öryrkjar eru með geðgreiningu á Íslandi. Geðsjúkdómar snerta nánast allar fjölskyldur á Íslandi og einn stærsti vandi sem heilbrigðiskerfið stendur frammi fyrir. Húsnæðisvandi, fíkn og margt fleira eykur vanda fólks með geðraskanir.

Geta haldið áfram með líf sitt

27.9. Með geðrofsteymum er hægt að bæta lífsgæði ungs fólks sem er með geðhvörf á þann veg að það getur haldið áfram með líf sitt. Meðal ann­ars með því að halda áfram í námi eða starfi í stað þess að fara á ör­orku. Meira »

Ekki flytja allt á sjúkrahúsin

27.9. For­stöðulækn­ir geðlækn­inga á Sjúkra­hús­inu á Ak­ur­eyri telur að yfirvöld séu á rangri leið ef flytja á alla þjón­ustu sem hef­ur verið sinnt af sjálf­stætt starf­andi lækn­um inn á sjúkra­hús­in. Sumu sé betur sinnt á sjúkrahúsum öðru í sjálfstæðum rekstri. Auk þess sem það er ódýrara. Meira »

„Kannabis er eitur“

26.9. Hún var rúm­lega tví­tug greind þegar hún lagðist fyrst inn á geðdeild en upp­hafið má rekja til mik­ill­ar van­líðanar í kjöl­far sam­bands­slita. Hún hefur náð góðum bata eftir erfið ár en kannabis kostaði hana geðrof í tvö ár. Kannabis er eitur, segir hún. Meira »

„Það er alltaf von, alltaf“

26.9. Tengsl geðrask­ana og sjálfs­víga eru vel þekkt en marg­ar geðrask­an­ir eru áhættuþætt­ir fyr­ir sjálfs­vígs­hegðun. Hið sama á við um sjálfsskaða og geðrask­an­ir. Að sögn Ingu Wessman sálfræðings er nauðsynlegt að starfsfólk á bráðamóttökum kunni að aðstoða fólk í sjálfsvígshættu. „Þetta fólk þarf aðstoð og aðstoðin á að vera til staðar því það er alltaf von, alltaf.“ Meira »

Endurskoðaði allt sitt líf

25.9. Geðhvörf virðast vera jafntíð meðal kvenna og karla. Sjúk­dóm­ur­inn grein­ist oft­ast þegar fólk er á aldr­in­um 17-30 ára. Ágúst Kristján Stein­arrs­son, sjálf­stætt starf­andi stjórn­un­ar­ráðgjafi og jökla­leiðsögumaður, var greind­ur með geðhvörf árið 1999 þegar hann var nítj­án ára gam­all. Meira »

Þjónustan ókeypis fyrir börn

25.9. Barnasálfræðingar eru starfandi á öllum heilsugæslustöðvum höfuðborgarsvæðisins og nú í september eru komnir sál­fræðing­ar á sex af 15 heilsu­gæslu­stöðvum á svæðinu og sjö­unda stöðin bæt­ist við í des­em­ber, segir Agnes Agn­ars­dótt­ir, yf­ir­sál­fræðing­ur Heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins. Meira »

„Ég gæti mín“

24.9. Bergþór Grétar Böðvarsson starfsmaður á geðsviði Landspítalans og knattspyrnuþjálfari greindist með geðröskun fyrir 29 árum. Hann segir mikið hafa breyst á þeim tíma, úrræðin voru fá fyr­ir fólk með geðrask­an­ir og lítið hugsað um eftirfylgni að lokinni spítalavist. Meira »

Ungt fólk undir of miklu álagi

24.9. Skólasálfræðingur MH segist vonast til þess að ekki verði hætt að bjóða upp á ókeypis sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum en í vor lýkur tilraunaverkefni um þjónustuna. Alls leituðu 152 nem­end­ur til Bóas­ar síðasta vet­ur og ástæðurn­ar ýms­ar, svo sem kvíði og vanlíðan. Meira »

Sjúkdómur unga fólksins

23.9. Flestir þeirra sem greinast með geðrof eru ungir að árum og er geðrof oft sagt sjúkdómur unga fólksins. Með réttum stuðningi og meðferð er hægt að koma fólki út í lífið aftur og koma þannig í veg fyrir örorku þess. Þetta getur komið í veg fyrir miklar þjáningar viðkomandi og sparað háar fjárhæðir. Meira »

Stefnir í skort á geðlæknum

23.9. Helgi Garðar Garðarsson geðlæknir óttast að það stefni í alvarlegan skort á geðlæknum innan tíu ára. Ágúst Kristján Steinarrsson greindist með geðhvörf 19 ára en hefur verið án einkenna í fimm ár. „Frá því ég veiktist síðast hefur minn lífsstíll verið mín meðferð,“ segir hann í samtali við mbl.is. Meira »

Langir biðlistar eftir þjónustu

22.9. Stefnt er að því að fjölga starfsmönnum í geðheilsuteymi austur en langir biðlistar hafa myndast eftir þjónustu þess. Staðan nú er óviðunandi segja stjórnendur þess. Bergþór Grétar Böðvarsson, Reykvíkingur ársins, er gott dæmi um mann sem hefur ekki látið geðraskanir stöðva sig í lífinu. Meira »

„Ég gat ekkert gert“

22.9. Sálfræðingar eru komnir til starfa á öllum heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu en ekki hefur enn verið samþykkt á Alþingi að skólasálfræðingar verði í framhaldsskólum. Mikilvægi forvarna verður seint oflofað og kona sem var í geðrofsástandi í tvö ár varar fólk við hættunni af neyslu kannabis. Meira »

Passaði hvergi inn

21.9. Son­ur þeirra framdi sjálfs­víg rúm­lega þrítug­ur eft­ir að hafa glímt við fíkn og geðræn veik­indi. Hann var eitt af þess­um börn­um sem hvergi pössuðu inn, hvorki í skóla né ann­ars staðar. Meira »

Óttast um hana í vetur

20.9. Hún er á þrítugs­aldri og er á göt­unni vegna neyslu og geðrænna veik­inda. Fjöl­skylda henn­ar er ráðalaus og ótt­ast mjög um af­drif henn­ar í vet­ur. Gat­an er ekki heim­ili og ekki ör­ugg­ur staður, ekki síst fyr­ir ung­ar kon­ur þar sem hóp­ur karla leit­ar þær uppi og nýt­ir sér neyð þeirra. Meira »

57% öryrkja með geðgreiningu

19.9. Tæp­lega 38% ör­yrkja, sjö þúsund og tvö hundruð manns, eru ör­yrkj­ar á grund­velli geðrösk­un­ar sem fyrstu grein­ing­ar. Hlut­fallið fer upp í 56,6% eða hátt í ell­efu þúsund manns þegar litið er til allra þeirra sem eru með geðgrein­ingu ásamt fleiri grein­ing­um. Meira »

Reiði og tómleikatilfinning

18.9. Al­gengt er að fólk með jaðar­per­sónu­leikarösk­un sé rang­lega greint með geðhvörf (bipol­ar) en þar standa sveifl­ur í skapi yfir í lengri tíma og eru sjald­gæfari ásamt því að önn­ur ein­kenni en skapsveifl­ur greina á milli hvorri rösk­un fyr­ir sig. Um 2-6% fólks er með röskunina. Meira »

Stimpluð vegna vanþekkingar

18.9. Oft er hegðun barna ekki skoðuð í sam­hengi við um­hverfi þeirra. Þess í stað er settur stimp­ill á barnið – að eitt­hvað sé að því – þegar raun­in get­ur verið að barnið sé að bregðast við óheil­brigðum aðstæðum, segir Sæunn Kjartansdóttir. Meira »

Stofnuð á afmælisdegi Bergs Snæs

17.9. Sig­urþóra Bergs­dótt­ir og Sigrún Sig­urðardótt­ir standa að stofn­un sam­taka um meðferðar­set­ur fyr­ir ungt fólk. Stofn­fund­ur­inn er í kvöld á afmælisdegi Bergs Snæs, son­ar Sig­urþóru. Hann hefði orðið 22 ára í dag ef hann hefði lifað en hann framdi sjálfs­víg aðeins 19 ára gam­all. Meira »

Lífshættulegur kókaínfaraldur

16.9. Forseti Íslands gerði geð- og fíknivanda meðal annars að umræðuefni við þingsetningu fyrr í vikunni. 36 lyfjatengd andlát á þessu ári eru til skoðunar hjá Embætti landlæknis. Þetta eru 25 karlar og 11 konur. Af þeim hafa látist með þessum hætti eru 11 einstaklingar yngri en 35 ára. Meira »

„Ég fylgdi syni mínum til himna“

16.9. Þrátt fyrir að við séum talin hamingjusöm þjóð líða mörg börn fyrir erfiðar aðstæður. Sumir þeirra sem aldrei passa inn í kerfið sjá enga aðra leið en að svipta sig lífi. Hann dó ekki af því að hann vildi deyja, hann dó af því að hann gat ekki lifað, segir móðir sem missti son sinn. Meira »

Aldrei unnið á helsta meini hans

15.9. Sonur þeirra er á þrítugsaldri og er hörkuduglegur fjölskyldufaðir. En lífið hefur ekki alltaf reynst honum auðvelt því stóran hluta ævinnar hefur líf hans verið eins og rússíbanareið. Þrátt fyrir að hafa náð sér upp úr neyslu hefur hann ekki enn unnið á mesta meini sínu, áföllum í æsku. Meira »

Fólki jafnvel hent út á gaddinn

15.9. „Matur og húsaskjól! Ef þessar grunnþarfir eru uppfylltar er svo miklu auðveldara að hjálpa fólki og árangur meðferðar margfalt betri,” segir María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans. Tugir eru biðlista eftir húsnæði fyrir fólk með tvígreiningar, geð- og fíknivanda. Meira »